Vikan


Vikan - 04.04.1940, Page 6

Vikan - 04.04.1940, Page 6
6 VIKAN, nr. 14, 1940 VALA SmáSCLfyCL LÚYl ástmCL 0% UjOJlá. Eftir Óskar Þórðarson frá Haga. að hljómar svo einkennilega í eyrum mínum, þetta stutta heiti. I einfald- leik sínum felur það ríkar minningar um nokkra, vissa atburði í lífi mínu, atburði, sem eru nú að líkindum flestum gleymdir, e. t. v. henni líka, sem á þetta fallega nafn. Bezti vinur minn var sá eini, sem vissi til fulls um leyndarmál okkar Völu, því ég sagði honum það gegn þagnarheiti. Hún sagði það engum. * Skólinn var byrjaður. Skólastofurnar voru þéttskipaðar ungu, lífsglöðu fólki. Reikningskennarinn stóð við skólatöfluna í deild nr. 1 og var að útskýra auðveldar reikningsreglur fyrir nýliðum skólans. . . . Nokkrir fylgdust með kennslunni, sumir jafnvel með ótvíræðum áhuga, aðrir töluðu saman í hálfum hljóðum eða smygluðu út- skrifuðum bréfmiðum milli sín undir borð- unum. Það voru einkum veraldarvanir strákar, úr kaupstað, sem höfðu kjark til slíkrar starfsemi. Og svo voru enn aðrar persónur í hópnum, sem virtu fyrir sér hin ólíku andlit allt umhverfis og létu það eitt nægja sér til að gleyma stóra, dökka manninum við töfluna og því, sem hann var að segja. Einn af nýhðum skólans var Vala; hún var seytján ára gömul og í meðallagi há vexti, Ijóshærð og hafði blá augu. Andlitið var hvorki ófrítt né sérlega frítt, en hún átti eitthvað aðlaðandi í svip sínum, og bros hennar var leyndardóms- fullt, en augu spyrjandi. Hún gekk snoturt til fara, en klæðnaður hennar var laus við allan íburð, hendurnar voru vinnulegar, en hún hirti þær vel. Þannig var hún útlits við fyrstu sýn. I deild nr. 2 var íslenzkukennarinn, um sama leyti og starfsbróðir hans í reikningi var að útskýra leyndardóma stærðfræðinn- ar, að þræða refilstigu gegn um beygingar nafnorða. En flestir nemendur hans þreytt- ust á slíku ferðalagi um kynjagötur móður- málsins og reyndu eftir megni að fá tím- ann til að líða og notuðu til þess ýmsar meinlausar aðferðir. Nemendur íslenzkukennarans þekktu starfsaðferðir hans og skapferli frá dvöl sinni í skólanum s. 1. vetur, en í deild nr. 2 voru eingöngu þeir, sem lokið höfðu náms- ferli nýhðans og voru komnir í annan bekk. I deild nr. 2 var ég og reyndi eins og aðr- ir að stytta mér stundirnar og gaf klukk- unni á veggnum nánar gætur. Milli deildanna nr. 1 og 2 var skilveggur að mestu úr krossviði, en styrktur með grenilistum og var nokkurt bil á milli þeirra. En í einu hominu höfðu einhverjir gert smárifur í krossviðinn. Gegnum þess- ar rifur var mjög auðvelt að koma litlu sendibréfi og það var mjög þægilegt á stundum. Vala sat í homi þessu í deild nr. 1. Þótt ég væri ekki svo lánssamur að hafa hlotið sætið í horninu í deild nr. 2, en þessi hornsæti voru mjög eftirsótt, var ég ekki svo mjög langt þaðan, og skóla- systkini mín voru flest bónlipur við að koma bréfi áleiðis, ef á þurfti að halda. Ég mundi því ekki verða í neinum vand- ræðum með að koma svari um hæl, ef ske kynni, að ég fengi bréfmiða frá einhverj- um í deild nr. 1, frá einhverjum, sem ekki veitti reikningskennaranum og orðum hans nema hæfilega mikla eftirtekt. En voru nú nokkrar líkur til, að ég fengi bréf frá nemendunum í deild nr. 1, sem voru næstum allir gjörókunnugir mér? Reyndar þekkti ég þar tvo pilta, sem vom úr sömu sveit og ég, en þeir voru alltof samvizkusamir og einlægir í námi sínu til þess, að þeir færu að yfirgefa stærðfræð- ina og skrifa ,,tímabréf“, en það voru þau kölluð þessi bréf, sem skrifuð voru í kennslustundum og send milli deildanna. Jú, vissulega voru nokkrar líkur til, að ég fengi bréf. Ég var eina skáldið í hópi efribekkinga, sem eitthvað var talað um. Ég vissi það sjálfur, og þótt það væru ekki allir af mínum blessuðu skólabræðr- um, sem nú sátu þvingaðir á skólabekkjun- um í deild nr. 2, sem vildu viðurkenna skáldgáfu mína, þá höfðu þó skólasystur mínar undantekningarlaust gert það, m. a. með því að biðja mig að „skálda fyrir sig vísu“, eins og margar þeirra komust að orði. Ég var ofurlítið málkunnugur tveim stúlkum, sem sátu nú undir martröð stærð- fræðinnar í deild nr. 1. Önnur þeirra átti systur í deild nr. 2. Og systirin í deild nr. 1, var einmitt Vala, sem ég ætla að segja ykkur frá. Tíminn leið .. . Enn einu sinni lét ég augun hvarfla til klukkunnar á veggnum.