Vikan


Vikan - 29.06.1939, Blaðsíða 9

Vikan - 29.06.1939, Blaðsíða 9
Nr. 26, 1939 VIK A N 9 r félaginu spjölluðu þeir um ástandið í Evrópu. — Eitthvað verður að gera, sagði maður einn, sem drakk viský og sóda, — eitthvað verður að gera . . . eitthvað bara, — ef allt á þá ekki að vera við það sama! — Svei mér, ef ég er ekki á sama máli, sagði lítill dyravörður, hugsandi. — Það er ekki hægt að sitja aðgerðarlaus. Eitt- hvað verður að gera. Það var eins og hann afi minn sálugi sagði: Annað hvort eru menn með yfirskegg eða ekki . . . Síðan varð þögn, þar til maður einn, sem drakk vermund, sagði: — Úr því, að þið minntust á yfirskegg . . . ég hefi oft spurt sjálfan mig, hvað skildi sig. Og þannig vissu þau, að sálir þeirra voru sameinaðar. Morgun einn hringdi síminn, og Branee- peth þekkti hina skæru rödd unnustu sinn- ar.------Þegar þau höfðu talað saman eins og elskenda er siður, kom hún að efninu. — Heyrðu, mér hefir dottið dálítið í hug, sem er gott fyrir þig. — Hvað er það? — Vinna! Þú átt að mála brjóstmynd af pabba. Hann ætlar að gefa félaginu hana. Ég veit ekki, hvað hann hefir á móti þeim, en ekki verður það ánægjulegt fyrir þá, því að pabbi er ekkert nema skegg og augabrýr. En hann segir, að fyrir innan séu andlitsdrættir, og þá sagði ég, að þú Skegg og skeggrœdur orðið sé af stóru yfirskeggunum, sem tíðk- uðust í ungdæmi mínu! Hvar eru þau ? Ég á ljósmynd heima af afa mínum, þegar hann var ungur. Hann er með yfirskegg, sem er eins og skógur, og augabrýr, sem eru eins og runnar. — Já, og þá var drukkið úr sérstökum skeggbollum, sagði litli dyravörðurinn, — svo að skógurinn færi ekki niður í bollann. Það voru dásamlegir tímar, en nú eru þeir liðnir. — Þá virðist, sagði mr. Mulliner, — fólk hafa haft tíma til að rækta þetta mikla skegg. Þessir menn bjuggu upp í sveit og áttu í miklum deilum. Annars höfðu þeir menn, sem bjuggu við sjó, mest skegg. Ég held, að það hafi verið sjóloft- inu að þakka. Það segir frændi minn, Brancepeth, listmálari, og hann veit það. — Safnar hann skeggi? — Nei, en hann flæktist inn í deilurn- ar á milli Bromborough lávarðar og Sir Preston Potter, sem voru út af því, hvor hefði meira skegg. Sko, Bromborough lávarður átti dóttur, sem hét Muriel, og deilan var að vissu leyti henni að kenna. Hún las mikið af kvæðum og æfintýrum. Hún vissi, að all- ar hetjur fortíðarinnar höfðu svart, mikið yfirskegg, og hvers vegna áttu þá vinir hennar og ættingjar ekki að hafa skegg líka? Og svo var frændi minn, Brancepeth Mulliner. Hann var dð mála af henni mynd, því að hún kom við og við til Lundúna. En það gerði faðir hennar aftur á móti ekki. Hann sat heima á bæ sínum og stundaði landbúnað og ræktaði yfirskegg sitt. Hún sagði honum, hvað sér hefði dottið í hug um yfirskeggið, og honum fannst það snjallræði, því að hann var bálskotinn í henni. Dag einn þegar hann var í miðju kafi með málverkið, þreif hann utan um hana, og hún hallaði sér upp að vesti hans og sagði, að hann væri eini maðurinn, sem værir sá eini sanni, maður framtíðarinnar. — Gott, ég kem — strax. Brancepeth kom — á vængjum ástar- innar — allt of snemma til miðdegisverð- arins, og honum var vísað inn í stofu. — Hann bjóst auðvitað við því, að Muriel kæmi þjótandi á móti sér, — en það eina, sem á móti honum kom, var karlmaður — að minnsta kosti eftir fötunum að dæma — en andlitið sást ekki fyrir skeggi og