Vikan


Vikan - 29.06.1939, Blaðsíða 18

Vikan - 29.06.1939, Blaðsíða 18
18 VIKAN Nr. 26, 1939 Utburður. Smásaga eftir Alfonso Hernández Catá Sólin var gengin til viðar. Við höfnina ómuðu söngvar fiskimannanna og dóu síðan út, hægt og hægt, í leynd- ardómsfullri kyrrð hafsins. Rökkrið seig yfir f jöllin og öskugráum blæ sló á sjóinn. Þokukennda móðu lagði eins og kórónu yfir háa fjallatindana og eins og slæðu fyrir blámann í fjarlægð. I þorpinu glitr- uðu fáein dauf ljós. Maður kom fram á hafnarbakkann og hrópaði: — Ferjumaður! Þegar hann fékk ekkert svar, hrópaði hann aftur: — Mig vantar bát, í eina klukkustund! Báturinn nálgaðist hægt, og honum stýrði sterklega byggður maður. Þegar hann kom að landi kallaði hann á unglingspilt, sér til aðstoðar. Aðkomufólk- ið ætlaði að fá sér matarbita fyrir utan sandrifið. Það vildi láta piltinn bera nest- iskörfuna til bátsins. — Ýttu frá! Drengurinn hallaði sér upp að hafnar- bakkanum, þangað til báturinn rann frá, síðan settist hann undir árar. — Snúðu honum við! Þeir sneru bátnum, þangað til stefnið vissi að hafnarmynninu. Þá skipaði ferju- maðurinn enn, um leið og hann markaði stefnuna með lubbalegum höfuðslætti: — Áfram! SamstiUt áratökin drifu bátinn hratt og léttilega. Allir í þorpinu þekktu ,,los senoritos", því þar var annars ekki gestkvæmt á sumrin, vegna ónógra þæginda. Þau höfðu verið þar í tvo mánuði og vissi enginn, hvaðan þau voru. I fjölskyldunni voru hjón og dóttir þeirra, sem var veik, og enginn hafði nokkurntíma séð. Foreldrar hennar önnuðust hana með mikilli um- hyggju. Þau bjuggu í góðum húsakynn- um, en höfðu aðeins eina þjónustustúlku, er þau höfðu ráðið til sín í þorpi einu á leiðinni. — Hvernig liður ungfrúnni? spurði ferjumaðurinn. — Betur, þakka yður fyrir. — Er mjög djúpt fyrir utan rifið? spurði konan með sakleysislegri forvitni. — Já, þar er mjög djúpt, senorita. Síðan varð þögn. Árarnar mörruðu reglulega. Hjónin sátu á þóftunum í skutn- um og töluðust við í lágum rómi. — Það er óhjákvæmilegt. Það er eina leiðin til að bjarga heiðrinum. Hann, sem forðaði sér, mun aldrei koma aftur til að grennslast um afdrif-------. Maðurinn hugsaði sig um, með höfuðið niðri á bringu. Kona hélt áfram: — Vildirðu þola slíka smán? — Nei, þú hefir á réttu að standa. — Nú er því mesta lokið. Við þurfum ekkert að óttast. En gættirðu vel að þyngd- inni? Kalda golu lagði af hafi. Öldurnar Gæfa fylgir góðum hring. Kaupið trúlofunarhringana hjá Sigurþóri. Sendið nákvæmt mál. SIGTJKÞÓK, Hafnarstræti 4. Reykjavík. Prentmyndastofan Í.EIFTUR Hafnarstræti 17. Framleiðir fyrsta flokks prentmyndir Borðið á Heitt & Kalt stækkuðu. Bylgjurnar eltu hver aðra, þangað til þær rákust á klettana og risu upp, sveipaðar löðri. Hvítu húsin, sem stóðu á víð og dreif um brúnar hæðirnar, voru að hverfa í rökkrinu. Rauðleitum blæ sló á græna trjálundina og smágarðana. Máfarnir görguðu fyrir ofan þau. Við og við stansaði einn þeirra tignarlegt flugið,, sveif niður og steig síðan aftur upp á við, með silfurlita, blæðandi bráð í nefinu. Allt í einu var kveikt á vita, sem lýsti langar leiðir frá sér. — Lengra, senoritos? spurði pilturinn. — Já, dálítið lengra. Þau héldu áfram riokkra stund. Þá hvísl- aði konan að manni sínum: — Núna — og upphátt sagði hún, dá- lítið hásum rómi: — Hér getum við fengið okkur hress- ingu. Opnaðu körfuna. Augu hennar leiftruðu undarlega í skugganum. Það var dauðaþögn, þrungin kynlegum fyrirboðum. Gamli sjómaðurinn og pilturinn lágu fram á árarnar. Maður- inn lyfti körfunni upp, setti hana á borð- stokkinn, lét sem sér skrikaði fótur og karfan datt í sjóinn með skvampi miklu, og sökk þegar í stað. — Hvað er að? — Það er karfan. — Féll karfan útbyrðis ? spurði ferju- maðurinn. — Snúðu við drengur! — Hún hefir ef til vill sokkið. Hún var svo þung. — Það yrði mjög erfitt að finna hana.. — Sjórinn er að ókyrrast. — Er það hér, sem er svo mikið dýpi ? — Hérna? Tuttugu faðmar, að minnsta kosti. — Og er það ekki mjög djúpt? — Jú, mjög djúpt, senora. — Það er bezt að róa til lands aftur. Svo 'fór um sjóferð þá. — Eins og yður þóknast, herra minn. Enn einu sinni leit kona til baka. Heim- förin veittist erfið. Vindurinn lamdi stefn- ið og streittist gegn átökum ræðaranna. Á heimleiðinni sögðu þau ekkert, en horfðu út yfir sjóinn, eins og þau þyrðu ekki að líta hvort á annað. Fáein ljós frá húsun- um í þorpinu spegluðust í öldunum. Bryggjubáknið teygði sig fram og stóð á lóðréttum stólpum, sem sýndust hafa brotnað í vatnsborðinu og vera að sligast undir þunganum og missa jafnvægið. Þau stigu á land. Maðurinn býsnaðist yfir gjaldinu, sem bátseigandinn krafðist. — Þetta er mjög dýrt; þetta hefir verið ömurlegt kvöld. Þau komu til býlisins. Það var sunnu- dagur og þjónustustúlkan var ekki enn komin heim. Þau opnuðu herbergi sjúku stúlkunnar, sem lokað var með lykli. Fölt og tekið andlit hennar kom í ljós á hvít- um sængurfötunum. Hún horfði spurnar- augum á foreldra sína. Þeir sögðu ekkert. Lítil dæld í koddanum bar vott um, að þar var autt pláss.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.