--------Tæpar tíu mínútur eftir, sagði ég við sessunaut minn, og hann andmælti ekki, svo ég hlaut að hafa reiknað rétt. En um það bil er ég sleppti orðinu var smámiða stungið í lófa minn. — Tímabréf ... og eftirvæntingin blossaði upp; ég fletti blaðinu sundur og las: Herra skáld! Viltu gjöra svo vel og gera vísu um mig og senda mér hana. Það er svo drepleiðin- legt hjá okkur. Hafðu hana nú smellna. Með fyrirfram þakklæti fyrir skáldskap- inn. — Vala. Þetta bréf var skrifað með viðvan- ings handbragði, en það bar með sér óvenjulega dirfsku. Hvernig gat þessi ný- komna stúlka leyft sér annað eins og þetta ? Já, fyrr mátti nú vera frekja, en að ætl- azt væri til, að bezta skáld skólans, sem orkti tækifærisljóð, er voru lesin og sung- in á hátíðum innan skólans, færi að yrkja vísu um stelpu, sem það þekkti ekki, nema aðeins á svip. Nei, slíkt kom ekki til mála. Það var að misbjóða virðingu skáldsins. Það var frekleg móðgun við það. Og vita- skuld fékk Vala enga vísu í leynipósti til að létta andstreymi reikningskennslunnar; kennslustundin var líka von bráðar á enda. Það var tilkynnt með hringingu skólabjöll- unnar, sem var kirkjuklukka frá 14. öld. Nemendumir þustu úr sætum sínum og mddust út í óskipulegri ös. Hver og einn flýtti sér eins og honum var mögulegt. Það voru endurleystar sálir í líkömunum, sem þustu til herbergja sinna á fyrstu og þriðju hæð skólahússins. En með þessum degi hófst kunnings- skapur okkar Völu. Ég fór að veita henni sérstaka athygli; ekki vegna þess, að hún var stúlka, sæmilega álitleg og næstum óaðfinnanleg í vexti og göngulagi. Nei, miklu fremur vegna þess, að hún var skyn- söm stúlka og kunni á mörgu skil, hafði lesið bækur í tugatali, bæði ljóð og reifara og þar að auki fræðibækur, e. t. v. var það merkilegast, að stúlka á hennar aldri skyldi lesa slíkar bækur, og ég virti hana mun meir fyrir, að hún taldi það ómaks- ins vert. Allt þetta fékk ég að vita innan skamms tíma frá fyrstu samtölum mínum við hana. Hún sagðist hafa lesið kvæði eftir mig í barnablaði, sem hún nefndi ... — Og þú skáldar bara anzi vel að mér finnst, sagði hún, en bætti svo við: — Þú mátt til með að skálda fyrir mig eina vísu. Ég varð auðvitað himinlifandi yfir þessu mikla hóli af vörum hennar og sagði henni í trúnaði, að það væri ómögulegt að segja, nema að ég gerði það fyrir hana, en hún yrði þá að gæta þess að steinþegja yfir því. Máske var það ekki alveg bráðnauðsynlegt að taka þagnarheit af henni, en það var nú samt svona, að það er alltaf gaman að eiga leyndarmál, og þá ekki síst, þegar ung stúlka er annars vegar. Og vísuna fékk Vala svo fljótlega. En þegar hún hafði fengið hana, vildi hún fá aðra til, og ég lét hana „ganga á eftir mér“ í bón sinni og gaf henni engin loforð fyrst í stað. En þegar hér var komið sögu voru kynni okkar orðin svo náin, að við gengum sam- an í hinum fyrirskipaða útivistartíma hvers dags, þegar okkur var gert að skyldu að leita undir bert loft ákveðinn tíma. Og ég steinhætti að iðka knattspyrn- una á íþróttavelli skólans, sem hafði þó verið ein bezta skemmtun, áður en ég kynntist Völu. Það var miklu nauðsyn- legra en tilgangslítil hlaup á eftir fótknetti á frosinni jörð, sem þar að auki var mér oftast tapaður á síðasta augnabliki, að efla kunningsskap minn við Völu og tala við hana um nýjustu ljóðabækur stórskáld- anna eða dásamleika stjarnanna, raf- magnsins og hrífandi ástarsögur. Og vin- átta okkar þroskaðist eins og blómareitur á vori, blómst, sem ætlað er að lifa af vor- kuldana og springa út, þegar tími er kom- inn til, að slíkt megi verða.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.