Vikan


Vikan - 29.06.1939, Blaðsíða 13

Vikan - 29.06.1939, Blaðsíða 13
Nr. 26, 1939 VIKAN 13 Tertusprenging. Kalli: Ó, ó, þvílík kaka, sem skipstjórinn á að fá í afmælisg-jöf! Rjóminn rennur út af! Ég skal veðja, að botninn er úr makkarónum. Það sér enginn, þó að ég taki ileðsta lagið! Binni: Það er naumast, að hún er fín. Eitthvað er um að vera. Kalli: Það var gott, að ég gat falið mig. Nú get ég fylgzt með þorpurunum. Binni: Við tökum miðlagið. Það ber minnst á því. Pinni: Ekki neitt, ef við setjum sprengjuna í staðinn. En hvað lífið er létt, ef þvi er lifað rétt. Binni: Við skiptum jafnt. Ég hlakka til þegar kveikt verður í öllu saman. Kalli: Ég kveiki strax í. Það er svo langt til kvölds. Pinni: Hana nú! Þarna fer allt í hundana. Binni: Hvemig stendur á þessu? Binni: Rjómadæla ætti að geta slökkt tertubruna. Pinni: Það er eitthvað í körfunni. Þetta er grunsamlegt. Binni: Ert það þú, Kalli minn? Það var gaman! Þú veizt líklega ekki, hver kveikti í sprengjunni ? Kalli: Sleppið mér-----! Pinni: Við gefum þér súkkulaði fyrst. Milla: Hvað eruð þið að gera? Pinni: Búa tii búðing úr súkkulaði, sírópi og Kalla. Það verður búðingur í lagi, skaltu vita. Jómfrú Pipran: Hamingjan góða. Kalli minn! Erú Vamban: Hvað er að? Mllla: Ekkert. Kakan er bara ónýt, og það er búið að setja súkkulaði og síróp saman við Kalla og samt er ekki hægt að borða hann!

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.