Vikan - 25.01.1940, Síða 17
VTKAN, nr. 4, 1940
17
IÓJjÚjUMXÚl 'ffxÆ^dmS 'H&újfyCLSOM.GJl
I þessu tölublaði hleypum við af stokk-
unum bridge-dálki, til aimennrar fræðslu
og leiðbeininga í bridge. Til að annast
þennan dálk hefir blaðið ráðið hr. Jón
Guðmundsson, bridge- og skákmeistara,
og væntum við, að dálkurinn megi verða
mörgum til gagns og gleði.
Jón Guðmundsson.
Eftir beiðni VIKUNNAR ræðst ég í að
rita kontrakt-bridge-dálk þennan og mun
ég kappkosta, að gera hann þannig úr •
garði, að menn geti sem mest af honum
lært og aukið þar með bridge-þekkingu
sína, sér og öðrum til ánægju.
Bridge er eitt þeirra spila, sem hefir far-
ið sigurför um allan heim og ég held mér
sé óhætt að fuliyrða, að ekkert spil sé eins
mikið iðkað í heiminum og eins vanda-
samt og skemmtilegt og bridge. Hér á landi
eykst bridge-áhugi manna með ári hverju
og sérstaklega hefir hann aukizt eftir að
kontrakt-bridge kom til sögunnar og farið
var að hafa hér bridge-keppni.
Ég tel Islendinga yfirleitt vel til þess
fallna að spila bridge (engu síður en að
tefla skák) og að við gætum komizt langt
í þeirri list, ef við legðum meiri rækt við
bridge-fræðina (teóríuna) en við gerum, en
þar er okkur — að mínu áiiti — mjög
ábótavant hvað allan f jölda bridge-spilara
snertir. Ég vil segja þér það, lesandi góð-
ur, að það er alveg nauðsynlegt að kunna
bridge-fræðina, ef þú vilt ná nokkrum
árangri í spilinu eða að heita samkvæmis-
hæfur sem bridge-spilari. Maður getur ver-
ið góður skákmaður, þó að hann hafi ekki
lært skákfræði, en slíkt er óhugsanlegt
hvað bridge snertir.
Menn hafa kvartað yfir því, hvað htið
sé til yfir bridge á íslenzku, og er það rétt.
Þessi bridge-dálkur er tilraun til að ráða
bót á þessu, og vona ég, að það megi tak-
ast, þó að það verði ekki að öllu leyti.
Ég ætla að fylgja kerfi Culbertsons í
kontrakt-bridge að mestu leyti og skýra
það eftir beztu föngum.
Bridge-málið.
Við notum í daglegu tali mikið af hin-
um erlendu orðum, sem koma fyrir í
bridge, af því að góð orð á íslenzku eru
ekki til. Á þessu þurfum við að ráða bót
hið fyrsta og leggja niður útlendu orðin
og taka upp íslenzk í staðinn.
L QclMÍcl fííLÓ. 18. f>. m.
Þessir tónleikar voru merkisviðburður
í tónlistarlífi Reykjavíkur og mættu
vera mikið gleðiefni öllum unnendum tón-
listarinnar á þessu landi. Ungur maður, að-
eins 25 ára gamall, kveður sér hljóðs og
talar með rödd þess manns, sem veit, hvað
hann vill, og virðist hvorki bresta dirfsku
né dug til að bera fram það, sem honum
býr í brjósti.
Veigamestu verkin á þessum tónleikum
voru sónata fyrir píanó nr. 2 í c-moll, kan-
oniskar variationir yfir gamalt passíu-
sálmalag fyrir strokkvartett og varia-
tioner yfir eigið tema fyrir píanó. Ekk-
ert þessara verka mun hafa heyrzt hér fyrr
opinberlega, að undantekinni sónötunni, en
hana lék höfundurinn í útvarpið í desem-
bermánuði síðastliðnum. — Þessi sónata
ber meiri heildarsvip en fyrri sónata Hall-
gríms, sem ýmsum er orðin kunnug, og
vitnar um meiri þroska, fyllri kunnáttu og
fastari tök á efninu. Þriðji þáttur sónöt-
unnar, íslenzkur dans, er reistur á gömlu
íslenzku kvæðalagi, sem höfundurinn hefir
fært í nýtízku búning og tekizt með ágæt-
um. Má þar sjá, hvern efnivið kvæðalögin
íslenzku hafa að geyma og hvað úr þeim
má vinna, ef vel er á haldið, og saman fer
skilningur á eðli þeirra og kunnátta í
vinnubrögðum. I þessari sónötu — og ef
til vill ekki sízt í íslenzka dansinum —
bregður fyrir dirfsku og glæsileik, sem fá-
gætur er í íslenzkum tónskáldskap. Verður
þessa þó ef til vill enn meir vart í tilbrigða-
verki því, er að ofan getur. Bæði þessi verk
lék höfundurinn sjálfur á píanó og fór vel
úr hendi. Kanonisku tilbrigðin bera þess
merki, að hátturinn er dýr, og hefir höf-
undurinn ekki haft fullt vald á honum,
enda er þess naumast að vænta. Hallgrími
hefir ekki tekizt að blása í þau sama lífs-
anda og önnur verk sín,er þarna voru flutt.
