Vikan


Vikan - 29.06.1939, Blaðsíða 23

Vikan - 29.06.1939, Blaðsíða 23
Nr. 26, 1939 VIKAN 23 — Þér ógnuðu honum með rskammbyssunni, og hvað gerðuð þér svo? — Svo grátbað ég hann um peninga. — Ef átta menn slá tún á tíu tímum, hve lengi eru þá fjórir menn að slá sama tún? — Þetta er vitlaust dæmi. — Hvað segirðu, drengur! —- Það væri óðs manns æði að tvíslá sama túnið. Hann: Tókstu kannske bónorði mínu af því, að þú hafðir heyrt, að afi minn mundi arfleiða mig að hálfri milljón? Hún: Nei . . . mér var rétt sama hver það var, sem arfleiddi þig . . . — Óskar frúin að ná tali af hinum fræga, indverska gjömingamanni, Ibn Boabditihili, er mun sjá fyrir alla framtíð yðar eins og hann læsi á bók? — Blessaðar reynið þér ekki svona á mál- beinið. Segið honum bara að Emma systir hans í Keflavíkinni sé komin og vilji tala við hann strax. — Tækninni miðar skjótt á veg: Þráðlaust símasamband, reyklaust púður og áralausir bátar . . . — Já, og það sniðugasta er þó meðlag án hjónabands. — Nei, kæra barónsfrú. Þér skuluð hafa fiðluna nokkrum undirhökum ofar! — Elskar þú mig, Jón? — Já, það geri ég. — Eru augu mín þau fegurstu, sem þú hefir séð? — Já. — Og varir minar rauðar eins og túlipanablöð ? — Já. .— Og vöxturinn? — Aldrei séð siíka líkams- fegurð. — Ó, hvað þú segir vel frá, elsku Jón! Segðu mér eitthvað fleira. — Heima drekkum við alitaf rauðvin og vatn með miðdegisverðinum. Ja, það er að segja, konan min drekkur rauðvínið, en ég vatnið. — Það er ekki þar með sagt, að þú sért sjómaður, þó að þú sért hrokkinhærður og hafir vatn á milli liða!

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.