Vikan


Vikan - 29.06.1939, Blaðsíða 5

Vikan - 29.06.1939, Blaðsíða 5
1 Nr. 26, 1939 VIKAN 5 Fram úr Vestfjarðahálendinu gengur nes eitt fram í Kerlingarfjörð í Barðastrandarsýslu. Það heitir Litla- nes og klýfur innri hluta Kerlingarf jarðar í tvo smáfirði — Kjálkafjörð og Mjóa- fjörð. Kjálkafjörður liggur vestanvert við nesið, en Mjóifjörður að austan. I Kjálkafirði bjó Þorbjörn kjálki, sá sem Víga-Glúmur drap forðum með berserkj- um sínum. — Og þó Litlanes sé ekki stórt, borið saman við hina stóru skaga beggja megin við það, Skálmarnesið og Hjarðar- nesið, nýtur það sín þó vel í þyrpingu f jall- anna fyrir botni Breiðaf jarðar, því að það er hátt og vel á sig komið um allan vöxt. Tveir bæir eru á nesinu — og hafa víst aldrei verið fleiri, — Kirkjuból og Litla- nes. Kirkjuból er austanvert á nesinu, og stórt, en slétt að mestu og girt vírneti og gaddavír, þar sem standbergið ekki skýlir. — Túnið er ekki stórt, segir Júlíus bóndi, og getur aldrei orðið. Grjótið er allsstaðar. En minna var það þó og verra, þegar ég kom hér, fyrir 18 árum. Þá var ekki nokkur blettur sléttur í því, og þar, sem ekki voru þúfurnar og stór- grýtið, voru tóttarbrot og safnhaugaleifar. Þá fengust af túninu í góðu grasári 30 hestar, en nú fást hér alltaf 100 hestar af töðu. — Eru ekki litlar útengjaslægjur hér, spyr ég, því að mér sýnist ærið hrjóstrugt kring um túnið. Júlíus kveður svo vera, og segir, að með mikilli nýtni megi skrapa saman 80—100 hesta af allgóðu útheyi innan um skógarkjarrið, inn um allan Hér er bara eftirlitsstöð. Þeim, sem réðu fyrir símalagningunni hér, hefir víst ekki þótt staðnum hæfa fullkomnara samband. En stórum er betra að hafa þetta en ekki neitt. — Þeim mundi bregða við, refa- bændum á Nesinu, ef síminn væri tekinn héðan. — En þrátt fyrir þetta hrjóstruga land sem hér er, og litlu slægjur, hefirðu þó allgott bú, fallegar og vænar kindur? — Já, kindurnar eru nú eina bjargræðið hér, því að stórgripaeignin er lítil, kýrin er ein og hrossin jafnmörg. Það er beitargott hérna inn með firðinum og lengi snöp framan í nesinu, og svo er fjaran, ef ekki eru mikil frost. Heyin eru líka góð. Júlíus botnar búskaparspjallið með þess- um stökum: I LITLANESI Eftir Bergsvein Skúlason. kemur ekki við þessa sögu, því að nú er ég í Litlanesi, litast þar um og skeggræði við bóndann og heimamenn hans. — Tröllslegt umhverfi og sérkennilegt virðist mér vera í Litlanesi, þótt fagurt sé útsýnið út um Breiðafjörð og vestur til Barðastrandar. Undirlendið er lítið, svo sem víðar í nágrenninu. Bærinn stendur á klettasillu eða hjallarana skammt upp frá sjónum á vestanverðu nesinu, og sýnist þar örðugt til allrar ræktunar. Og rétt upp r frá bænum rís fjallið snarbratt, mörg hundruð feta hátt, gróðurlaust, ógnandi og ókleift víðast. Og þarna í fjallsegginni standa þeir félagarnir — Hangur og Krukkur, — sem sú þjóðtrú fylgir, að þeg- ar þrenn hjón eigi heima í Litlanesi sam- tímis, þá steypist þeir yfir bæinn. Hvílíkt tilhlakk!! — En skýlt er í Litlanesi í norð- anáttinni. Fram úr fjallinu og með fram túninu að austan gengur hamrabelti — tröllahlað, — sem skýlir túninu og bænum fyrir austnorðan næðingunum, sem þær stallsysturnar, Gláma og Þingmannaheiði, eru svo ósparar á að senda fram um þetta hrjóstruga nes. — — Bóndinn í Litlanesi heitir Júlíus Sig- urðsson, gamall nágranni minn úr eyjun- um. Hann tekur mér með kostum og kynj- um, eins og öllum, sem að hans garði ber. Hann er glaður og skemmtinn og lætur f júka í kveðlingum, en ekki get ég goldið í sömu mynt, því að „skáld