Vikan


Vikan - 25.01.1940, Side 7

Vikan - 25.01.1940, Side 7
VIKAN, nr. 4, 1940 7 það og nú er komið þannig, að ég sel brennivín eftir lokunartíma fyrir hana frú Hoppdal, sem á þessa kaffikompu hér. — Selurðu þá ekki fyrir eigin reikning? spurði ég dálítið hissa. — Jú — það er að segja — áhættan er auðvitað mín. En ágóðinn er frúarinnar. Það geturðu ekki skilið, ha ? Nei!! — Hann hallaði sér fram og dró annað augað í pung: — 1 því liggur nefnilega allur galdurinn! hvíslaði hann ísmeygilega eins og hann væri hróðugur yfir því að geta gengið fram af mér. — E-ertu þá svona ástfanginn af henni ? spurði ég dálítið bjálfalega, því að þótt svo hefði verið, þá var það öldungis ófullnægj- andi skýring á slíkri fórn æru og hagn- aðar. Samson anzaði ekki strax. Hann virti mig fyrir sér með augnaráði fullu með- aumkunar og umburðarlyndis, eins og ég væri fæddur fábjáni og yrði því ekki dreg- inn til ábyrgðar á orðum eða gjörðum. — Það var hún, sem færði okkur kaffið, stundi hann að síðustu svo vonleysislega, að ekki var um villzt, að honum þótti naumast taka því að lýsa upp í því myrkri fáfræði og aulaskapar, sem spurningin bar vott um. Svo hallaði hann sér aftur á bak og horfði hugsi út í rökkvann. Það var kom- in þensla í augnaráðið, og það leyndi sér ekki, að hið heita kaffipúns var byrjað að verka. Eg gætti mín nú vandlega fyrir að segja frekari glópsku, heldur beið þol- inmóður, því að nú fann ég, að Samson mundi bráðum leysa frá skjóðunni af sjálfu sér. — Meira kaffi! — Við fengum í bollana aftur og Samson hellti í á ný. Svo hallaði hann sér fram á borðið: — Það byrjaði fyrir alvöru, þegar ég keypti sjálfur kútterinn, sem ég hafði farið með í þrjú ár, þegar við kynntumst fyrst. Það var fyrirtaks skip, ég hafði alltaf ver- ið heppinn með hann og reiðarinn var orð- inn stórríkur. Svo hætti hann og sem sagt, ég keypti dallinn, því að ég hafði líka þén- að góða peninga á þessum árum, og það var meiningin að gera hann út á síld næsta sumar, — þú manst þetta sumar, þegar aflinn varð ekki einu sinni svo mikill, að skipshafnirnar hefðu sjálfar í soðið og verkafólkið var sent heim á ríkisins kostn- að, þar sem það hafði ekki einu sinni unn- ið sér inn fyrir fargjaldinu. I stuttu máli — ég gat ekki staðið í skilum við bank- ann og fór á hausinn eftir hálfs árs hörm- ungar sem sjálfseignarskipstjóri. — Skál! Samson drakk út eins og venjulega og reyndi að fylgjast með eftir mætti. — Sjáðu til — svo hafði ég sko ekki neitt, og næsta sumar varð ég pakkhús- stjóri, umsjónarmaður, bryggjuformaður, sem sagt allan fjandan hjá Björnúlfi Bergssyni. Hann græddi hálfa miljón á því sumri, og hann kunni líka að selja á því rétta augnabliki. Það var fínt nef á þeim manni. — Nú, ég komst líka yfir dálitla aura, og næsta ár tók ég bryggju á leigu og varð sjálfur grósseri og spekúlant, og það var indælis ár. Það mátti heita, að síldin skriði í land af sjálfu sér, og verðið var gífurlegt. Ég sendi þúsund tunnur til Hamborgar, en síldin hélt áfram að stíga, svo að mér datt ekki í hug að selja strax. Ég fékk skeyti á hverjum degi, 50, 60, 70, 75, 80. Tilboðin voru komin upp í 95 kr. á tunnu! Hvað segirðu! Ja, mikið þó and- sk . .. En sjáðu til, þetta var nú mín eigin síld, og ég vildi fá 100 krónur fyrir tunn- una. Ja, víst var ég vitlaus! — Jæja, svo komu Norðmennirnir og þeittu tveim milj. tunnum á markaðinn og þá gat nú skeð, að djöfullinn væri laus! Síldin féll eins og loftvog í fárviðri! 1 hvert sinn, sem ég var búinn að ákveða að selja fyrir síðasta prís, þá var hún fallin ennþá meir, þegar skeytið náði fram, og að síðustu vildu þeir ekki gefa skít fyrir þúsund tunnur af síld. Svo fékk ég skrivelsi frá heilbrigðislög- reglunni í Hamborg, kalh minn, þess efnis, að ef ég ekki flytti þessa daunillu síld af hafnarbakkanum, þá mundu þeir hella henni í sjóinn á minn kostnað. Og það gerðu þeir reyndar, og svo hirtu þeir tómu tunnurnar svo sem upp í hreinsunarkostn- aðinn. — Svo fór um sjóferð þá. Samson kveikti sér nú í pípu, studdi oln- bogunum fram á borðið og svældi hugsi nokkra stund. Hann hélt báðum höndum um pípustertinn, sem kraumaði í eins og grautarpotti, og starði hálfluktum augum í glóðina, sem við og við varpaði daufri