Vikan - 14.09.1939, Blaðsíða 19
Nr. 37, 1939
VIKAN
19
SKÍR1UI1IL
Smásaga
eltir
Gll/ DE MAUPASSA1UT
Fyrir framan garðshliðið á litla bænda-
býlinu biðu nokkrir menn, klæddir í
sunnudagsföt sín. Maísólin stráði
fögrum geislum yfir blómstrandi eplatrén.
Laufkrónur þeirra voru sem þak yfir garð-
inum, þar sem skiptust á ljósrauðir og
hvítir litir blómanna. Laufblöðin féllu eins
og endalausar skúrir, mynduðu hringiðu
milli trjánna og féllu svo loks í hávaxið
grasið, þar sem fíflarnir glitruðu líkt og
smálogar, en á milli þeirra sat valmúinn,
rauður sem blóð.
Hjá mykjuhaugnum svaf gyltan, kvið-
mikil með þrútna spena, en í kringum hana
ösluðu grísirnir með upphringaðar rófurn-
ar, sem litu út eins og smáir kaðalspottar.
I gegnum skóginn, á bak við húsið, barst
ómur kirkjuklukkunnar, fjarlægur ómur
eins og hróp út í heiðbláan himininn. Svöl-
urnar þutu eins og ör af boga á milli hárra
beykitrjánna, og loftið var þrungið dauf-
um, sætum ilmi eplatrjánna, sem blandað-
ist saman við þef frá mykjuhaugnum.
Einn mannanna, er stóð við hliðið, sneri
sér heim að húsinu og hrópaði. „Mélína!
flýttu þér, það er byrjað að hringja.“
Hann var ungur bóndi, um þrítugt. Hár
og grannur. Stritið á ökrunum hafði ekki
enn náð að beygja bak hans eða setja á
hann hin venjulegu þreytumerki. Við hlið
hans stóð faðir hans, líkur gömlum, krækl-
óttum eykarbol. Annar úlnliður hans var
alsettur örum, og fætur hans voru bognir.
Hann sagði. „Kvenfólkið er nú ekki vant
að vera á undan öðrum að búa sig.“
Tveir yngri synir hans hlógu, og annar
þeirra sneri sér að elzta bróðurnum, sem
kallaði fyrst og sagði: „Farðu og sæktu
þær, Polyte, annars koma þær aldrei."
Polyte kinkaði kolli og fór inn.
Nú opnuðust dyrnar og út kom barn-
fóstran með tveggja mánaða gamalt barn,
vafið innan í hvítt klæði, á handleggnum.
Hún lét barnið hvíla að mestu á fram-
settum maganum og hallast upp að sér.
Hvítu hattböndin hennar féllu eins og
silfurtær lækur niður á sjalið hennar, sem
var sterkrautt eins og brennandi hús.
Á eftir henni kom móðirin, há, sterk-
byggð stúlka, tæpra átján ára. Fersk og
brosandi hvíldi hún á armi bónda síns. Á
eftir henni komu báðar ömmurnar, hrukk-
óttar eins og gömul epli, mæðulegar í út-
liti með bogin bök eftir langa og erfiða
vinnu. Önnur þeirra var ekkja. Hún gekk
að hlið afans, sem beið við hliðið, síðan
lögðu þau af stað á eftir barnfóstrunni og
yfirsetukonunni, sem gengu á undan. Þar
næst kom svo hitt heimilisfólkið, þeir yngri
báru körfur með sætindum.
Litla kirkjuklukkan ómaði stöðugt. Með
lágu, þýðu hljómunum sínum kallaði hún
á litla hópinn, sem hún beið eftir. Hópur
barna klifraði upp á flóðgarðana. Við hlið-
in sáust forvitnisleg andlit, og mjaltakon-
urnar hættu að mjólka. Allir störðu á litla
hópinn, sem fylgdi barninu til skírnar.
Barnfóstran gekk sigri hrósandi á undan
með rgifastrangann og stiklaði á milli for-
arpollanna á veginum. Gamla fólkið fylgdi
á eftir, hægum, reikulum skrefum, vegna
óstyrksins í fótunum, en unga fólkið lang-
aði mest til að dansa og leit brosandi á
stúlkurnar, sem höfðu komið til að sjá þau
fara fram hjá. Aðeins faðirinn og móðir-
in voru alvarleg á svipinn. Þetta var líka
þeirra barn, sonur þeirra, er taka átti við
af þeim og bera þeirra nafn, hið heiðvirða
nafn Dentu.
Nú komu þau út úr skóginum og á slétt-
una og fóru nú þvert yfir akurinn til þess
að forðast langan, bugðóttann veginn. Nú
sást lítil kirkja, með háum turni. Neðan
við hellulagt þakið var op, eins og þröng-
ur gluggi, en bak við hann var eitthvað,
sem sveiflaðist hratt fram og aftur, kom
ýmist eða fór. Það var kirkjuklukkan, sem
stöðugt hringdi, kallaði á nýfætt barnið,
sem nú kom í fyrsta skipti í guðshús.
