Vikan


Vikan - 14.09.1939, Blaðsíða 20

Vikan - 14.09.1939, Blaðsíða 20
20 VIKAN Nr. 37, 1939 1 sál hans hreyfðust einhverjir dular- fullir strengir, óljós grunur um hinn ósegjanlega leyndardóm lífsins. Slíkar hugsanir höfðu aldrei áður snert sál hans. Einhver mjúksár tilfinning vaggaði sál hans inn í þann heim, þar sem maður og kona leggja grundvöllinn að nýju lífi, á meðan hjörtu þeirra eru full af hinni ný- vöknuðu ást, sem alltaf lifir í mannseðlinu og viðheldur ættunum. Þessi mikli, heilagi leyndardómur sköpunarinnar, fæðing nýs lífs, sem líkamnaðist, veikbyggði barns- líkaminn. Það var hinn fagri, ódauðlegi leyndardómur tilverunnar. Barnfóstran sat og borðaði, augu henn- ar ljómuðu og andlitið var eldrautt. Vegna bamsins gat hún ekki setið eins þægilega við borðið eins og hún vildi og var þess vegna hálf óánægð. Þetta sá presturinn, hann sneri sér því að barnfóstrunni og sagði: „ Fáðu mér hann, ég er ekki svang- ur,“ og tók barnið á hné sér. Þá var eins og allt umhverfið fölnaði, unz það hvarf alveg. Augu hans störðu á búlduleitt, ljósrautt andlitið. Smám saman lagði ylinn frá litla líkamanum í gegnum reyfarnar og hempuna, snerti húð hans eins og mjúk hönd, sem léti vel að honum. Allt varð svo bjart og hlýtt, svo einfalt og yndislegt. Hann fann einkennilega vellíðan fara um líkama sinn, sælutilfinning, sem fyllti augu hans tárum. Hávaði gestanna var nú orðinn hræði- legur. Barnið varð hrædd og byrjaði að gráta. Einhver hrópaði: „Halló! prestur! Gefðu barninu þínu að borða!“ Skellihlátur kvað við um alla stofuna. En móðirin hafði risið á fætur, hún tók bamið sitt og bar það inn í næsta her- bergi. Nokkrum mínútum síðar kom hún aftur og sagði, að það væri steinsofnað. Veizlan hélt áfram. Klukkutíma eftir klukkutíma streymdu menn og konur út í garðinn og síðan inn aftur. Kjötið, græn- metið, eplamjöðurinn og vínið rann við- stöðulaust niður kverkar þeirra, þandi út magann og jók f jörið. Það var komin nótt, þegar kaffið kom inn. Löngu áður hafði presturinn horfið án þess að nokkur tæki eftir því. Loks reis móðirin á fætur til að gá að, hvort barnið svæfi. Nú var orðið dimmt. Hún læddist á tánum inn í herbergið og rétti út hendurnar til að varna því, að hún rækist á húsgögn. Skyndilega nam hún staðar og hlustaði. Hún heyrði einhvern hreyfa sig, eða að minnsta kosti eitthvert óþekkt hljóð. Hún hljóp út aftur, dauð- hrædd, handviss um, að hún hefði heyrt einhvern hreyfa sig. Náföl og skjálfandi kom hún aftur inn í stofuna og sagði frá þessu. Mennirnir ruddust á fætur með miklum hávaða. Drukknir og reiðir rudd- ust þeir inn í herbergið. Polyte var með lampa í hendinni. Við hliðina á vöggunni lá presturinn á hnjánum og grét. Enni hans hvíldi á koddanum við höfuð barnsins. ^IIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIUIIIIIIIIIIIIIIIIlllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllll | Kveldstjarnan. | Kveldstjarna blikandi brosi birtist í draumsýnum mér, er sál mín um ómælis æginn I með óskir og vonbrigði fer. í indælum æskunnar draumum ég eignast þín víðfeðmu lönd. \ Sorgir og söknuður hverfa við sælunnar ljóðfögru strönd. 