Vikan - 06.03.1940, Síða 13
VIKAN, nr. 10, 1940
13
r
Ymsir mætir menn, lærðir og leikir,
hafa spreytt sig á að komast fyrir
með vissu, hvar Lögberg hið forna
hafi verið á Þingvöllum. I seinni tíð hefir
lítið verið um þetta skráð, vegna þess að
nú eru flestir sammála um, hvar því hafi
verið vahnn staður. Það, sem ég legg hér
til mála, er ekki gert í því skyni að hrekja
Lögberg frá þeim stað, sem menn nú vilja
hafa það, heldur leitast við að sýna fram
á, hvers vegna það var flutt þangað, því
að ég geng að því vísu, að fornmenn hafi
upphaflega valið annan stað fyrir Lögberg,
og þó ekki af handahófi, þegar þeir stofn-
uðu Alþingi á Þingvöllum. Ég byggi ekki
tilgátur mínar á því, sem aðrir hafa ritað
um Lögberg, enda þekki fæst af því, held-
ur á því, sem landslag og ýmsir staðhættir
á Þingvöllum gefa tilefni til. Ef menn vilja
ákveða, með nokkurn veginn vissu, hvar
þessi merkisstaður hefir verið, þurfa þeir
helzt að eiga heima á Þingvöllum mánuð-
um eða. árum saman til að kynnast sem
bezt öllum staðháttum. Þeir, sem skrifað
hafa um Lögberg, hafa ekki átt kost á
því. Enginn þekkir Þingvelli til nokkurr-
ar hlýtar, þó að hann komi þangað stöku
sinnum og líti yfir staðinn. Landslag og
náttúrueinkenni staðarins eru svo marg-
breytileg, að þau verða ekki grannskoðuð
nema á löngum tíma, sérstaklega ef það
er gert með það fyrir augum að nota sem
vafalaust sönnunargagn fyrir því, hvar
einhver sögulegur staður hefir verið þar.
Ég býst við, að allir, sem ritað hafa um
Lögberg, hafi gengið fram hjá því,-hvaða
þátt Öxará gat átt í vali þessa merkisstað-
ar. Mun ég því taka það atriði út af fyrir
sig og lýsa starfi árinnar á Þingvöllum,
og hverju hún hefir komið þar til leiðar.
Eftir að Öxará kemur ofan úr hæðun-
um fyrir norðan Brúsastaði, rennur hún,
eins og kunnugt er, ofan á Almannagjár-
bakkann og hellir sér ofan í gjána. Hún
fylgir síðan gjánni röska 300 m. og þver-
beygir svo hjá Drekkingarhyl gegnum
eystri gjábarminn og vindur sér í þröngu
gljúfri ofan á vellina. Þá beygir hún enn
við og rennur í lygnum straum suður í
Þingvallavatn. Gamalt árfar er fyrir ofan
Almannagjá um 100 m. fyrir norðan Öx-
aráfoss. Þar rann áin um eitt skeið. Féll
hún þá ofan í djúpa hliðargjá út úr Stekkj-
argjánni, — en svo nefnist gjáin frá Öx-
arárfossi og norður að Langastíg, — og
rann eftir henni spölkorn, beygði síðan til
austurs þvert yfir gjána og um skarð í
eystri gjábakkanum ofan hallinn rétt norð-
an við furutrjágirðinguna og norðast ofan
á Efri vellina. Árfarið sýnir, að hún hefir
beygt við enn og runnið eftir miðjum völl-
unum og suður með hraunjaðrinum aust-
Eftir Quðmund Davíðsson, gæzlumann.
an við Neðri vellina og þá suður með
Þingvallatúni og út í Þingvallavatn. Árfar
þetta er mjög greinilegt, jafnvel þar, sem
vellirnir hafa þó verið sléttaðir á seinni
árum, þar hefir áin verið 15—20 m. breið.
Áin hefir runnið þessa leið í einu lagi,
minnsta kosti þangað til að hún kom suður
á móts við Brennugjá. Er þá sennilegast,
að hún hafi myndað hólma þann, sem nú
er fyrir norðan Þingvallatún og kallaður
Jakobshólmi. Sennilega er hann hinn forni
Öxarárhólmi, eða Einvígishólmi, eins og
hann er stundum kallaður, en ekki sá, sem
nú er nefndur því nafni.
I árfarinu á Neðri völlunum hafa verið
djúpir hyljir í ánni. Voru þeir óhaggaðir
1920, en litu þá út eins og pyttir. En þá
voru þeir fylltir upp með því, að ekið var
ofan í þá mörgum tugum hestvagna af
rusli frá gistihúsinu ,,Valhöll“, sem þá
stóð þar skammt frá, og sléttað yfir. Þessa
leið rann áin í þúsundir ára. Á því tíma-
billi bar hún með sér, á hverju ári, sand
og möl, hlóð því undir sig og dreifði á báða
bóga. Hún fyllti upp djúpar gjár, á Efri
völlunum, og myndaði lárétt flatlendi, er
síðar varð grasi gróið. Hún var búin að
þessu, er mennirnir komu til sögunnar og
gerðu vellina að stað fyrir þjóðarsam-
komu.