er ég ei“. En margt er skrafað. Júlíus kastar fram vísum og kveðling- um við öll möguleg og ómöguleg tækifæri, því að hann er fljótur að ríma. Þetta er úr Einbúavísum Júlíusar: Ég sé það fyrst núna, hvað einbúi á, — ekki er það glæsileg staða. Himinn er dimmur, hríðin stutt frá, hálfþurrkuð rigna má taða. Talið berst að búskapnum. Túnið er ekki fjörð, en vegurinn heim er svo illur, að ekki er hægt að reiða heyband heim nema um fjöru, og það er seinlegt. Við höfum flutt þetta mest á bátnum mínum, segir Júlíus, — og það er líka seinlegt, ef á móti blæs, því að liðið er lítið. — Ég og Jónsi, húskarl minn, höfum damlað mest við þetta tveir, og svo Varði minn núna síðustu árin. En nú er ég búinn að fá mér mótorbát, og ætti þetta þá allt að ganga betur. — Bara að vélin svíki mig ekki. Hún er stundum óþæg að fara í gang, og Jónsi, sem er fyrsti vélstjóri, segir, að hún ðé bezt á þurru landi: Það er ekkert þægðarskinn, þessi vélarfjandi. Hún er alveg útmetin uppi á þurru landi. — Nágrannarnir hafa oft hjálpað mér um slægjur, segir Júlíus. — Bæði Sigurður Pálsson á Auðshaugi og Þórður í Firði, en þann heyskap verð ég að sækja á bát yfir firðina til beggja handa. — Litlanes er eins og eyja, hvað alla aðdrætti snertir, en það vantar bara hlunnindin. — Er ekki varp í hólmunum hérna í fjörunni, eða kópar við skerin? spyr ég. — Einn til tveir kópar, þegar bezt læt- ur, og þetta 30 kollur í hólmunum, hálft, mest eitt kg. af dún. Skerin eru ekki\ til annars en að drepa fyrir mér féð. Síðan ég kom hingað, hefi ég misst 66 kindur í sjó- inn, og er þó reynt að gæta þeirra eftir föngum, vetur, sumar vor og haust. — Á sumrin líka? — Já, engu síður á sumrin. Allt sum- arið um stórstraumana verður að gæta fjörunnar. — Það er þungur skattur ofan á allt annað, og þær eru margar frátafirnar um sláttinn í Litlanesi. — Og svo er það síminn, ekki gætir hann sín sjálfur, því að ekki er hægt að hringja Litlanes upp. Litlanes er lélegt kot, lítið á því græði. Enginn teljast á því not utan beitargæði. Hér eru engjar ónýtar, allar í grjóti og leirrunnar, virðast illa véltækar, víða fremur þurrlendar. Enginn kemur svo að Litlanesi, að hann hafi ekki tal af Jóni Thorberg Guðmunds- syni, húskarli Júlíusar. Hann er orðhepp- inn og gamansamur engu síður en hús- bóndinn, þó ekki sé hann skáld. En sitt hvað lætur hann f júka mönnum til gamans og er hvergi myrkur í máli. Jón Thorberg er fæddur og uppalinn í Múlasveit. Guðmundur faðir hans bjó all- lengi í Seli inn í Kerlingarfirði. Þar er nú allt löngu komið í eyði, en landkostir voru í firðinum, segir Jón, og 500 hesta slægja, en feikna vetrarhart. — Þar sló ég 40 hesta á dag í Gorminum — á báðum fót- unum. — I firðinum er ekki búandi, segir gamli maðurinn, enda er nú ekki að tala um að heyja lengur á engjum. Allt kom- ið í órækt og hrís, síðan menn hættu að nenna að sækja heyskap út fyrir túngarð- inn. Allir hættir að nota beit, og féð orðið heilsulaust af því að éta skítinn úr sjálfu sér. — Bölvuð forsmán! Jón varð fyrir því óláni á bezta aldri, að fá svo illkynjað fótarmein, að taka varð af honum fótinn. Það gerði Guðmundur próf. Magnússon, og fær Jón honum aldrei fullþakkaða þá hjálp. Síðan störslar Jón við tréfót og staf, og sér honum enginn bregða. Hann gengur að allri vinnu á sjó og landi með því harðfengi, að margir heilfættir mættu þykjast meiri menn af slíkri framgöngu við verk. Jón á einn hest og nokkrar kindur, sem hann lifir af, og honum er afar illa við Pramh. á bls. 11.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.