Vikan


Vikan - 14.09.1939, Blaðsíða 17

Vikan - 14.09.1939, Blaðsíða 17
Nr. 37, 1939 VIKAN 17 asta það, síðasta kvöldið reyndi ég aftur og veiddi nokkrar í viðbót. Ég var búinn að „leggja á“ allar hinar, það er að segja, ég hafði brugðið tveim lykkjum utan um bolinn, annarri fyrir framan og hinni fyrir aftan vængina og látið svo einn enda lafa niður. Ég batt svo nokkrar saman og skipti þeim þannig í hópa. Loks hafði ég band um mittið — en ykkur leiðist kannske þessi upptalning ? — Nei, alls ekki, sagði Terbut í von um að ná sér niðri á Jorkens. — En ég varð að hafa einhverja stjórn á þessum andahópUm, annars gat ég átt á hættu, að allt lenti í flækju, hélt Jorkens áfram. — Þið vitið, hvernig endur láta, þegar þær verða hræddar. En með því að hreyfa ögn til hné, eða ökla gat ég nokkurn veginn haft stjórn á þeim. Eins og þið sjálfsagt getið ímyndað ykkur, var segl- garnið ekki nærri nóg, þó að ég færi spart með það. Eg reif rúmfötin og gluggatjöld í ræmur, og hlífði jafnvel ekki mínum eig- in fötum, fyrr en allt var klappað og klárt. # Eins og gefur að skilja, lá mér á að kom- ast af stað. Eg hafði ekkert borðað í þrjá daga. En þetta tók allt sinn tíma. Um þrjú leytið var ég tilbúinn, og svo beið ég eftir, að birta tæki af degi. Það var löng bið. Eg hefi veitt því eftirtekt á flakki mínu um þessa jarðkúlu, að biðin eftir dagsbirtunni er oft ærið löng. Ég veit ekki almennilega, hver er orsökin. — Snúningur jarðarinnar, sagði Terbut. — Sennilega, já, sagði Jorkins. — Nú, svo ég víki aftur að máli mínu, þá batt ég niður tvo stóra andahópa með því að bregða bandinu um klettasnös, og svo batt ég allstóran stein við mittið á mér. Ég var búinn að festa við mig alla hópana, nema þessa tvo, sem ég ætlaði að halda í með höndunum. Þær görguðu eins og skrattinn væri á hælunum á þeim. Skyndi- lega birti í lofti handan við klettana. Ég skar á bandið, sem batt steininn við mig, greip hin tvö böndin sitt í hvora hönd, losaði þau af klettasnösinni og svo svifum við af stað. Ég fann ekki til neins söknuðar yfir því að vera nú að yfirgefa dalinn, langt frá því. Síðasta nóttin, í hungri og kulda, hafði verið lengst. Veturinn var að ganga í garð, og ég var jakkalaus og stígvélalaus, og svo er það tvennt annað, sem alltaf or- sakar kulda, þú veizt það kannske ekki, Terbut, en það er hungur og skortur á svefni. Mér var hrollkalt, þegar ég lagði af stað, en það var þó ekkert hjá því þeg- ar ég kom upp í nístandi morgunloftið; og þó skeitti ég því engu, því að ég var á leið- inni til lífsins, burtu frá þeim hægfara hungurdauða, sem þessi lymskulegi bróð- ir Liríu hafði búið mér. Já, okkur miðaði vel áfram, í áttina til sjávar, sömu leið og endurnar höfðu alltaf flogið. En nú fór þeim að þyngjast flugið. Mig fór að gruna, að eitthvað mundi bogið við útreikninga mína. Það var allt útlit á, að þær gætu ekki komizt yfir kletta- beltin. Klettabeltið nálgaðist stöðugt. Endurn- ar ætluðu að hafa það, en mundi ég sleppa yfir? Það mátti ekki tæpara standa, ég straukst með fæturnar við brúnina. Ég spyrnti í jörðina og við það hækkaði flug- ið um sex fet, og nú vorum við sloppin og á leið. niður að sjónum. Morguninn var dásamlega fallegur, séð ofan af klettabrúninni, spegilsléttur sjór- inn í morgunsólinni. En ég kærði mig ekki um að fara út á sjó með öndunum. Undir eins og við nálguðumst ströndina, sleppti ég öðrum hópnum, sem ég hélt með hægri hendinni. Við það lækkuðum við flugið skyndilega, en þó ekki svo mikið, að ég næmi við jörðu. Ég sá á þessu, að ekki mundi ráðlegt að sleppa hinum hópnum á meðan hörð jörðin var undir. Ég varð því að bíða þangað til við kæmum út yfir sjóinn. Það var farið að draga talsvert af öndunum, og fallið varð því all-þungt, þegar ég sleppti hinu bandinu. Auðvitað dró sjórinn úr fallinu, en það var ekki djúpt, ég varð að koma niður á svo grunnu vatni, að ég gæti ráðið við end- urnar; ég varð að skera á böndin og losa þær, hverja fyrir sig. Jæja, ég hefi nú víst talað nógu lengi. Ég stóð á ströndinni og veifaði, og brátt kom fiskimaður á stóru eyjunni auga á mig. Þannig endaði það. En þið getið sjálf- sagt skilið, að eftir að hafa