Hundur hafði slegizt í förina, þau köstuðu
sætindum til hans, og þá tók hann að
hoppa og leika sér í kringum þau.
Kirkjudyrnar stóðu opnar. Fyrir altar-
inu stóð presturinn.. Hár og grannur, en þó
sterkur náungi með rautt hár. Hann var
líka af Dentu-ættinni, föðurbróðir barns-
ins. Hann skírði frænda sinn hinu virðu-
lega nafni, Prospér-César, en drenghnokk-
inn var ekki hrifnari en það af nafninu, að
hann fór að gráta strax og hann bragðaði
á skírnarsaltinu.
Þegar athöfnin var um garð gengin,
beið fjölskyldan á kirkjutröppunum á
meðan presturinn tók af sér rykkilínið.
Síðan var lagt af stað heim og var nú far-
ið hraðar, því að heima beið þeirra rjúk-
andi veizlumatur. Krakkahópur elti þau,
og nú voru sætindakörfurnar opnaðar, og
sætindunum fleygt til barnanna, sem hentu
sér yfir molana, börðust með höndum og
fótum og rifu í hárið hvert á öðru. Jafn-
vel hundurinn tók þátt í bardaganum og
lét sig engu skipta, þó að þau toguðu í
rófuna á honum og eyrun og drægu hann
á löppunum, nei, hann var svo langtum
þrályndari en börnin.
Nú var barnfóstran orðin þreytt. Hún
sneri sér að prestinum, sem gekk við hlið
hennar og sagði: „Væri nokkuð athuga-
vert við það, herra, þó að þér bæruð
frænda yðar dálítinn spöl, ég er búin að
fá krampa í magann af þreytu og gæti því
sannarlega þegið hvíld.“
Presturinn tók barnið á handlegg sér,
reifamar mynduðu breiða, hvíta rák á
svartri hempunni. Hann var í mestu vand-
ræðum með barnið. Hafði ekki hugmynd
um, hvernig hann ætti að bera það eða
setja það frá sér. Öll fjölskyldan hló að
vandræðum hans, og önnur amman hróp-
aði til hans. „Eruð þér aldrei hryggir yfir
því prestur, að þér munuð aldrei verða
faðir? Presturinn svaraði engu. Hann
stikaði bara áfram. Hann vissi varla, hvar
hann gekk, hann starði bara í blá augu
barnsins og í hjarta sínu fann hann sterka
löngun til að kyssa rjóðu, hnöttóttu kinn-
arnar. Að síðustu lét hann undan löngun
sinni, hann lyfti barninu upp að andliti
sínu og kyssti það.
Polyte kallaði. „Heyrðu prestur, ef þig
langar til að eignast lítinn drenghnokka,
ja, þá segðu bara til“.
Öll fjölskyldan hló og gerði að gamni
sínu á bændavísu og strax og sezt var að
borðum brauzt gleðin fram, grófgerð og
ofsafengin eins og stormur.
Tveir af bræðrum Polytes ætluðu að
gifta sig á næstunni, og voru unnustur
þeirra viðstaddar. Aðeins þeim hafði verið
boðið í veizluna. Gestirnir beindu orðum
sínum til elskendanna með nærgöngulum
athugasemdum um þá fjölgun, sem þeir
ættu í vændum í framtíðinni. Setningarnar
voru bæði grófar og stingandi, svo að
stúlkurnar eldroðnuðu og hlógu vand-
ræðalega, en hrossahlátur gestanna yfir-
gnæfði allt. Þeir börðu í borðið og létu öll-
um illum látum, og Polyte og faðir hans
voru sannarlega ekki eftirbátar hinna í
gáskanum. Móðirin brosti, og gömlu kon-
urnar tóku líka sinn þátt í gleðinni og
öðruhvoru gerðu þær athugasemdir, sem
gestirnir tóku með skellihlátrum.
Presturinn, sem var fyrir löngu orðinn
vanur þessum óbrotnu bændaveizlum, sat
hljóður við hlið barnfóstrunnar og kitlaði
frænda sinn undir hökunni. Hann starði
undrunaraugum á barnið, það var engu
líkara en að hann hefði aldrei séð barn áð-
ur, eða að minnsta kosti aldrei veitt út-
liti þess neina eftirtekt. Hann virti það
fyrir sér með nákvæmri athugun, sem
blandaðist draumkenndri alvöru. í hjarta
sínu fann hann til viðkvæmni, einkenni-
legrar, óþekktrar tilfinningar, sem var
svo sár og gerði hann þunglyndan. Það
var sem öll sú viðkvæmni, er hjarta hans
átti, og hann sjálfur hafði ekki vitað af,
risi nú upp með ofurmagni og beindist öll
að þessum litla líkama, sem var barn bróð-
ur hans. Hann heyrði ekki neitt, sá ekki
neitt, bara sat og starði á barnið. Hann
langaði svo ákaft til að taka það á hné
sér, bara einu sinni aftur. Hann fann enn
þá ylinn, sem streymdi um brjóst hans, og
þrýstingurinn af litla, veikbyggða líkam-
anum, þegar hann bar hann heim frá
kirkjunni.