Vikan


Vikan - 06.03.1940, Qupperneq 15

Vikan - 06.03.1940, Qupperneq 15
VIKAN, nr. 10, 1940 15 1111111 ■■ ■ ■ 111 iii 1111 ii ■ 11 ii i Heim af hafinu. Smásaga ......... eftir Huldu Bjarnadóttur. . Kom inn, er sagt glaðlegri röddu, þegar barið er á dyrnar í litlu kjallaraíbúðinni. Það er bara sendisveinninn úr næstu búð að koma með kjötið og baunirnar, sem hún Guðrún gamla hafði pantað. Hún lötraði yfir gólfið til að taka við pöntuninni. Hún er orðin svo farin og þreytt, enda búin að vinna mikið frá blautu’barnsbeini. — Nei, það ert þú, Nonni minn, segir hún. — Má ekki bjóða honum kaffisopa hérna við eldhúsbekkinn hjá mér. — Jú, takk. Það er kalsaveður úti, snjór og slydda, sannarlega gott að fá einhverja hlýju fyrir brjóstið. Hún bregður könnunni á, tekur fram tvö bollapör og sneisafullan disk af kleinum. Hún hafði nefnilega bakað kleinur í gær, en það gerði hún ekki á hverjum degi. Það var heldur ekki á hverjum degi, sem hann Jói hennar kom af sjónum, blessaður drengurinn, en hún átti von á honum í dag. Hún var himinlifandi glöð. Hún var alltaf svo hrædd um hann á sjónum. Hann var aleiga hennar, — og ef að sjórinn tæki hann. Hún mátti ekki til þess hugsa. Hún hellti í bollana og bað hann að gera svo vel og fá sér nú nóg með kaffinu, og settist sjálf á kassa við eldavélina og drakk molasopa. Hún tók báðum, vinnulúnu höndunum utan um bollann sinn, sötraði úr honum og réri sér eilítið í gráðið. Hún var eitthvað svo íbyggin, kerlingin — ein- hver hýra í augnakrókunum á henni, alveg eins og hún byggi yfir einhverju. Loks gat hún ekki stillt sig um að segja Nonna frá því, að hann Jói hennar kæmi heim í dag, hann Nonni kannaðist við hann — var það ekki? — Jú, mikil ósköp, ég er nú hræddur um það. Jæja, svo Jói kemur heim af sjónum í dag, en hvað það var gaman. — Já, það mátti nú segja, og meira að segja eitt, hún hallaði sér dálítið fram og lækkaði röddina eins og hún væri hrædd um að einhver heyrði til þeirra, að nú þyrfti hann ekki oftar að fara út á sjóinn. Það skríkti í henni eins og hún hefði ljóstr- að upp einhverju leyndarmáli. Mikið skelf- ing var hún því fegin. — Já, það er von, en hvernig stóð á því að Jói þyrfti ekki að fara út á sjóinn aftur ? — Ja, var það furða þó drengurinn spyrði. Ja, hún var nú bara búin að út- vega honum atvinnu, blessuðum drengn- um. Hann hafði ekkert fengið að gera í landi og farið til sjós heldur en að hjálpa hinni öldruðu móður sinni ekki neitt, — hvernig sem hún þrábað hann um að gera það fyrir sig að hætta sér ekki út í sjó- mennskuna. Svona var hann hugsunar- samur og mikill maður í honum. Hún stóð svo sem ekki ein uppi með hann Jóa sinn. — Ja, hvað er ég annars að hugsa, — má ekki bjóða drengnum meira kaffi. — Jú, takk. Hún hellti aftur í bollann hans og fékk sér svolítinn dreitil honum til sam- lætis. Sendisveinninn svolgraði í sig kaffið og lést hafa mikinn áhuga á málum gömlu konunnar meðan kleinurnar hurfu ofan í hann ein af annarri. Það borgaði sig að hluta á þá gömlu, því að svona traktér- ingum var hann óvanur í starfanum. — Ójá, hún hafði nú baslað þetta áfram upp á eigin spýtur með sig og drenginn síðan maðurinn hennar sálaði dó, haft ofan af fyrir þeim með því að gera hreinar skrifstofur, og svo fékk hún líka stund- um ígripavinnu í þurrfiski á sumrin. Það hafði að vísu oft verið þröngt í búi hjá þeim, en hún hafði nú hingað til séð fyrir því, að hann Jói litli væri ekki svangur, heldur neitað sér um bita sjálf. Ójá, það hafði nú gengið á ýmsu fyrir þeim. Það var bara þetta með drenginn hennar. Hann hafði ekkert fengið að gera, síðan hann fermdist, eins og þetta var greindur og ágætur piltur. Alls staðar var búið að ráða mann, hvar sem hún leitaðist fyrir um atvinnu handa honum. Hún hafði