upplifað þess- ar þrjár vikur, muni þessi jarðskjálfta- kippur ekki vera neitt eftirlætis umræðu- efni fyrir mig. Jorkens þagnaði. Það er venja í klúbbnum okkar, einkum þegar Jorkens á í hlut, að ef einhver segir sögu, þá sé hon- um boðið wisky og sódi að sögulokum. Það er aðeins okkar máti að bera fram þakk- ir. En í þetta skipti brá svo við, að einn á fætur öðrum af þeim, sem viðstaddir voru, báð.u, svo lítið bar á, um wisky handa sér. Ef það voru eins konar vandræði eða ráð- leysi, sem vakti hjá mönnum þörf fyrir þessa hressingu, þá var ég einn þeirra. Það voru nokkur atriði í frásögn Jorkens, sem eins og á stóð, voru mér ekki ljós, og aft- ur önnur, sem stanguðust óþægilega við mínar eigin skoðanir. Þá gaf ég veitinga- þjóninum merki og fékk hjá honum wisky. Og brátt skýrðust hinar augljósu mótsagn- ir fyrir mér; og ég sá, að frásögn Jorkens var í alla staði sannleikanum samkvæm. FLUG Á ÍSLANDI--------- Framh. af bls. 8. vél, ,,Condor“, sem síðan hefir verið fram- leidd og seld í tugatali, ekki hvað sízt til annarra landa. ,,Condor“ getur flutt 26 farþega og 4 manna áhöfn með 350—450 km. hraða. Mun þessi gerð farþegaflugvéla ein full- komnasta, sem nú er til í heiminum. Með henni hefir verið framkvæmt frá 10.—13. ág. ’38 flug milli Berlín og New York, sem hingað til skarar fram úr öllum flug- um milli Evrópu og Norður-Ameríku. „Condor“ flaug beint frá flughöfninni í Berlín til New York, var 24 tíma á leiðinni á vesturleið og 19 tilbaka, með dvölinni í New York alls 3% sólarhring. — „Con- dor“ og allar þær vélar eru landflugvélar. Með flugum þeirra yfir hafið hefir verið sýnt, að nýtízku, gangvissar landflugvélar eru eins góðar og jafnvel betri til lang- ferða en sjóflugvélar. Litlar flugvélar. Flugvélagerðir þær, er getið hefir verið um, eru ætlaðar til farþega- og vöruflutninga í stórum stíl. Þar eð flugíþróttin út af fyrir sig og flug- kennslan útheimtir einnig litlar vélar, hafa flestar verksmiðjur jafnframt unnið að fullkomnun og smíðum smærri flugvéla, fyrir 1—4 farþega, sem þó eru mjög gang- vissar og útbúnar öllum nútíma þægindum. Einstaka verksmiðjur smíða nær eingöngu smáflugvélar, sem nú orðið eru ekki mikið dýrari en stór fólksbifreið, en venjulega ódýrari í rekstri, að ógleymdum meiri hraða og auknum ferðaþægindum. Klemm-verksmiðjan, sem m. a. hefir smíðað T. F.-Sux, leggur mesta stund á smíði og fullkomnun smáflugvéla, sem not- aðar eru sem kennslu- og ferðaflugvélar. Með nýrri Klemm-vél af sömu stærð og TF-Sux, var nýlega sett heimsmet fyrir þessa flugvélastærð: 8.350 mtr. hæð. Eins og flestum er kunnugt, hefir Klemm-vélin TF-Sux reynzt ágætlega hér á íslandi og leyst af hendi öll þau marg- brotnu hlutverk, sem á hana hafa verið lögð, jafnt á sumri sem vetri, bæði fyrir póst-, landkönnunar- og farþegaflug. Eftir öllu því, sem mér hefir verið sagt um Klemm TF-Sux, myndi borga sig á sínum tíma að gefa út æfisögu þessarar vélar, sem klýfur hið íslenzka skýjahaf. Það get- ur vel verið, að æfisaga hennar verði ólíkt skemmtilegri en systur hennar í suðrænni löndum. Þar sem flugíþróttin er að verða æ al- mennari, hafa einnig allmargar verksmiðj- ur, bæði í Þýzkalandi og öðrum löndum, hafið smíði á mjög afkastamiklum, spar- neytnum smáflugvélum, eins og t. d. Siebel-verksmiðjurnar í Brandenburg. Vél- ar af slíkum gerðum fyrir póst og 2—4 farþega munu vera heppilegar fyrir fram- tíðarflugtilraunir hér á íslandi. Þær eyða litlu eldsneyti, geta hafið sig til flugs og lent á litlum velli, en ná samt 200—250 km. hraða á klukkustund. Þegar tímar líða fram, munu — einnig hér — skapast möguleikar til að kaupa þessar vélar. Skortur á flugmönnum verður þá ekki, þegar þeir, sem nú eru svifflugmenn, hafa lært að stýra mótorflugu. Verkefni flug- vélarinnar eru hér, sem annars staðar, ótakmörkuð. 1 framtíðinni munu íslenzkir flugmenn, af eigin rammleik og með stuðn- ingi almennings og yfirvalda, geta komíð á fót áætlunarflugum um allt Island og til nærliggjandi landa. Það er ósk mín, eins og allra þeirra, sem vinna hér að eflingu flugmála, að þessar vonir rætist sem allra fyrst.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.