Vikan - 06.03.1940, Page 14
14
hraunhólar á takmörkum Efri og Neðri
vallanna. Þar uppi í hallinum eru tvær
hraunbungur. Önnur er efst á gjábakkan-
um, en hin fáum skrefum fyrir neðan hana.
Neðri bungan verður neðan til að mjóum
og sundursprungnum grjóthrygg, er nær
ofan að rótum hallsins. Að norðanverðu
við hana er lægð í hallinn. Eftir henni virð-
ist sjást fyrir steinlögðum gangstíg, sem
hggur neðan frá Efri völlunum í sneiðing
alla leið upp á bunguna og hverfa þar.
Ofan til er víð sprunga í bungunni og virð-
ist sem grjóti hafi verið'rutt ofan í hana,
þar sem stígurinn endar og fyllt þar alveg
upp. Ætla má að það hafi verið gert í því
skyni, að rýmra yrði að'standa þarna uppi
fyrir marga menn. Framhald af stígnum
gat legið í sneiðing upp á efri bunguna á
gjábakkanum, þó að ekki sjáist þess merki
nú. Efst á henni er lítill en sléttur
bergflötur, einhver hinn ákjósanlegasti
staður fyrir Lögsögumann að standa eða
sitja. Var hann þarna spölkorn fyrir ofan
neðri bunguna, en þó báðar taldar með
Lögbergi, sem ég ætla að hafi verið á grjót-
hrygg þeim, sem áður er nefndur, eru tvö
skörð, sem auðsjáanlega eru gerð af manna-
völdum. Tilgangurinn með þeim mun eink-
um hafa verið sá að gera fólki greiðara
fyrir að komast upp á breiðan og rúmgóð-
an stáll, sem er í hallinum sunnanverðu
við bunguna. Þar gátu mörg hundruð
manns komið saman og heyrt og séð allt,
sem fór fram á Lögbergi. Annars heyr-
ist mál manna mæta vel þarna frá Lög-
bergi, og ofan á velhna, þó að ekki sé
brýnd raust, hvað þá heldur ofan á stall-
inn, rétt hjá. Aðstaða áheyrenda var þarna
ágæt, eða miklu betri en hjá Lögbergi ná-
lægt Snorrabúð. Annar mikilsverður kost-
ur við Lögberg á þessum stað var sá, að
þama er eystri gjábakkinn hæstur á Þing-
völlum og víðsýni þaðan bæði mikið og
fagurt. Enginn staður á Þingvöllum tekur
honum fram að þessu leyti. Þaðan má sjá
yfir alla vellina, út og suður með hahin-
um og til mannaferða á öllum vegum, sem
liggja til Þingvalla. Á fyrstu áratugum
Alþingis á Þingvöllum var hallinn með
fram völlunum, og yfir höfuð allt landið
umhverfis þá, vaxið þéttum og háum
skógi, var því nauðsyn að velja Lögberg
á stað, sem gnæfði hátt, svo að þeir, sem
þar væm staddir, gætu haft sem bezt út-
sýn yfir landið umhverfis og allt, sem gerð-
ist á völlunum og í grennd við þá.
Skammt þarna frá Lögbergi, norður við
furuskógargirðinguna, er skarð í hallinum,
sem nær frá gjánni og ofan að völlunum.
Neðst í skarðinu er skálmynduð hvilft inn
í hallinn, er opnast fram að Efri völlunum,
mihi tveggja hamra. í botni hennar er lá-
rétfur og kringlóttur grasflötur um 10 m.
að þvermáli. Vottar fyrir að flöturinn sé
gerður af mannahöndum. En líklegt er, að
vátnsrennsli frá Öxará, sem kemur gegn-
um hallinn sunnar og ofar, hafi borið þang-
að mold og leir og jafnað hann að ofan.
Váríávvár fundinn hentugri staður á Þing-
voilum þar, sem goðar gátu sett niður dóm-
endur sína en í hamraskarði þessu. Eru
líkur til, að það hafi ætíð verið notað til
þeirra hluta, meðan Lögberg var á gjá-
bakkanum upp frá Köstulunum, og þá
sennilegt, að Lögrétta hafi verið þarna
skammt frá á Efri völlunum. Hamraskarð-
ið er svo vítt, að 40—50 menn geta setið
þar í hring hlið við hlið án þess að þrengja
að sér.
Sé gert ráð fyrir, að Öxará hafi um þetta
leyti runnið eftir hinu forna árfari, eftir
endilöngum völlunum, sem enn sést
glöggt móta fyrir, hafa bæði Lögrétta og
Lögberg verið sama megin árinnar. Þurftu
menn því ekki að fara yfir hana, er þeir
gengu frá búðum sínum til þessara staða.
Var því ekki nauðsynlegt að brúa hana
fyrst um sinn.
Öxará er áþekk flestum þverám, sem
koma af f jöllum ofan, í því, að hún verður
vatnslítil í langvarandi þurrkum á sumrin,
og hverfur líka með öllu, þegar mikil frost
eru á vetrum. En hins vegar vex hún af-
skaplega í miklum rigningum á hvaða tíma
árs sem er. Á einu dægri getur hún þá
orðið ófær með öllu og flæðir þá yfir bakk-
ana og út yfir vellina á báða bóga. Hún
veltur þá áfram með feikna straumkasti
og ryður öllu á brott, sem fyrir verður.