augabrúnum. — Þetta er hann! hugsaði Brancepeth og kjmnti sig. — Jæja, hvernig gengur það, Brom- borough lávarður? — Ég heiti Mulliner. Maðurinn horfði á hann og sagði: — Hvað eigið þér við með Brombor- ough lávarður? Brancepeth sagði, að hann hefði meint Bromborough lávarður. — Ég er ekki Bromborough lávarður, öskraði maðurinn. Brancepeth hörfaði aftur á bak. — Mér þykir það leitt, svaraði hann af- sakandi. — En mér þykir vænt um það, svaraði hinn. — Hvemig datt yður þetta annars í hug? — Mér var sagt, að hann hefði svo fallegt yfirskegg! Dóttir hans sagði mér það, svaraði Brancepeth. — Dóttir hans, sagði maðurinn hæðnis- lega. — Tekur nokkur mark á því, hvað dætur segja um feður sína? Bromborough hefir nokkur hár í andlitinu, en ég hefi aldrei heyrt annað eins og að kalla það yfirskegg. Maðurinn sneri sér á hæli og skildi Brancepeth eftir á tröppunum. í sömu Smásaga eftir Wodehouse. svifum kom Muriel niður, og hann sagði henni, hvað fyrir hefði komið. — Ó, þetta hefir verið Preston Potter, sem þú hefir talað við, sagði hún hlæjandi. — Hann er versti keppinautur pabba um skeggið. En þar kemur pabbi. — Komdu pabbi. Þetta er mr. Mullier. Þeir heilsuðust, og Mullier varð strax ljóst, að það þyrfti landlagsmálara til að mála Bromborough lávarð. Nú kom sir Preston aftur niður tröpp- urnar og horfði grimmdarlega á keppinaut sinn. — Hvað er þetta? sagði hann og saug upp í nefið. — Hafið þér klippt af skegg- inu? Það er orðið svo lítið. — Klippt af skegginu, öskraði Brom- borough. -— Hvað eigið þér við? — Jæja, einhvern veginn hefir það minnkað. Kannske horfið inn um munn- inn, sagði sir Preston. Brancepeth skildi strax, að mennirnir tveir voru örgustu óvinir út af skegginu. En Bromborough flýtti sér að snúa sam- talinu að öðru. Skömmu síðar kom ungur maður niður tröppurnar. Hann hafði smjörlitað hár, gleraugu og alveg sviplaust andlit. Muriel kynnti hann og Brancepeth. — Mr. Mulliner, mr. Edwin Potter — unnusti minn. — Miðdegisverðurinn er til, sagði Fipps, þjónninn. Brancepeth var alveg utan við sig við borðið. Hann talaði fátt og borðaði lítið, svo að það var eins og hann yrði heyrnar- laus og mállaus við mat. Nú gat hann athugað Edwin Potter. Álit hans á honum var, að hann væri heimskur, hefði sviplaust andlit og það væri skömm að því að ætla Muriel að ganga að eiga hann. Hann ætlaði að tala alvarlega við Muriel, en það var ekki hægt fyrr en næsta dag. Allan morguninn hafði hann setið við að teikna myndir af Bromborough lávarði, og honum þótti verst að sjá ekki andlit hans. Hvað leyndist á bak við þetta mikla hár og skegg? Það var leyndarmál. Hann fór út í garðinn, og þar sat Muriel. — Halló, sagði hann. — Halló, svaraði hún og leit upp. — Get ég fengið skýringu! sagði hann. — Á hverju? — Asnanum honum Potter! — Ja-há-------það er gamla sagan. — tlvaða gamla saga? — Hún var fátæk, og hann var ríkur, andvarpaði hún. Síðan varð þögn. — Hö-hm, sagði Brancepeth. — Einmitt! sagði hún. — Hvers vegna áttu ekki peninga, Brancepeth? Bara svo mikið, að við gætum keypt okkur lítið hús með svona tíu herbergjum, sumarbústað einhversstaðar uppi í sveit, bíl — það þyrfti ekki að vera nýjasta tízka — sum- arbústað í Suður-Frakklandi og lítið lysti- skip . . . Ef við ættum þetta, Brancepeth, gæti ég verið án alls annars vegna ástar- innar. Aftur varð þögn.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.