Vikan


Vikan - 06.03.1940, Side 19

Vikan - 06.03.1940, Side 19
VIKAN, nr. 10, 1940 19 Addi og nashyrningurinn hafa þotið fram hjá Bárði, Óla og Línu. Bárður vill ná nashyrningn- um lifandi. Óli hefir elt til að sjá, hvernig Adda gengur. Hann kemur þjótandi til baka og segir: — Burt! Addi og nashymingurinn em að koma. Addi: Sá er slunginn! En hvað sem það kostar, skal ég ná honum lifandi fyrir Bárð. Oli og Addi í Afríku Nashymingurinn ætlar að fara að reka homið í Adda, þegar hann tekur undir sig stökk upp í tré Tilraun Adda ætlar ekki að heppnast. Dýrið þýtur af stað með Adda á bakinu. Bárður stekk- ur til hliðar á síðustu stundu. Þegar Addi kemur auga á litla nashyrninginn er hann með mömmu sinni. Addi: Nú já, sú gamla hefir þá sloppið út. En greinin brotnar, og Addi dettur niður. Nas- hyrningurinn stendur grafkyrr, og Adda dettur í hug að ná honum vopnlaus. Skyndilega nemur nashyrningurinn staðar, og Addi steypist á hausinn. En nashymingurinn hleypur leiðar sinnar. Kynlegt dýr horfir á Adda úr felustað sínum. Það líkist bæði zebradýri og gíraffa og hefir eyru eins og asni. Það er Okapi. Bd4xf2, BdlXf3; 29. g2xf3; Re4—c3; 30. a2—a4, R c3—e2f; 31. K gl—h2, R e2 x f4; 32. a4—a5!, Rf4—d5; 33. a5xb6, a7 x b6; 34. Kh2—g3, f7—f5; 35. Bf2— d4, K g8—f7; 36. f3—f4, b6—b5; 37. K g3 —f3, g7—g6; 38. B d4—e5, Kf7—e6; 39. h3—h4, R d5—e7; 40. K f3—e3, K e6—d5; 41. K e3—d3, R e7—c6; 42. B e5—c7, R c6 —d4; 43. b3—b4, R d4—c6. Hvítt gaf, því að ef 44. B a5, RXa5; 45. b X a5, K—c6; 46. K—d4. (Eða 46. K—c3, K—b7; 47. K—b4, K—a6). K—b7; 47. K—c5, K—a6; 48. K—b4, h7—h5 og svart vinnur. Fróðleg skák og skemmtileg. Brinck- mann valdi góða byrjun, tefldi miðtaflið mjög fallega og fékk þægilegt endatafl. Óli Valdimarsson. HEIM AF HAFINU. Frh. af bls. 15. óhreinu svuntuna. Hún flýtti sér inn í kamesið þeirra, náði í hreina svuntu upp úr kommóðuskriflinu og lét hana á sig. Hún mátti til með að halda sér dálítið til á þessum hátíðisdegi. Svo tók hún greiðu- brotið sitt og greiddi hárlýjurnar, þurrk- aði með svuntuhorninu vætu úr augna- króknum, leit svo í spegilkrílið og strauk með kræklóttri hendinni yfir mestu hrukk- urnar. Nú gat hann farið að koma á hverri stundu. Hún réði sér ekki fyrir gleði, að þurfa nú ekki lengur að liggja andvaka á nóttinni út af honum. Ójá, marga nótt- ina hafði hún nú legið vakandi þennan tíma, sem hann hafði verið á hafinu. Og ósköp hafði henni fundizt tómlegt eftir hann, þegar hann fór í fyrsta túrinn. Morguninn eftir, þegar hún vaknaði, hafði hún orðið fyrir sárum vonbrigðum að sjá hann ekki í rúminu á móti sér. En lífið var ekki eintómur leikur, o, sei, sei, nei. Hún fór aftur inn í kamesið, settist á eina stólinn, sem þau áttu — og beið. Hún ætl- aði að sitja hérna á stólnum þangað til hann kæmi, og láta hann ,,banka“ eins og hún ætti alls ekki von á honum, spretta svo upp, þegar hann kæmi inn, stór og sterkur, og tæki hana, kerlinguna sína, í faðminn, og látast verða alveg hissa og segja: — Nei, ert þú virkilega kominn, elsku barnið mitt! Ekki átti ég von á þér svona strax. Það sauð niðri í henni kætin. Hún hafði ekki verið svo glöð í mörg ár. Þey, þey, það var einhver að ganga um útidyrahurðina. Hjartað í henni tók kipp, bezt að reyna að stilla sig um að rjúka fram. Herbergisdyrnar voru opnar og eld- húsdyrnar voru beint á móti þeim, svo að hún gat séð úr sæti sínu, þegar hann kæmi inn. Hún titraði af eftirvæntingu, reyndi að setja andiitið í hversdagskorður, tók dagblað af borðinu og þóttist vera að lesa. Það eru barin nokkur létt högg á dyrn- ar. Ójú, hann hafði það stundum til siðs, elsku drengurinn, að koma henni á óvart. — Kom inn, segir hún og getur varla dulið gleðina í röddinni. Inn kemur — hvað er þetta? Hún galopnar augun. Er það, sem henni sýnist, presturinn, hempu- klæddur og grafalvarlegur, að heimsækja hana? Hvað getur hann verið að vilja henni? Einhver kökkur þrengir sér upp í hálsinn, og hjartað fer að slá óvenju hratt---------------- .............hann féll fyrir borð og drukknaði ..................

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.