Að sjálfsögðu hefir alloft komið fyrir, að
mikill vöxtur hefir hlaupið í ána meðan á
þingi stóð. Gat hún þá gert þingheimi
meira en lítinn óleik og tafið þingstörfin
í einn eða fleiri daga, vegna vatnsflóðs á
völlunum. Til þess að koma í veg fyrir
þau vandræði, sem af ánni stöfuðu, tóku
fornmenn það ráð að breyta farvegi henn-
ar og veita ofan í Almannagjá og fá hana
til að faha sunnan til ofan á Neðri vellina,
þar sem hún nú rennur. Með þessu móti
gátu þeir losazt við hana alveg af Efri
völlunum og nokkrum hluta hinna. Þetta
mun hafa verið ástæðan fyrir því, að Öx-
ará var veitt ofan í gjána, en ekki sú,
eins og sumir halda, að fornmenn hafi gert
það í því skyni að auka fegurð staðarins.
Þeir hefðu gjaman viljað gefa mikið til
að losna alveg við ána af Þingvöllum, ef
þess hefði verið nokkur kostur, því að hún
hlaut að vera þeim ætíð til mikilla óþæg-
inda um þingtímann. Fornmenn hafa víst
orðið hróðugir yfir því að bera þannig
sigur úr býtum við ána. En þetta stóð ekki
lengi og fór allt á annan veg, en til var
ætlazt. Engan gat rennt grun í, jafnvel
þó að lærðir verkfræðingar ættu í hlut, að
þrátt fyrir þetta héldi áin áfram að skap-
rauna þingheimi. Þegar áin fór að renna
eftir gjánni, kom það í ljós, að meira og
minna af vatnsforða hennar kom alls stað-
ar undan hallmum, bæði við Efri og Neðri
vellina og flæddi yfir þá sigri hrósandi og
gerði nú þingheimi enn þá meiri óleik en
áður. Þessu hefir Öxará haldið síðan áfram
fram á þennan dag. Þegar hún vex til
muna bullar nú vatnið upp á 8 og 9 stöð-
um undan hallinum og flæðir ofan á báða
velhna eins og í gamla daga. 1 hinum nýja
farvegi Öxarár í Almannagjá voru, eins
og gefur að skilja, allvíða glufur og
VIKAN, nr. 10, 1940
sprungur, er lágu víðs vegar undir gjá-
bakkanum og gegnum hallinn og tóku við
vatninu. Fyrst um sinn för aðal vatns-
megn árinnar þessa leið, þangað til hún
var búin að safna miklu af sandi og möl
í farveginn og loka með því helztu gluf-
unum. En það tók langan tíma.
Eflaust hafa menn, sem koma á Þing-
velli, tekið eftir því, að tungumyndaðir
grasgeirar, stuttir og breiðir, teygja sig
hér og hvar upp í hallann frá völlunum.
Þeir hafa orðið til af mold og leir, sem
árvatnið bar með sér gegnum hallinn í
meira en 9 hundruð ár.
Þegar svona var komið, og engu tauti
varð komið við Öxará, urðu góð ráð dýr.
Vatnsflóðið á völlunum varð nú enn tíð-
ar, og elgurinn þar engu minni en áður,
því að nú þurfti áin ekki að vaxa að neinu
ráði til að gera Alþingi þennan grikk, og
engin leið, úr því sem komið var, að ráða
á þessu bót. Fornmenn munu nú hafa tek-
ið þá ákvörðun að flytja störf þingsins á
annan stað á Þingvöllum. Þeir fluttu Lög-
berg á gjábakkann fyrir norðan Snorra-
búð, en Lögréttu settu þeir niður fyrir
austan gamla árfarið sunnarlega á Neðri
völlunum. Síðan gerðu þeir brú á Öxará
undan Biskupshólnum. Eftir þetta þurftu
þeir ekkert að eiga undir ánni, eða kenjum
hennar. Niðursetu dómenda hygg ég, að
fornmenn hafi valið stað upp í Almanna-
gjá, í hamraskarði á bak við Lögberg. Þar
er hentugur staður og vel lagaður til þeirra
hluta.
I Hænsna-Þóris sögu er tekið svo til orða
á einum stað: „Enn þingið var þá undir
Ármannsfelli." Það var um árið 965, er
fjórðungsdómar voru stofnaðir, eða 'um
það leyti, sem ég ætla, að Lögberg hafi enn
verið á gjábakkanum upp frá Köstulunum.
Ólíklegt var, að menn hafi flúið með þingið
undan Öxará norður að Ármannsfelli, því
þar gat það ekki starfað vegna vatns-
skorts. En ummælin benda þó til þess, að
þingið hafi að minnsta kosti verið þá á
öðrum stað en því var valinn síðar. Og
svo er hitt að athuga, að ummælin eru orð-
in um 200 ára gömul, þegar þau eru skráð
og því ekki ólíklegt, að þau hafi eitthvað
raskazt í meðförunum á því tímabili, frá
því, sem þau voru upphaflega.
I Hrafnkels sögu er frá því sagt, að
dómur var settur á Lögbergi, þegar Hrafn-
kell Freysgoði var gerður sekur. Ekki var
venja áður, svo kunnugt sé, að Lögberg
hafi verið notað til þeirra hluta. Af hvaða
ástæðu lögsögumaður hefir leyft þetta er
ekki ljóst. Trúlegra er, að hann hafi leyft
að setja niður dóminn h j á Lögbergi. Og
ef sá staður hefði verið valinn á stallinum,
sem áður er nefndur upp frá Köstulunum,
mátti koma þar fyrir miklum mannfjölda
til að vama því, að dómendur yrðu hraktir
burtu, eins og líka átti að reyna í þetta
skipti.
Lögsögumaður réði og ákvað, hvar hver
fjórðungsdómur skyldi sitja. En þeir voru
víst sjaldan á sama stað ár eftir ár. Öxará
Framh. á bls. 16.