Enn er gamalt árfar góðan spöl fyrir
ofan Almannagjá, á flatlendinu fyrir neð-
an Brúsastaði og Kárastaði. Þá leið rann
Öxará um mjög langt skeið. Skessukatlar
í berginu, sem víða má sjá í árfarinu, bera
þess ljóst vitni. Rann hún þá í Þingvalla-
vatn milli Skálabrekku og Kárastaða.
Þegar Ketilbjörn hinn gamli fór aust-
ur yfir Mosfellsheiði að leita sér að bústað,
gerði hann sér skála við Þingvallavatn,
þar sem nú er bærinn Skálabrekka. Þegar
hann og þeir félagar fóru þaðan, komu þeir
að á, sem þeir kölluðu Öxará. Nafnið kom
til af því, að þeir misstu öxi ofan í ána og
náðu henni ekki upp aftur. Þeir hjuggu
vök á ána og veiddu þar nokkrar áreyður.1
Þetta var snemma um vorið, áður en ísa
leysti af vötnum. Það má undarlegt heita,
ef áin hefir runnið í Þingvallavatn milli
áður greindra bæja, að hún skyldi vera
þar svo djúp, að þeir náðu ekki upp öxinni.
Árfarið sýnir, að áin hefir runnið þarna
víðasthvar eftir flúðum og nokkuð dreift,
hlýtur hún því að hafa verið mjög grunn
og lítið vatnsmegn í henni um þennan tíma
1 Orðið áreyður mun sennilega hafa breytzt
í framburði og sé nú sama og urriði.
árs, þar sem hún‘ rann undir ís. Þá er hitt
ólíklegt, að urriði hafi verið þarna í ánni
svona snemma á vori. Bendir þetta á, að
þeir Ketilbjörn og f élagar hans hafi komið
að ánni á Neðri völlunum, skammt fyrir
ofan ósinn, þar sem hún fellur út í Þing-
vallavatn. Og að þá hafi áin runnið eftir
farveginum um vellina, sem áður eru
nefndir, og verið þar bæði lygn og djúp,
einkum neðan til. Var eðlilegra að þar hafi
verið töluvert af urriða í ánni, enda var
hún þar á jafnri hæð og Þingvallavatn.
Sturlunga tekur svo til orða: „Sú á (þ. e.
Öxará) var síðan veitt í Almannagjá ok
fellur nú eftir Þingvelli.“ En ekki er getið
um, hvar hún rann áður. Fornmenn gátu
vel tekið ána úr farveginum fyrir norðan
Öxarárfoss, þar sem hún féll fram af berg-
inu ofan í hliðargjána og þaðan ofan á
Efri vellina og sagt, að þeir hafi leitt hana
ofan í Almannagjá, því að áin rann fyrir
utan þann hluta af gjánni, sem bar nafnið
Almannagjá. Þetta heiti á gjánni mun að-
eins hafa náð yfir svæðið á bak við þing-
ið og vellina, eða frá Kárastaðastíg norður
á móts við Efri vellina. Þó að áin rynni
norðar ofan í gjána var því ekki hægt að
segja, að þar væri Almannagjá. Það er
hvergi getið um það, af hvaða ástæðu Öx-
ará var veitt ofan í Almannagjá. Hafi áin
runnið, um þetta leyti, eftir farveginum,
sem liggur fyrir neðan Brúsastaði og suð-
ur að Þingvallavatni, eins og margir halda,
verður orsökin að breytingu árinnar alveg
óskiljanleg, því að hún hlaut ætíð að vera
þingheimi til mikilla óþæginda. En hins
vegar er það vel skiljanlegt, að menn hafi
neyðst til að veita henni úr hinum farveg-
inum til þess að losast alveg við hana af
Efri völlunum og nokkurn hluta Neðri
vallanna.
I fljótu bragði virðist það ekki koma
Öxará mikið við, hvar Lögbergi og Lög-
réttu voru valdir staðir á Þingvöllum, en
samt varð nú ekki komizt hjá því að taka
allmikið tilht til hennar, og víst er um það,
að hún hefir ráðið því að mestu eða öllu
leyti. Verður hér reynt að sýna fram á það.
Þegar Alþing var stofnað á Þingvöllum
930, var engin ástæða til 'að ætla að gjá-
bakkinn fyrir norðan búð Snorra goða hafi
þá verið valinn fyrir Lögberg, þó að síðar
hafi það verið flutt þangað, af ástæðum,
er ég síðar mun taka fram. Það mun hafa
verið sett niður á allt öðrum stað á gjá-
bakkanum. Ég hygg, að því hafi verið
valinn staður á gjábakkanum upp undan
svo nefndum Köstulum, sem eru tveir