Vikan


Vikan - 06.03.1940, Side 7

Vikan - 06.03.1940, Side 7
VIKAN, nr. 10, 1940 reiðmaður, en gat samt ekki haldið í við hestinn, enda var hann rifrildis gæðingur og æstur af ótta. Mér var líka ljúfast, að hann skilaði mér sem lengst frá ófreskj- unni, sem auðvitað var sjálfur Flandrar- inn afturgenginn. Hesturinn hljóp eins og hann komst. En sú reið endaði með skelfingu. Ég féll af baki, en hesturinn rauk út í buskann.Ég þaut þegar á fætur, knúður áfram af óviðráðanlegu æði. Þó hefi ég sjálfsagt verið laskaður eftir byltuna. Ég tók á sprett, þandi kríkana af öllum kröftum og stefndi á blessað ljósið í skjáglugga guðs- mannsins. Ég var tahnn frískleika piltur og var það sanni nær. En aldrei hljóp ég meira en í þetta skipti. Fæturnir áttu líka að bjarga lífi mínu! Á eftir mér dundi dómadagsskarkali, skellir og. skruðningar og hvæsandi más. Og mér til ömunar færðust ólætin alltaf nær. Rétt við traðarhliðið hljóp ég inn- fyrir túngarðinn, sem var að minnsta kosti mannhæðar hár. Þá nötraði jörðin svo gríðarlega, að ég féll kylliflatur. Um leið var þrifið harkalega í bakhluta minn, og óvætturinn lagðist með feikna þunga á mig. Ég starði á drauginn, forviða og frávita. í mínum sporum hefðu flestir orðið skelk- aðir. Það er óhætt um það! Afturgangan var blá sem helmingurinn af Hel og köld sem ís, og af henni lagði slíkan moldarþef og nálykt, að ég hefi, hvorki fyrr né síðar, fundið annan eins ódaun. Mér ætlaði beinlínis að slá í brjóst. Skeggið var horfið af snjáldrinu og skinn- ið lá í skupsum á skinbleikum beinunum. Augun! Þeim hefi ég aldrei getað gleymt. Þau voru ekki græn og ekki heldur gul og því síður rauð. Þau voru bara litlaus og hlaupin úr tóftunum út á kinnbeinin. — Guð forði hverjum kristnum manni frá öðrum eins augum! Krumlurnar! Þær voru krepptar, hold- lausar og moldugar og fálmuðu um háls- inn á mér. Ég fann, hvernig þær hertu smám saman takið, læstu sig inn í holdið, lengra og dýpra. Ég ætlaði ekki að ná and- anum. Og yfir mér gein hræðilegt smettið á afturgöngunni, með viðbjóðslega væmnu glotti sigurvegarans. Já, glottið! Það var sannarlega djöfullegt. Það skar mig í hjartað! Ég titraði allur — ekki beinlínis af hræðslu, fremur af viðbjóði. En sann- færður var ég um, að dagar mínir væru allir. Þá datt mér allt í einu í hug vígða vatn- ið, krossamir og sálmarnir, sem sálusorg- arinn hafði búið mig út með móti þessu Satans barni. Ég ætlaði að kyrja upp sálm, kalla guð alföður eða Krist eða heilagan anda mér til vemdar og hjálpar í neyðinni. En ég kom reyndar ekki bofsi upp. Ég ætlaði að grenja og garga, en það varð aðeins lágt, hryglu- kennt korr. Þá voru krossarnir. Ég hafði nokkra í vösunum. Með undraverðri lagni og lipurð náði ég einum. Og þá voru ekki grið gefin. Ég lét •* hann vaða í helvítið! Og „Brynka brá.“ Hann bylltist ofan af mér, skjálfandi og skrækjandi. Ég þaut á fætur. Og nú var mér ekki lengur meinað máls. Ég þuldi versin, sem hann séra Sveinn kenndi mér. Ég þuldi og þuldi, svo að hvergi varð hlé. Draugsa leizt heldur ekki á blikuna. Hann lagði á flótta, kempan, og flýði upp í kirkjugarð! Ég var öruggur og elti hann, viss um sætan sigur. Ég var vopnaður helgum dómum, sem Merðir myrkrahöfðingjans máttu ekki heyra né snerta. Draugurinn smá minnkaði. Hann nam staðar á leiði Flandrarans og varð þar að langri, þoku- grárri rák, sem seig í jörð og hvarf. Ég Ég prái þig — Ég bý hér einn við yzta sævarós og óska þess, sem aldrei verður til. Min sál er gljúp og þráir líf og ljós. — En lifsins gæfa varir stundarbil. Og langt í fjarlægð hverfur hugur minn, og húmdökk nóttin vefur mig að sér. Þá finnst mér sem ég horfi í augun inn eitt augnablik. Svo hverfur þú frá mér. BORGAR GRlMSSON. fór með „Faðir vor“ bæði á íslenzku og latínu. Ég kyrjaði kjarnyrtar bænir, jós öllu vígða vatninu og stráði öllum kross- unum á leiði kunningjans. Betur gat ég ekki búið um hann! Svo reikaði ég til bæjar. En á hlaðvarpanum fann ég hana Gunnu mína liggjandi, kalda og máttlausa. Grimmur grunur greip mig: Hafði draugurinn drepið hana? Hafði hann ætlað að kvelja sálir okkar beggja í holu sinni? — Ég burðaðist með hana inn. Var þar farið að stumra yfir henni. Hún reyndist lifandi. Guði sé dýrðin.