ekki haft nein tök á að láta hann læra, svo að það var ekki úr mörgu að velja fyrir hann. Þangað til í fyrra, það voru meiri hörmungartímarnir, að honum datt í hug að fara til sjós. Sárt hafði það verið, og guð einn vissi, hvað hún tók það nærri sér. En hann vildi ólm- ur ráða, sagði, að það væri engin hætta, eitthvað yrði hann, hvort eð var að hafa fyrir stafni, og allt væri betra en iðjuleys- ið. Svo fór hann, nýlega orðinn sautján ára. Mikið fjarska var hún hrædd um hann, og fegin í hvert skipti, sem hann kom heim. Og í dag átti hún von á hon- um úr síðasta túmum. En hann vissi það ekki enn þá sjálfur, að hann þyrfti ekki að fara aftur út á sjóinn. Ekki hafði hann hugmynd um, að hún var búin að útvega honum atvinnu, og skelfing hlakkaði hún til að segja honum frá því. Hún hafði talað við hann Halldór framkvæmdarstjóra, og spurt hann, hvort hann hefði ekki eitt- hvað handa honum Jóa sínum að gera. O, hvað haldið þið að blessaður maðurinn hafi sagt? Ekki nema það, að sig vantaði mann í pakkhúsið og hann skyldi taka Jóa, og hann átti að fá 250 kr. á mánuði. Hugsa sér annað eins, — haldið þið, að það yrði nú ekki munur fyrir þau. Mikið fjarska var hún glöð. Nei, hvað var hún að hugsa, að fara ekki að setja upp baun- irnar, og Jói gat komið þá og þegar. Já, hún ætlaði að gæða honum á baunum. Það var uppáhalds maturinn hans. Þetta yrði hátíðisdagur, sagði hún við sendisveininn, um leið og hann þakkaði fyrir sig og fór. Hún var búin að skúra allt og fága í litlu kjallaraíbúðinni þeirra. Þau höfðu eitt her- bergi og eldhúskytru, en hver veit nú nema þau gætu fengið sér betri íbúð í vor. Hún var alveg í sjöunda himni. Skelfing gat nú guð verið góður við hana, já, hann hafði sannarlega bænheyrt hana, fjarska var hún þakklát. Hún var búin að setja baunirnar upp og leit í kringum sig, hvort ekkert væri nú eftir. Jú, hún átti eftir að setja blómin í vatn. Hún hafði keypt nokk- ur blóm til hátíðabrigða, hún hafði svo sem ekki haft ráð á því, en þetta var líka alveg sérstakur dagur. Hún tók bréfið utan af þeim og setti þau í gamlan vasa, sem hún hafði einu sinni fundið brotinn úti á öskuhaug, og límt hann saman. Hann leit bara ekkert mjög illa út. Hún fitlaði var- lega við blómin, meðan hún var að koma þeim fyrir, fingur hennar voru stirðir og hendur hennar óvanur að hagræða blóm- um. Svo setti hún vasann á mitt borðið. Hún var búin að setja hvítan dúk á það. Mikið yrði nú hátíðlegt, þegar þau færu að borða baunirnar. Hún leit stolt í kring- um sig í herberginu, allt tandurhreint og strokið. Hún tifaði enn þá einu sinni um her- bergið, lagði síðustu hönd á verkið, strauk blíðlega yfir rúmfletið hans Jóa, með hrjúfri hendinni.. Skelfing hlakkaði hún nú til að þurfa ekki lengur að sofa ein, sífellt kvíðafull út af honum. Haldið þið að það yrði nú ekki munur fyrir hana að geta hitað kaffi handa honum á morgn- ana og fært honum í rúmið, blessuðum drengnum, áður en hann færi til vinnunn- ar. Já, mikill yrði nú munurinn. Hún fór fram í eldhús, tók hlemminn ofan af baunapottinum. Það kraumaði og vall í honum, angandi matarlyktina lagði á móti henni. Það kom ánægjusvipur á andlit hennar. Já, það mátti nú segja, guð var henni sannarlega góður. Ekki hefði hún trúað því, þegar hann Jói fór í síð- asta túrinn að það mundi rakna svona vel úr fyrir þeim. Það komu tár í augun á henni af gleði. Hún ætlaði ekkert að segja honum svona strax, láta eins og allt væri óbreytt. Mikið hlakkaði hún til að sjá undruarnsvipinn á blessuðum drengnum. Það var nú með hálfum huga, að hún hafði farið til hans Halldórs. En það voru enn þá til góðir menn, guði sé lof fyrir það. Nei, hvað var hún að hugsa, að vera með Framh. á bls. 19.

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.