Vikan


Vikan - 04.04.1940, Page 12

Vikan - 04.04.1940, Page 12
12 VTKAN, nr. 14, 1940 Meðstjórnandinn. Smásaga eftir Ellen Kirk Enda þótt Reykjavík væri ekki stór bær, var þar heill hópur af alls kon- ar félögum, félagasamtökum og hvað þær nú heita allar þessar skipulagn- ingar. Sem betur fór kom Gunnar bókari Hreinsson hér hvergi nærri, enda hafði hann á þessu öllu hina megnustu andúð, og var ekki laust við, að hann hálf fyrir- liti þá menn, sem sífellt þóttust vera sitj- andi á ýmsum stjórnarfundum — auðvit- að allt í þágu þjóðarinnar og þjóðfélagsins. En þrátt fyrir það var Gunnari vel kunn- ugt um það, að alltaf var þörf fyrir menn, sem höfðu „bein í nefinu“. Allar þessar miklu auglýsingar og sífelldu siðferðisprédikanir og ákærur fyrir drottinssvik voru alveg óþolandi. Það var jafnvel amazt við því, ef karlmaður gerði sig líklegan til að kyssa stúlku. Það var eins og eitthvað stæði í Gunn- ari, sem hann hafði löngun til að spúa úr sér, en þá var að athuga, hvar slíkt væri leyfilegt, það var jafnvel farið að tala um að banna algjörlega að spýta á gangstétt- ina. — Sum af þessum ólögum voru farin að verka sjálfkrafa á menn, svo þeim kom jafnvel ekki til hugar að fremja sjálfsögð lögbrot, né minnast forns frjálsræðis. Það átti að vera geisileg hollusta og heilsu- fræði í þessu. Því líkt skvaldur, enginn vafi var á því, að menn eins og prófessor- ar og þeirra líkar stóðu fyrir þessu, ein- ungis til þess að gera sig merkilega og ganga í augu fólksins, nei, allar stjómir, sambönd og samtök máttu fara veg allrar veraldar Gunnars vegna. Nú nýlega til dæmis hafði kona hans sagt honum, að hún hefði hitt frú Gröndal í stiganum, og hún hafði sagt, að maður hennar væri að koma á félagsstofnun. — Gröndal — þessi erki bjáni — að koma á félagsstofnun. Gunnar hafði spurt konu sína, hvers konar félag þetta ætti að vera, en um það hafði hún ekki hina minnstu hugmynd, en frú Gröndal hafði sagt, að Gröndal ætlaði að reyna að fá alls konar prófessora og lögfræðinga með í félagið, • sem hún þó ekki vissi, hvað ætti að hafa fyrir markmið. Nei, það er ekki öll vitleysan eins, gat nokkur maður með heilbrigðri skynsemi haldið því fram, að ekki væri nægilega mörg félög til í bænum. Það eru einmitt félög, sameiningar og samtök, sem valda mestri óhamingju hjá þjóðinni og ef Gunn- ar hitti Gröndal, ja til dæmis í stiganum þá myndi hann, Gunnar, áreiðanlega segja honum sannleikann, og láta hann vita áht sitt á honum og öllum hans athæfum og verkum. Víst skyldi hann fá óþvegnar skammir þessi heimski Gröndal. Guð einn vissi, hvað þessi lúsablesi áleit um sjálfan sig, ef til vill, að hann væri ein- hver spekingur og dugnaðarforkur, þótt hann kæmi á fót einhverju félagi. Gunnar ætlaði að láta hann vita það, að það gátu verið duglegir og ábyggilegir menn þótt þeir væru ekki hátt settir í einhverju fé- lagi. Hálf nauðugur hafði hann farið í tvö félög, stéttarfélag sitt og bálfararfélagið. Um hvorugt þessara félaga var honum gef- ið, honum fannst þau hræðileg, hvort á sínu sviði og svo voru það þessir stjórnar- meðlimir, sem þóttust yfir alla hafnir. Ástandið var orðið þannig, að það var vart lifandi í landinu fyrir alls konar félögum, og ef hann einhvern tíma á leið sinni hitti einhvern, sem væri stjórnarmeðlimur, skyldi hann sannarlega láta hann vita, að það — — — Hann lauk ekki við setninguna, því í þessu kom kona hans inn úr dyrunum með miklu málæði. — Heyrðu, Gröndal