Vikan


Vikan - 14.09.1939, Blaðsíða 18

Vikan - 14.09.1939, Blaðsíða 18
18 VIKAN Nr. 37, 1939 Ritin hans. egar ung stúlka segir vinkonu sinni frá ástaræfintýrum sínum, hlustar vinkonan á hana með mikilli eftirtekt. Hún glennir undrandi upp augun, opnar munn- inn eins og hún vilji gleypa hvert orð, segir „Ó!“ þegar það á við og lætur í ljósi að- dáun sína og óþolinmæði eftir sögulokum. Gilberte Falmoulin var að segja vinkonu sinni, Emmu Vitouver, frá Adrien Palan- Qon, sem hún var ákaflega ástfangin af. Vinkonan hlustaði með miklum áhuga á söguna. — Ertu í raun og veru skotin í Palan- Qon? — Já, mér lízt prýðilega á hann. — Hvað er hann gamall? — Fjörutíu og fimm ára. Hann er tíu árum eldri en ég-------, en þannig á það að vera. Finnst þér það ekki? — Jú, það er ágætt. Hvað gerir hann? — Hann er rithöfundur — — það er að segja hann skrifar ekki reifara, heldur sannar sögur úr mannlífinu-----ógurlega skemmtilegar og fræðandi. — Það er ómögulegt! Ó! hrópaði Emma í hrifningu sinni. — Já, hann er gáfaður maður. En veiztu, hvað ég kann bezt við hjá honum? Hvernig hann talar. Emma, þú veizt, að ég tala aldrei illa um manninn minn heit- inn. Hann var ágætur maður og hafði marga ágæta kosti, en hann var svo------ hvernig á ég að segja það------svo jarð- bundinn. Hann var góðum gáfum gæddur, en þær náðu ekki út fyrir verzlun hans. Ef hann aðeins gat grætt peninga, var hann ánægður. Og gerði hann sérstaklega góð kaup, talaði hann ekki um annað í heila viku. Þegar hann kom heim, las hann verzlunarblöðin og kvöldblöðin, og á morgnana morgunblöðin, en þar að auki -----ekkert, góða mín, alls ekkert. Hann átti engin æðri áhugamál, hvorki hvað snertir listir né bókmenntir. Ef maður hefði minnzt á sálarfræði eða heimspeki við hann, hefði hann yppt öxlum. Ég skal segja þér, að hann var reglulega leiðinleg- ur á heimili. — Já, ég skil — —, en heyrðu, er Palangon ríkur? — Hvað segirðu? Ríkur? Nei, það held ég ekki, en annars skiptir það engu máh, því að ég á nóga peninga handa okkur báðum. Nei, Palangon er allt öðruvísi. Við skiptumst á skoðunum og hugsunum, og hann hefir opnað augu mín fyrir mörgu, sem ég hefi ekki haft hugmynd um áður. 1 stuttu máli sagt, hann hefir víkkað sjón- deildarhring minn. Ó, Emma, ég skamm- ast mín svo oft fyrir það, hvað ég hefi vit- að lítið í samanburði við hann. Þegar hann talar um háfleyg efni, þegi ég og hlusta á hann. — Ég skil ekki almennilega, hvað það er, sem hann skrifar. Eru það skáldsögur ? — Allt! Skáldsögur. Sögulegar bækur. Heimspeki. Og fleira og fleira. — Ég kannast ekki við neina af bókum hans, sagði Emma. — Ég verð að játa það, að ég kannast heldur ekki við neina. Reyndar segir hann, að þær séu misskildar. Hann hefir líka sagt mér, hvað erfitt það sé að skrifa. I hvert skipti sem menn koma með nýjar skoðanir, eru margir á móti þeim, svo að maður tali nú ekki um öfund starfsbræðr- anna — það er verst af öllu. — Ég hefi heyrt, að öfund listamanns- ins sé verri en afbrýðisemi kununnar. — Miklu verri. Eina ráðið til þess að draga athygli fólks að bókum, er að aug- lýsa þær nógu mikið. — Ó, já, auðvitað. — Palangon segir, að það sé verzt, hvað það sé dýrt, fyrir utan það að gefa þær út. — Verða rithöfundarnir sjálfir að borga útgáfu bókanna? Ég hélt, að útgefendurn- ir borguðu hana. — Nei, útgefendur hafa engan áhuga á góðum bókum, segir Palangon. Svo að við snúum okkur að öðru, skal ég trúa þér fyrir leyndarmáli, ef þú lofar að þegja yfir því. Ég býst við, að ég verði