----Ojá, svo sé! Hún hafði gengið út, blessunin, til að gæta að mér. En þá heyrði hún hávaða og djöf- uls drunur. Henni hugkvæmdist, hvað um væri að vera, ætlaði að ganga inn til prests- ins, en hné þá í ómegin. Hún hafði orðið skrambi skelkuð. En fljótt komst hún til fullrar heilsu aftur, enda var henni ekki fisjað saman. — En til marks um óstyrkleikann um nótt- ina, get ég getið þess, að þegar komið var út morguninn eftir, lá þykkt öskulag yfir öllu. Brennisteinsfýla brann við skilningar- vitin, svo römm, að ýmsum súrnði í aug- um. Haldið þið, að guð hafi reiðst ólátun- um í eituryrmhngnum ?!! 7. En af mér er það að segja, að ég var allur blár og blóðugur, meiddur og marinn, fötin í tætlum og víða rifið hold frá beini. Ég lá rúmfastur í þrjá mánuði og þrjár vikur, og ég held, þrjá daga betur. Það voru þrýsnar þrautir, sem ég leið þann vetur! Stormur fannst allur sundurtættur og margbeinbrotinn í einni kássu í stórgrýt- isurðinni undir Stapahömrunum. Hann hafði hlaupið fram af hengifluginu. Síra Sveinn varð fár við, er hann frétti dauða klársins. Hræið var látið liggja þar sem það var. En það hefndi sín. Hundarnir á staðnum lögðust í skrokk- inn og hrafnar hópuðust þangað úr öllum áttum veraldarinnar. Kvikindin urðu svo gírug af því, að þau eirðu engu. Hundarnir brutust í f járhúsin og drápu fé. Þurfti að sálga þeim öllum — sex tals- ins. Það var reyndar lítil eftirsjá í þeim, nema einum, svarthosóttum rakka, sem ég átti. Hann var svo vitur, að hann las hvers manns hugsanir og smalaði af meiri snilld heldur en venjulegir gangnastjórar nú á dögum. En á sauðburði reið þó fyrst þremils þruman, sem allt ætlaði að keyra um þver- bak. Þá lögðust sem sé hrætöturs hrafn- arnir á lömbin, kroppuðu úr þeim augun, meðan þau voru í burðarliðnum, eða stungu göt á kviðinn á þeim, er þau sváfu í sól- skininu. Þá varð síra Sveinn reiður, — guð fyrir- gefi honum. Einn dag Skammaði hann mig eins og skilningssljóan seppa, — guð hefir sjálfsagt skrifað það hjá sér, svo að ég ætti sízt að erfa það við hann. Hann sagði, að ég væri ólánsgepill, og öll þessi óhöpp stöfuðu af mér. Ég átti, meðal annars, þetta vor mókúfóttan gelding, er sótti mjög í túnið. Það varð honum til bölvun- ar, og mér að skaða, því að presturinn fór með hann einn dag inn í f jall og murkaði þar úr honum lífsögnina, — guð veri sálu hans líknsamur. Mestu og beztu mönnum getur yfirsézt eins og dæmisagan um ríka manninn, sem tók gimbrarlambið frá fátæklingnum, á að sýna. En nokkrum dögum seinna var ég að rölta við ærnar. Þá gekk ég fram á gemsahróið. Jörðin kringum hann var svört af steindauðum vörgum. Ég hefi aldrei séð slíkan valköst, hvorki fyrr né síðar. Með fjölkyngi sinni hafði síra Sveinn látið þessa meinhoms morðvarga gista Hel. Síra Sveinn var að sumu leyti þrælbein. Hann brallaði margt. En honum hefndist líka hræðilega fyrir það. Endalok hans urðu svipleg og sorgleg. Það var mælt, að hann hefði drýgt sjálfsmorð í brjálæði. Ekki meira um það. En guð blessi minn- ingu hans! Svo er nú það, piltar mínir! Ég hefi nú líklega lifað hundrað ár. Ég er minjagripur frá Uðna tímanum. Ævi- sagan mín verður aldrei skráð, og er það þó ef til vill skaði, því að margt gætu Framh. af bls. 16.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.