Vikan


Vikan - 14.09.1939, Blaðsíða 8

Vikan - 14.09.1939, Blaðsíða 8
8 VIKAN Nr. 37, 1939 Reglubundið farþegaflug skapaðist því hér um bil alls staðar í veröldinni, eins og minnzt hefir verið á, fyrst voru flogin áhættusöm reynsluflug, þá póstflug og síðast með farþega. Sem dæmi má nefna áætlunarflug þau með póst og farþega, sem Englendingar, Frakkar, Hollendingar og Bandaríkjamenn halda uppi til nýlendna sinna og sam- bandsríkja. Annað dæmi, sem sýnir líka glöggt þessa framþróun, eru flug okkar Þjóðverja til Suður-Ameríku. Á þessum flugum var byrjað sem póstflugum 2. febr. 1934. Flogið er frá Berlín um Marseille til Bathurst á vesturströnd Afríku, þaðan 3.050 km. yfir sjó til Natal, Buenos Aires, Santiago de Chile, alls 15.300 km. á 4 sól- arhringum. Flogið er fram og til baka tvisvar í viku. Fyrstu árin voru notuð flugvélaaðstoð- arskip, til hjálpar á leiðinni yfir hafið. Nú fljúga vélamar þessa leið án aukalendinga í einni lotu og eru einnig farnar að flytja farþega. Það, sem var afrek fyrir nokkr- um árum, er nú orðið að daglegum við- burði í þágu alþjóða samgangna. Nokkrir af okkar helztu flugvélastjórum á þessari leið hafa þegar flogið 1 millj. kílometra yfir Atlantshafið. Luft-Hansa: Allur sá flugrekstur, sem miðar að áætlunarflugi með póst og far- þega, heyrir í Þýzkalandi undir eitt félag, „Luft-Hansa“. Félag þetta flytur árlegaum 6.000 smál. af pósti og 3000.000 farþegá (hringflug undanskilin). Starfsemi „Luft- Hansa“ nær langt yfir landamæri Evrópu. Félagið sér um áætlunarflug til Austur- og Suður-Asíu, um alla Afríku og sem fyrr getur, til Suður-Ameríku. Eftir nýjustu fréttum að dæma ræður „Luft-Hansa“, beinlínis og óbeinlínis, yfir næstum því öll- um flugsamgöngum Suður-Ameríku. Árið 1936 hóf „Luft-Hansa“ einnig undirbún- ing reglubundinna flugferða til Norður- Ameríku. Á einu ári, 1938, voru fram- kvæmd 28 reynsluflug, með og án flugvéla- stöðvarskipa. Þrátt fyrir þetta brautryðj- endastarf, sem kostaði óhemju fé, hafa Bandaríkin hingað til neitað „Luft-Hansa“ um lendingarleyfi fyrir áætlunar- flug milli Mið-Evrópu og Norður-- Ameríku. Með starfsemi „Luft-Hansa“ leggja Þjóðverjar fram sinn skerf til eflingar alþjóða- og almennum flugsamgöngum um allan hnött- inn, upp yfir f jöll og firnindi, eyði- merkur og grænan sæ. Alheims- flugfarþegi getur komizt um 3.600 km. á dag með áætlunarflugvélum. „Luft-Hansa“ hefir hækkað þessa tölu upp í 5.000 km. á leiðinni frá Berlín til Suður-Ameríku. Mark- mið allra flugfélaga er að hækka dagleg afköst langferðaflugvéla í 6.000 km. að jafnaði. Fargjöld á slíkum flugferðum eru ekki eins gífurleg og margir álíta. Flugkíló- meterinn t. d. á leiðinn London- Sidney í Ástralíu, kostar aðeins 20 aura. Flugmenn og flugvélaverksmiðj- ur hafa gert sitt til þess að opna flugleiðir um allan heim. Það verð- ur því hlutverk stjórnmálamanna að gera alþjóðaviðskipti svo greið, að sem flestir geti notið ánægju langferðalaga í nýtízku farþegaflugvélum. Flugvélaverksmiðjur. Öll þessi framþró- un flugsamgangna hin síðari ár er óhugs- andi án þeirrar gífurlegu vinnu, sem flug- vélaverksmiðjur um allan heim hafa innt af hendi, bæði hvað snertir framleiðslu- tækni yfirleitt og nákvæmar rannsóknir og athuganir. Ætla ég hér að lokum, í stuttu máli, að lýsa nokkrum slíkum verksmiðj- um og flugvélagerðum þeirra í Þýzkalandi. Flugvélasmiðir annarra þjóða hafa einnig unnið ötullega að þessum verkefnum og lagt fram sinn stóra skerf alveg eins og flugfræðingarnir heima, sem mér af eðli- legum ástæðum eru kunnastir. Dr. Hugo Junkers mun ávallt vera nefndur meðal þeirra