bráðum madama Palangon. — Ég bjóst nú við því. — Ég held, að hann sé ákaflega hrifinn af mér. Hann segir svo margt fallegt við mig, um fegurð mína og---------skynsemi. Hann segir, að sér þyki svo gaman að tala við mig, vegna þess að ég skilji sig svo vel. — Það hlýtur að vera dásamlegt! — Já, yndislegt! Þegar við erum gift, ætla ég að hjálpa honum. Ég held, að það hljóti að vera svo gaman. Og ég er ekkert hrædd við að borga auglýsingarnar fyrir hann. Það hlýtur að borga sig. — Hvað hefir hann skrifað mikið? — Tíu bækur, held ég. Ég veit það ekki nákvæmlega. — Mér finnst svo skrítið, að ég skuli aldrei hafa heyrt hann nefndan. — Þú heyrir það nú bráðum. Þú kemst alls ekki hjá því, vegna þess að hann verð- ur heimsfrægur. — Hvað heita bækurnar hans? — Ég man það ekki. Hann hefir sagt mér það. Hann lofaði að gefa mér þær. Hann ætlar að dedi---------dedicere mér þær. — Dedicere? Hvað er það? — Nú, það er sagt í stað þess að segja senda. — Viltu lána mér þær þegar þú hefir lesið þær? — Sjálfsagt, ef þú vilt lofa mér því að segja mér, hvernig þér finnast þær-------. Daginn eftir fór Emma frá París og var hjá foreldrum sínum þar til í lok nóvem- bermánaðar. Strax og hún kom til Parísar heimsótti hún Gilberte, sem ljómaði af hamingju. — Ó, Emma, það var gott, að þú skyld- ir koma. Nú verður þú í brúðkaupinu mínu. Það verður haldið að viku liðinni. — Jæja, svo að þú verður þá madame Palangon. Gilberte bandaði frá sér. — Nei, aldrei, aldrei! Það er allt búið. — Hvað hefir komið fyrir? — Það hefir svo sem ekkert komið fyrir. Ég var aðeins hrædd við að giftast honum og bókum hans. Daginn eftir að ég talaði við þig sendi hann mér þrjár þykk- ar bækur. Tveim dögum síðar sendi hann mér aftur þrjár bækur. Ég skildi ekki einu sinni titil þeirra. Síðan hringdi hann og spurði, hvemig mér hefði geðjast að þeim. Ég þorði ekki að segja honum, að ég hefði ekki opnað þær. Ég gat ekki lesið þær. Þrem dögum síðar sendi hann mér þrjár bækur í viðbót og bréf, en í því sagðist hann vilja vita, hvenær hann mætti koma og ræða við mig um efni bókanna. — Hann hefir haft nóg að gera? — Já. Daginn eftir sendi hann síðustu sendinguna. Þær urðu 14 í allt. Rit hans liggja heima í skápnum mínum. Ég hefi gripið ofan í þau, en mér finnst þau dauð- leiðinleg. Ég endist aldrei til þess að lesa þau. Ég sé mig í anda vera að ræða um þau við hann. Nei, ég skrifaði honum og sagði, að ég skyldi tala við hann, ef ég kæmist einhverntíma í gegnum þessar skruddur hans. Hann móðgaðist, og ég not- aði tækifærið til þess að slíta trúlofuninni. Eftir viku ætlum við Gratil að gifta okkur.. Hann er forstjóri tryggingarfélagsins, þú veizt. Hann er líkur fyrsta manninum mín- um. Hugsar ekki um annað en starf sitt, dagblöð og venjulegar bækur. Svo að ég þarf ekki að leggja neitt á mig til þess að tala við hann. Hann er með öðnim orð- um, venjulegur maður. — Ó, Emma, ég er svo hamingjusöm! Ragna og dansherrann hennar eru orð- in þreytt á því að dansa og fara út í garð. Allt í einu vindur hann sér að henni og kyssir hana. — Hvað gerið þér? Viljið þér fara strax. Ég vil ekki sjá yður framar. — Áður en ég fer fyrir fullt og allt, langar mig til að biðja yður smábónar, svarar ungi maðurinn rólega. — Hver er hún? — Viljið þér ekki gjöra svo vel að færa handlegginn, sem liggur utan um hálsinn á mér. Maðurinn: Það er fluga á sundi í súp- unni. Þjónninn: — Getur ekki verið — —, flugur kunna ekki að synda.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.