kom hingað tvisvar í dag og þarf nauðsynlega að tala við þig, viltu ekki hlaupa niður og vita, hvað hann vill þér. Gunnar rak í rogastans. — Gröndal, varð honum að orði, — ef Utli, kæri Ljósifoss! Ljóðin, sem mér fyrstur kenndi, inn í hjartað ástir brenndi, elska lífsins, goða hnoss: Hiæjandi að steypast, streyma stöllum af í djúpan hyl, hljóma láta hamragil, hundrað raddað strengjaspil, sérhvern lítinn dropa dreyma dýrðarinnar björtu heima: — Dimmu í gljúfri’ dökkra vina — dagblátt haf og eilífðina. Litla, skyggna lindin mín! Líður gegnum blóma-engi, leikur á svo létta strengi Ijóða-gígju, er röðull skín. Kennir bernsku gleði að geyma, geisla morguns blíðan koss, löngun, sem er lífið oss, leysist upp í dreyra foss: öllu fórnar, engum gleyma, eignast nýja dýrðarheima. Sigurbraut er sólar vina. Sameining við eilífðina. Magnús Gíslason. hann á eitthvað vantalað við mig getur hann komið hingað. — Já, en, — hann hefir verið hér — tvisvar, sagði kona hans sprengmóð af eftirvæntingu. — Er ekki rétt, að ég fari til hans og segi, að þú sért heima? — Sama er mér, sagði Gunnar. Honum lék forvitni á að vita, hvort Gröndal mundi leyfa sér að spyrja, hvort hann vildi verða stjórnarmeðlimur hins nýja félags, en þá væri rétt að láta hann vita álit sitt á öll- um þessum----------- — Góðan daginn, Gunnar, sagði Grön- dal. — Já, ég hefi komið hér og spurt eftir yður mörgum sinnum, — því, sjáið þér til — við. íbúarnir hér í nágrenninu höfum komið okkur saman um að hefja félags- stofnun — og þá var það, að einhver kom með þá uppástungu, sem allir voru sam- mála um — fyrir það fyrsta hafið þér búið hér lengst, í öðru lagi eruð þér þekktur sem áreiðanlegur og heiðarlegur maður, svo að ef þér gæfuð kost á yður sem stjórnanda þá---------- Gunnar hafði hlustað á með sýnilegri andúð á umræðuefninu. En allt í einu varð hann á báðum áttum — hann hafði ekki hugmynd um, hvað hann ætti að gera í þessu máli. Það stóð eitthvað í hálsi hans, en nú kyngdi hann því. Lengi hafði hann vitað, að Gröndal væri góður maður — en hann hafði ekki vitað, að Gröndal hefði vitað, að hann, Gunnar, væri einnig góður maður. Honum þótti allt í einu svo vænt um Gröndal, að hann langaði mest til að kyssa hann, en hann stillti sig þó. — Já, sagði hann rólega og ræskti sig, já — en, hvað segir þú kona? — Hvers konar félag er þetta? spyr kona Gunnars, hreikin af því að vera ráð- gjafi í þessu alvarlega og mikla vandamáli. En skilningsleysi kvenna á auðveldustu málefnum, kom Gunnari til að taka af henni orðið. — Það skiptir engu máli, hvers konar félag það er — þar sem Gröndal eindregið álítur, — því að það gerið þér Gröndal? — Þá segi ég allt í lagi — allt í lagi — ég gef kost á mér sem meðstjómanda. Úr Vallaannál. 1724. Um Ólafsmessuleytið varð sá at- burður suður í Krýsuvík, að Amgrímur Bjarnason, búandi þar, fór á báti í sölva- fjöm fram undan bergi því, sem suður er frá bænum og tekur nafn af honum, og með honum karlmaður einn og kvenmenn tveir. Og er þau vom farin til að taka söhn, sprakk hella mikil fram úr berginu, og kom á þau, svo að hún laust Amgrím í höfuðið til bana, og undir henni varð karlmaðurinn, er honum fylgdi og önnur konan, en önnur komst lífs undan. Tók hellan þó hælinn af öðmm fæti hennar, og skaðaði hana ekki að öðm. Var hella þessi 13 faðma löng og 11 faðma breið. Náðust lík allra þeirra þriggja, er létust.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.