manna, sem mest hafa gert fyrir framþróun nútíma flug- tækni. Hann byrjaði á flugvélasmíðum löngu fyrir heimsstyrjöldina. Að ófriðnum loknum reyndu flestar þjóðir að nota stríðsflugvélarnar til far- þegaflutnings. Þetta gekk misjafnlega. Vélarnar voru að vísu hraðskreiðar. En brátt kom í ljós, að bensíneyðslan var gíf- urleg, reksturskostnaðurinn mikill vegna sífelldra breytinga á vélunum, sem samt urðu aldrei verulegar farþegaflugvélar. Frá Þýzkalandi kom sú fregn 13. sept. 1919, áður en fyllilega var gengið frá frið- arsamningunum, að Junkers-flugvélin „F. 13“, númer D. I, hefði sett heimsmet í hæðarflugi með 8 farþega í 6.750 mtr., hreyfillinn aðeins 185 hestöfl. B........ Junkers — hugsar Mr. John Larsen, æðsti maður í farþegaflugmálum Bandaríkjanna á þeim tíma, skreppur til Evrópu og ætlar að kaupa byggingareinkaleyfi af Junkers. Einkaleyfið seldi Junkers ekki, en 23 vélar keypti Mr. Larsen á hálfu ári. „F. 13“ not- aði helmingi minna bensín en hernaðar- flugvélar Bandaríkjanna og var þá fyrst um sinn eina flugvélagerðin, sem var not- uð í Ameríku til áætlunarflugs. Hér á landi þekkja margir „F. 13“. Hún hét hér „Veiðibjallan", „Álftin“ og „Súl- an“, og þó að rekstur áætlunarflugs á Is- landi hafi þá ekki gengið að óskum, þá var það ekki sjálfum flugvélunum að kenna. Sumar „F. 13“ eru enn við líði, 20 ára gamlar og fljúga daglega stutt póst- flug og snúninga. Allar flugvélar, sem Junkers-verksmiðj- urnar hafa smíðað síðan, eru í grund- vallaratriðum eins og „F. 13“, lágþekjur, algjörlega úr málmi með heilsteyptum vængjum án stoða. Auðvitað eru nýrri gerðirnar Ju 34, Ju 52, Ju 86 og Ju 90 miklu stærri en gamla „F. 13“, hafa fleiri hreyfla, aukin þægindi og bezta útbúnað að öllu leyti. Alls eru það nú um 20 flug- félög um allan heim, sem nota Junkers vélar. Bezta auglýsing fyrir Junkers vél- amar eru þó fólgnar í flugfrímerkjum ýmsra landa. Alls hafa hingað til 16 lönd, auk Þýzkalands, haft Junkers-flugvélar á frímerkjum sínum. Junkers-verksmiðjurnar hafa, auk flug- meta, sett met eitt, sem hefir mun meiri þýðingu fyrir farþegaflug en hraða- eða hæðarmet. Þær hafa byggt upp hráolíu- flugvélahreyfla, sem skara fram úr öllum bensínhreyflum, hvað snertir lágan rekst- urskostnað. Hreyfill þessi framleiðir 600 hestöfl og eyðir ekki nema 155 kg. af hrá- olíu á klukkutíma eða 36 kg. minna en jafnsterkur bensínhreyfill. Þar að auki kostar hráolía ekki nema 1/5 af bensín- verði. Domier. Önnur þýzk flugvélagerð, sem er og þekkt hér á íslandi, a. m. k. á Seyðis- firði og í Reykjavík, er framleidd af Dornier-verksmiðjunum við Boden-vatnið. Ég á hér við „Dornier-Wal“-flugvélina, ^em Locatelli (1924) og Wolfgang v. Gronau (1930 og 1931) notuðu í Atlants- hafsflugum sínum. Það var líka Dornier, sem smíðaði árið 1929 risaflugbátinn DoX fyrir 80 farþega. Dornier-verksmiðjurnar hafa í 25 ár aðallega srníðað sjóflugvélar, enda urðu Dornier-vélarnar frægastar fyrir allmörg flug yfir Atlantshaf og önnur höf, auk þeirra, sem að ofan greinir. Áætlunarflug „Luft-Hansa“ til Suður-Ameríku og reynsluflug til New York hafa að mjög miklu leyti verið framkvæmd með Dornier- flugbátum af ýmsum stærðum og gerðum. Focke-Wulf. Flugvélaverksmiðjurnar ,,FockeAVulf“, sem nú eru í Bremen, hafa einnig verið til um margra ára skeið, en nafn þeirra var ekki eins þekkt, eins og t. d. Junkers, þangað til í fyrra, en þá luku verksmiðjurnar smíðum á f jögurra hreyfla Framh. á bls. 17. Eftir 50 tima svifflug' settu Boedeker og Zander heims- met í tímaflugi á vél af ,,Kranick“-gerðinni.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.