glætu á eldrautt og þrútið andlitið. Svo hallaði hann sér upp í hornið: — Jæja, upp úr þessu laumaðist ég svo til Ameríku. Þar gerði ég allt milli himins og jarðar eins og siður er í Ameríku. Ég var skógarhöggsmaður í Manitoba, brunn- grafari í Alberta, mjólkurekill, malara- sveinn og landshornamaður á járnbraut- um. Loks gerðist ég fiskari hjá Thomson. Það var á Winnipegvatni, og það var hart jobb — en vel borgað. Við máttum höggva okkur í gegnum ísinn á hverjum degi, og netin gaddfrusu í höndunum á okkur um leið og við drógum þau upp. En hvað um það — þegar kom fram á vorið, þá vildi ég sjálfur vera Thomson — keypti veiðar- færi og annan útbúnað fyrir allt, sem ég hafði nælt saman, og viku síðar braut ís- inn upp í ofsaroki um miðja nótt, og netin mín sá ég aldrei framar. Gerðu svo vel. — Nei, hvaða fjandi! varð mér að orði. Samson dró djúpt andann: — Haltu þér saman, það er ekki búið enn! Nú, það síðasta var hundaakstur norður í Alaska. Þegar ég hafði ekið í hálft ár fyrir gamla Mac, þá gaf hann mér þann vitnisburð, að ég væri sá langbezti dog- driver þeim megin við Yukon. Hafðu það! En heldurðu kannske, að ég hafi verið far- inn að vitkast! Nei, nei! Auðvitað rauk ég til og keypti sjálfur hundateam, og það voru góðir hundar, seigir og sterkir eins og svipuól, en voðaleg helvítis villidýr, — herra trúr! Og veiztu nú hvað, ég hafði ekki átt þá nema í nokkra daga, þegar þeir lentu í áflogum og bókstaflega átu hvorn annan áður en ég næði að skilja þá. Svo sannarlega sem ég sit héma. Og Samson sló í borðið, svo að bollamir tókust á loft. Heilmikið af brennivíni hellt- ist á gólfið, en ég þorði alls ekki að segja neitt, því að vinurinn hafði nú ekki lengur fyrir því að biðja um meira kaffi, heldur stútaði hann sig nú beint af flöskunni, hörkulegur á svip, rétt eins og hann sæti á hundasleða í grimmdarfrosti norður í Alaska. Mikið hjarn — mikið brennivín! Fyrsta setningin kom eins og gusa: — En þá hafði ég nú fengið nóg af Ameríku og hugsaði nú um ekkert nema að komast heim aftur og það tókst á end- anum einhvem veginn. En nú var eins og lánið hefði yfirgefið mig! Ég gat ekki kom- izt að við neina vinnu og tók þá upp á því að selja brennivín á gatnamótum eftir lok- unartíma ríkisins, en það gekk nú ekki lengi og ég fékk að sitja í hálft ár. Og í tugthúsinu fékk ég tíma til að hugsa mig um, þá varð mér allt í einu og loksins ljóst, hvað örlaganomirnar hafa ætlað sér með mig! Samson réttist upp í sætinu og horfði hvasst á mig eins og hann væri að athuga, hvort ég væri nú eiginlega verðugur þess að vera fenginn lykilhnn að ráðgátu hans eigin lífs. Hann fann mig verðugan. Hann hallaði sér fram á borðið og talaði lækk- uðum rómi: — Nomirnar hafa gefið mér þann eigin- leika í vöggugjöf, að svo lengi sem ég þræli fyrir aðra, þá skuli lánið hanga á mér eins og þorskur á öngli, en strax og ég taki til að skara eldi að minni eigin köku, þá skuli allt snúast á versta veg. — Já, sagði ég bara, því að mér fannst ég nú vera orðinn allt of þungur í höfði til þess að geta tekið upp rökræður við Samson sæfara um sannleik og rök hans eigin lífs. Þessi afstaða mín virtist falla honum vel í geð. Hann hélt áfram: — En ég sneri á svínin, sérðu. Fyrst ég ekki fæ að gera neitt fyrir sjálfan mig, þá á ég hreint ekkert við það. Svo fór ég þarna megin í það eins og þú sérð, því að þegar maður vinnur ekki, þá verður mað- ur að drekka! Ég sel brennivín á síðkvöld- um fyrir frú Hoppdal, og mín laun eru ein flaska á dag, ásamt fæði og húsnæði. Sam- kvæmt ávísun örlaganna, er enginn, sem gerir mér neitt, því að nú vinn ég í þjón- ustu annarra, jafnvel þótt enginn viti það. Hoppdal fær sínar tuttugu til þrjátíu krón- ur á dag og helmingi meir á laugardögum og sunnudögum. Ég fæ mitt brennivín, og annað kæri ég mig ekki um. Hoppdal er reyndar það argvítugasta galdrafóarn, sem skreiðist á tveim fótum. Heldurðu kann- ske, að hún tími að gefa mér ærlega flösku af brennivíni! Nei, nei! Hún stelur einum bolla af hverri flösku, sem ég á að selja og hellir upp á sérstaka flösku fyrir mig. Hinar fyllir hún svo upp með vatni. Skó tímir hún heldur ekki að gefa mér, en hún Framh. á bls. 19.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.