1 veruleik vakandi stunda I þú vekur í huga mér brag, \ er strýk ég mitt andsvala enni \ og erfiða vorlangan dag. \ Er aftansól blikandi brosir | við bárunnar sólgylltu rönd, i þá sál mín á loftbylgjum líður að ljóðanna draumfögru strönd. Á aftanblik hljóður ég horfi er hinsta skin kveldroðans dvín. i Þá lít ég á bláhiminsbylgjum bros, sem í augum þér skín. = Og kveldstjarnan lýsir mér leiðir e í loftgeimsins húmdökka skaut, i þótt ísköld og úrsvöl sé nóttin anda míns framtíðarbraut. Kveldstjarna, lýstu mél leiðir um loftgeimsins húmdökku braut, i er sál mín úr læðingi leysist og lyftist í ómælisskaut. í i Jónatan Jónsson. i ^illllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllli ■ TVEIR SYNDASELIR. Frh. af bls. 11. sækja konu sína, var hann í veizlu með Cynthiu, en þar var drukkið fast. Allir töluðu, en þar sem enginn hlustaði á, leiddist engum. George var í ágætu skapi. Hann dansaði að kalla eingöngu við Cynthiu og sló henni óspart gullhamra eins og mönnum hættir við á svona kvöld- um. — Þú ert fallegasta kona, sem ég hefi séð, sagði hann og þrýsti hönd hennar. — Og þú ert — nei, ég segi það ekki, sagði hún brosandi. Hann hafði aldrei tekið eftir því fyrri, hvað hún hafði fallegan munn. Þegar þau sátu í bílnum á heimleiðinni, varð honum aftur starsýnt á rauða, bogadregna munninn. — Veiztu, að þú hefir fallegasta bros, sem ég hefi séð? sagði hann. — Finnst þér það? Þá skaltu horfa á það í kvöld. Á morgun brosi ég ekki, svar- aði hún. — Hvers vegna ekki? Hún svaraði ekki. — Segðu mér það? — Vegna þess, að þú ferð. — Ö! — Ég sé þig líklega aldrei aftur. — Mig? Auðvitað sérðu mig aftur. Heldurðu, að ég sé svo vanþakklátur — ? Hún yppti öxlum. —- Cynthia, snúðu þér ekki svona und- an. Mér finnst þú vera yndisleg. — Vegna þess, að ég hefi hjálpað þér til þess að láta tímann líða, sagði hún gremjulega. — Nei-------. Cynthia, í allt kvöld hefir mig langað til þess að kyssa þig. Hún sneri sér skyndilega að honum og andvarpaði. Hann sá augu hennar í myrkrinu. Þau féllust í faðma og kysstust. Á milli þeirra orða, sem maður segir að kvöldi og þess, sem maður hugsar að morgni getur legið heill heimur. Þetta fannst George, þegar hann vaknaði morg- uninn eftir. Það, sem honum hafði fund- izt smámunir fyrir átta tímum fannst hon- um nú eitthvað hryllilegt, sem enginn gerði nema þorpari. Sama morgun keypti George Merivale lítinn, rauðan, hjartalagaðan gimstein, sem hékk í gullkeðju handa konu sinni. Betty tók á móti honum í Cowes og á heimleiðinni sagði hann henni, hvað hann elskaði hana, hvað hann hefði saknað hennar, og hann gæti aldrei skilið við hana framar, ekki einn einasta dag. Þegar hann leit í stóru, sakleysislegu augun hennar, var hann fullur af iðrun. Hann tók festina og hengdi hana um hálsinn á henni. — Þetta er blóðdropi úr hjarta mínu, sem þú átt að bera, ástin mín, sagði hann. Hún andvarpaði. — Ó, þú ert svo góður og tryggur, George, hvíslaði hún. Og George þrýsti henni að sér, svo að hún gæti ekki lesið sannleikann úr augum hans. Um kvöldið fóru þau á dansleik. George vildi helzt ekki sleppa Betty, en það var auðvitað ekki hægt, þar sem Betty átti fjölda kunningja þarna, sem dáðust að henni. Bæði Peter Bembridge, Harry Dol- man og Tony Waters, svo að nokkrir séu nefndir. Betty veifaði glaðlega til Georgs um leið og hún gekk fram hjá honum með Tony. — Ég ætla snöggvast út í garð með Tony, sagði hún hlæjandi. George brosti. Hann sá, að ungi maður- inn var ástfanginn af Betty. Hvað skyldi hann hugsa, ef hann vissi, að þessi ham- ingjusami maður, sem var kvæntur Betty, hefði kysst aðra konu fyrir sólarhring? Undir stóru tré í garðinum stóðu Tony og Betty og horfðu hvort á annað. Ungi maðurinn var á svipinn eins og hann hefði fengið löðrung. — 1 gærkvöldi var allt öðru vísi, Tony. Þá langaði þig til þess að kyssa mig, og mig — mig langaði líka til þess, sagði Betty.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.