Vikan


Vikan - 04.04.1940, Side 5

Vikan - 04.04.1940, Side 5
VIKAN, nr. 14, 1940 5 Um fctgran fjörð. Efcói Jók H Qubmu^cLssovi. Landslagi er þannig háttað víða á Vestfjörðum, að erfiðara er að ferð- ast þar en annars staðar á landinu, akvegir fáir og stuttir og ekki í sambandi hver við annan. Sjórinn er aðal samgöngu- leiðin. En fagurt er þar í fjörðum og á f jöllum uppi og trúlegt, að þangað muni margur leggja leið sína, til hressingar og fróðleiks, þegar þessi sérkennilegi lands- hluti er kominn í samband við þjóðvegina að sunnan og norðan. Leiðin frá Isaf jarðarkaupstað til Önund- arfjarðar liggur eftir Dagverðardal á Breiðadalsheiði. Á kafla, í Skógarbrekk- um, er einn óskemmtilegasti bílvegur, sem ég hefi farið. Beygjur voru svo slæmar á veginum, að á nokkrum stöðum varð áætlunarbíllinn að nema staðar og fara síðan aftur á bak til þess að komast fyrir horn. Vegurinn er svo tæpur í fjallshlíð- inni, að engu má þar muna, en hátt og bratt niður. Ef bíll ylti þar, er lítill vafi á því, að allir, sem í honum væri, mundu fara beint inn í eilífðina, í staðinn fyrir Önundarfjörðinn. Á einum stað hafði orðið að moka braut gegnum stóran skafl og þó var þetta í júlímánuði. Landnáma segir, að Önundur Víkings- son hafi numið Önundarfjörð og búið á Eyri (þ. e. Flateyri). Þar er ekki meira sagt frá honum. En í „Vestfirzkum sögn- um“ er talað um gamla skinnbók, sem til hafi verið fram á síðustu tíma, þar sem skráð var saga um landnám Önundarf jarð- ar. Er allítarleg frásögn höfð eftir henni, en eigi skal hún sögð hér, nema það, ,,að magurt þótti landnám Önundar". Ég fór úr bílnum við Kirkjuból í Bjarn- ardal. Þar býr Guðmundur Ingi Kristjáns- son, eitt hið bezta ljóðskáld í hópi hinna yngri manna hér á landi. Hann hefir gefið út kvæðasafnið ,,Sólstafi“, og velur óvenju- leg yrkisefni og tekur þau sérkennilegum tökum. Hann kveður um heyskaparást, grænkál, fjárhúsilm, salat, hvíta drykkinn (mjólkina) og hrútana. I „Vornótt" segir hann: Ég er öreiginn Guðmundur Ingi. Ég er önfirzkur bóndason. Nú sái ég höfrum í mjúka mold í margfaldrar uppskeru von. Þó vinn ég ei arðsins vegna, þá veldi ég aðra leið. En óræktin hefir hrópað svo hátt, að mér sveið. Ég gleðst við alls konar gróður, við gluggablóm, töðu og lyng. Guð hefir sent mig að græða grundimar hér í kring, að bylta bernskustöðvum og bæta fornan svörð og rækta fyrir ríkið, því að ríkið á þessa jörð. Komandi kynslóðir njóta þess kraftar, sem ég á einn. — Ég er öreiginn Guðmundur Ingi. Ég er önfirzkur bóndasveinn, Við Guðmundur Ingi riðum frá Kirkju- bóli og ætlaði hann að fylgja mér að Höfða í Dýrafirði. Er það yfir fjall að fara, eins og víðast milli byggða á Vestfjörðum, en leiðin er greiðfær eftir því, sem gerist á þessum slóðum, enda er hægt að komast í bíl að Gemlufalli, sem er niður við sjóinn gegnt Þingeyri og ferja þaðan yfir í kaup- staðinn. Gaman var að ferðast með Guð- mundi, og við fórum hægt yfir og námum staðar drykklanga stund í skála einum, miðja vegu milli Önundarfjarðar og Dýra- fjarðar, sem ungmennafélagar hafa reist til þess að koma saman í á veturna, þegar þeir eru í skíðaferðum. Svo héldum við niður Gemlufallsdal og þar sá ég eina fegurstu sjónina á ferðalag- inu: Til beggja handa við dalinn eru tvö fell, beint framundan fjörðurinn renni- sléttur, handan hans kauptúnið Þingeyri og upp frá því Sandafell, en bak við það rísa tindar margra fjalla eins og turnar gamalla riddaraborga. Dásamleg sjón í svo fögru veðri sem var þetta laugardags- kvöld. Á þessum slóðum, í Dýrafirði og um- hverfi hans, m. a. í Haukadal, inn á milli f jallanna fögru, gerðist einn átakanlegasti þáttur Islendingasagna, Gísla saga Súrs- sonar, frásögnin um útlagann, sem sagt er, að hafi verið vitur og draumamaður mikill og berdreyminn og hagari en flestir menn aðrir, og hafði lengst allra manna í sekt gengið annar en Grettir Ásmundar- son. Svo varðist hann vel á síðustu stund- um lífs síns, að það var „alsagt, að eng- inn hafi hér frægari vörn veitt verið af einum manni.