Önnur atriði hljómleikanna voru íslenzk
svíta fyrir fiðlu og píanó, sem Björn Ólafs-
son fiðluleikari lék ásamt höfundinum,
þrjú lög fyrir blandaðan kór, sem Utvarps-
kórinn söng, undir stjórn Páls ísólfsson-
ar, og sex lög fyrir baryton og píanó, sem
Einar Markan söng með undirleik höfund-
ar. Voru öll þessi viðfangsefni vel og sam-
vizkusamlega af hendi leyst, ef frá eru
skilin einsöngslögin. Söngur Einars Mark-
an var hvergi nærri áheyrilegur. Lögin
voru aftur á móti hvert öðru betra — ef til
vill það bezta og sannasta, sem fram var
borið á þessum tónleikum. Einkum voru
þjóðlagaraddsetningarnar, t. d. raddsetn-
ingin á laginu við „Tólf sona kvæði“ mjög
fagrar og_athyglisverðar.
Það má vera, að list Hallgríms Helga-
sonar sé, enn sem komið er, ekki frumleg
í ströngustu merkingu þess orðs. En hinu
verður ekki neitað, að hann flytur hingað
heim í fásinnið nýja strauma — og það,
sem meira erí Hann hefir um leið opin
augu fyrir þeim þjóðlegu verðmætum, sem
fólgin eru í þjóðlögunum íslenzku, og hon-
um tekst að samrýma þetta tvennt á
undraverðan og nýstárlegan hátt. Hon-
um heppnast að stýra fram hjá þeim
blindskerjum öfga og óskapa, sem ýmis
önnur tónskáld, sem reynt hafa fyrir sér
á þessari leið, hafa laskað eða brotið skip
sín á. Það dylst engum, að hér fer maður
með einbeittan vilja og ágæta hæfileika, og
honum er full alvara með að leggja sinn
skerf til þess að íslendingar geti talizt
menningarþjóð — einnig á sviði tónlistar-
innar. Og Hallgrímur hefir sýnt það með
þessum tónleikum, að hann er ekki líkleg-
ur til að verða neinn hálfdrættingur á þeim
vettvangi. Jón Þórarinsson.
Ég ætla að telja hér upp hin helztu
bridge-orð, sem ég hefi hugsað mér að
nota, og bið ég menn, ef þeir þekkja ein-
hver eða finna betri, að skýra mér frá því.
Skammstafanir: G : Grand, S : Spaði,
H : Hjarta, T : Tígull, L : Lauf, HS : Há-
slagur, Á : Ás, K : Kóngur, D : Drottning,
G : Gosi. Tölustafir segja til um hin spil-
in. T.d.: HD : Hjartadrottn'ng, T8 : Tígul
átta, S3 : Spaða þristur.
Samherji: Sá, sem spilar með manni.
Mótherjar: Þeir, sem spila móti manni.
Byrjun eða opnun: Fyrsta sögn. Sagnhafi:
Sá, sem á síðustu sögn. Háspil: Á, K, D
og G. Millispil: 10, 9 og 8. Lágspil: Öll hin
spilin. Háslagur: Varnargildi háspilanna
(honnórstikk). Leikur: Kemur í staðinn
fyrir game. I hættu: Er einn leikur er unn-
inn. Utan hættu: Enginn leikur unninn.
Sagnfær litur: Litur, sem hægt er að
segja í. Einspil: Eitt spil í lit. Tvíspil: Tvö
spil í lit. Hálitir: Spaði og hjarta. Láglitir:
Tígull og lauf. Blindur: Samherji sagn-
hafa. Stubbur: Það, sem menn eiga upp í
leik. Fyrirstaða: Er maður stanzar litinn.
Kastþröng: Verða að kasta af sér, sér í
óhag. Spilþröng: Verða að spila út, sér í
óhag.
Læt ég þetta nægja í bili. Ég þekki ekki
góð íslenzk orð yfir t. d.: Renáns, að
dobla, ruberta o.s.frv., og mundi ég þiggja
tillögur frá mönnum í því efni.