“ Það var hér á Gemlufalls- heiði, sem húskarlar Gísla náðu Vésteini, fóstbróður hans, og báru honum þau skila- boð, að hann skyldi ekki koma í það skipti til Haukadals, en Vésteinn svaraði þeim þessum orðum: „Mundi ég aftur hafa horfið, ef þið hefðuð hitt mig fyrr, en nú falla vötn öll til Dýrafjarðar, og mun ég þangað ríða.“ Að Höfða komum við klukkan rúmlega ellefu. Dýri landnámsmaður, sem fjörður- inn dregur nafn af, bjó að Hálsum, segir Landnáma, en það er Höfði og er þar sagt fegurst útsýni frá einum bæ í firðin- um. enda er það unaðslegt. En Dýri er talinn heygður í hvilft innst í firðinum og á þaðan að sjást á þrjá kirkjustaði. Gull- kistur Dýra eru sagðar grafnar á öðrum stað, skammt frá haug hans, en lyklarnir að þeim hanga á Drangatindi, sem er mjög tígulegur og hár standklettur fremst á fagurri fjallsegg, milli tveggja hvilfta, beint upp af Drangabænum. Segir þjóð- saga, að enginn geti náð lyklum þessum, nema sá maður, sem frá fæðingu hefir lifað á kaplamjólk í f jórtán ár. Á Höfða hitti ég Guðmund Gíslason, son bóndans, en hann hafði sumarið áður fengizt við mælingar á Glámu, með Jóni Eyþórssyni, veðurfræðingi. Ég hafði hugs- að mér að ganga yfir Glámu og niður í Mjóafjörð, sem er næst innsti fjörður í ísafjarðardjúpi. Það er sjaldfarin leið og engir troðningar eftir að fara og bað ég því Guðmund Gíslason um að fylgja mér upp á fjallið, fyrst hann var þar kunnug- ur. Var hann fús til þess og gisti ég því á Höfða um nóttina, en Guðmundur Ingi hélt heim til sín aftur. Um átta leytið á sunnudagsmorguninn héldum við Guðmundur af stað og riðum inn með firðinum, seinfarinn veg, en það sakaði ekki, því að fagurt er að líta þar fjörðinn og fjöllin og fuglalífið. Þegar komið var inn á móts við bæinn Dranga, flaug örn upp rétt fyrir framan okkur og var tilkomumikið að sjá þennan stóra fugl á flugi svona nálægt sér. Hann settist aftur eftir stutta stund á stein hjá vegin- um og sat þar meðan við riðum örskammt frá honum og var engu líkara en hann gæfi gaum að ferð okkar. Örnin átti hreiður. í Drangatindi og hafði þá um vorið, þegar hríð hafði gengið í nokkra daga, hremmt yfir tíu lömb. Menn vissu ekki til, að slíkt hefði komið fyrir áður, þau sex eða átta ár, sem fullvíst var, að fuglinn væri búinn að eiga hæli á tindinum. Við fórum fram hjá Valseyri, þar sem þing var háð á dögum Gísla Súrssonar og þeir fjórir félagar sórust í fóstbræðralag. Lýsingin á því er afar merkileg: „Ganga nú út í eyrarodda, og rista þar upp úr jörðu jarðarmen, og settu þar undir mála- spjót, það er maður mátti taka hendi sinni til geirnagla. Þeir skyldu þar f jórir undir ganga, Þorgrímur, Gísli, Þorkell og Vé- steinn, og nú vekja þeir sér blóð og láta renna saman dreyra sinn í þeirri moldu, er upp var skorin undan jarðarmeninu, og hræra saman allt, moldina og blóðið, en síðan fellu þeir allir á kné og sverja þann eið, að hverr skal annars hefna sem bróð- ur síns, og nefna öll goðin í vitni.“ Upp í hlíð, sem við riðum undir, var kona nokkur árið 1915 að sækja hrís. Hafði hún kveikt eld í hlóðum og kviknaði í kjarrinu og varð af bruni mikill, sem stóð í einn sólarhring, og komu menn þangað úr nágrenninu til þess að slökkva eldinn, . og á mótorbátum frá Þingeyri. Fyrir botni Dýrafjarðar er laglegur birkiskógur og fagurt um að litast. Þar er eyðibýlið Botn, en á þann bæ féll snjó- flóð mikið 7. febrúar 1925, skemmdi hús og drap fé, og hefir sú jörð verið í eyði síðan. Um klukkan ellefu komum við í Núps- tungu og skildum hestana þar eftir og Pramh. á bls. 15.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.