Vikan


Vikan - 04.04.1940, Page 15

Vikan - 04.04.1940, Page 15
VIKAN, nr. 14, 1940 15 ar. Þér lögðust á bæn. Þér sáuð hatt bróður yðar hreyfast fyrir neðan yður eins og hrygg á grænni pöddu. Þá brast eitthvað í sál yðar og þér létuð hamar guðs falla. — En hlustið þér nú á. Ég veit þetta allt saman, en það skal enginn annar nokkru sinni fá hugmynd um það. Ég skal ekki hreyfa meira við þessu máli og skoða það sem skriftamál, sem okkur hefir farið á milli, hér á þessum stað, og varðveita það undir innsigli skriftamálsins. Ef þér spyrjið mig, hvers vegna, þá er það af fleiri ástæðum, en aðeins af einni, sem við kemur yður. Þér eruð ekki enn þá farinn villu vegar eins og margir morðingjar. Þér vilduð ekki skella skuldinni á smiðinn eða konu hans, þó það væri hægur vandi. Þér reynduð að koma henni á Jóa vitlausa, af því að þér vissuð, að hann myndi ekkert líða við það. Það er sá ljósglampi, sem er mitt hlutverk að finna hjá syndurunum. En komið þér nú með niður í þorpið, og gangið yðar eigin götur frjáls og öruggur, því að ég hefi sagt mitt síðasta orð. Þeir gengu niður vindustigann í djúpri þögn og út í sólskinið. Wilfred Bohun opn- aði hægt hliðið að smiðjugarðinum og gekk til lögregluþjónsins. — Ég framsel sjálfan mig, sagði hann lágt. — Ég hefi drepið bróður minn. 1M FAGRAN FJÖRÐ. Frh. af bls. 5. héldum síðan á fjallið. Veður var ágætt, en nokkuð heitt, léttskýjað loft og útsýni heillandi fagurt og tilkomumikið. Eftir tvo og hálfan tíma vorum við komnir upp á Snjófríð, næst hæsta tind Glámu (920 m.). Mikið meiri snjór var á fjallinu, að sögn Guðmundar, heldur en árið áður og nokk- uð erfitt að þramma skaflana vegna sól- bráðarinnar. Við hvíldum okkur í hálftíma hjá vörð- unni og borðuðum, og nutum víðsýnisins í ríkum mæli, þótt ekki sé hér hirt um að tína upp nöfn á fellum og fjöllum og tind- um, því að slíkt gefur litla hugmynd um það, sem maður hefir séð. Menn verða að sjá þessa sjón sjálfir, ef þeir eiga að njóta hennar. Lengra en þetta hafði Guðmundur ekki farið fyrr, og þess vegna vorum við nú báðir á ókunnum slóðum og urðum að átta okkur á kortinu, en það var enginn vandi í svona björtu veðri. Þó að hallaði undan fæti var gangan erfið, skaflar miklir og helluklungur á milli og mjög heitt af sólu. En verst var þó, er við komum að á einni, sem hefir upptök sín nokkuð hátt uppi á f jalli og rennur til Skötuf jarðar. Við vild- um ekki krækja fyrir hana tímans vegna og fórum því úr og óðum yfir. Vatnið var jökulkalt og í hné, og verð ég að játa, að þetta er kaldasta fótabað, sem ég hefi fengið um æfina. Nokkru seinna komum við að annarri á, 'en vorum svo heppnir að hægt var að fara yfir hana á skafli. Um klukkan sex vorum við staddir á hæð milli Djúpavatns og Mýfluguvatns. Við sáum á kortinu, að afrennsli var úr þeim niður í Mjóafjörð. Óþarft var því fyrir Guðmund að fara lengra, því að ég gat fylgt ánni niður að bænum Botni. Átum við þama og kvöddumst síðan — og hefði ég þó helzt viljað hafa svo ágætan ferða- félaga með mér áfram. Og nú var ég kominn svo langt, að öll vötn féllu annað en til Dýraf jarðar . . . Jón frá Ljárskógum: SMÁSAGA. Ég mætti henni fyrst í maí, er vorið hló um safírbláan sjó. Hún gekk inn Hverfisgötu svo grönn og björt og nett, — að sjá, hve sólin skein um gulhð, gljóbjart hárið! Hún gekk svo djarft og létt, og hún var alltaf ein. Ég mætti henni oft það minnisstæða vor, og mörg vom þau spor, sem gekk hún þessa götu svo gullinhærð og ljós, er sól um sæinn skein! Hún bar stundum í barminum litla, rauða rós ... — Og alltaf var hún ein. Og vorið ljúfa leið með kvöldin ljós og löng og lóuþyt og söng. — Svo hvarf hún allt í einu, hin íturvaxna mær, — og gatan varð svo grá, og mér fannst allt svo umbreytt og öfugt, fjær og nær. — Ég þjáðist víst af þrá? En svo var það einn dag, er sólin hló við ský, þá sá ég hana á ný: — Með blíðu móðurbrosi hún barnavagni ók um víðan Austurvöll ... Ég kiknaði í hnjánum og hattinn ofan tók — og svo er sagan öll. V A L A . Frh. af bls. 7. ég þó í eins konar eftirlitsferðir inn í danssalinn og alltaf dansaði Vala við Reyk- víkinginn, og ég varð þess áskynja, að ánægjan var óblandin á báðar hliðar. Ég var órór og æstur í skapi. Hún hafði aldrei dansað svona lengi við einn ein- stakan fyrr. Og svo ... þegar ég einu sinni enn ráfaði inn í danssalinn í eirðarleysi mínu, sá ég þau ekki; þau vom horfin. Þá skyldi ég hvers kyns var. En ég þagði og reyndi að taka atburðinum með stillingu. Þó fann ég, að ást mín á Völu var skyndi- lega kulnuð út. Og þegar ég sá hana næst varð mér ljóst, að ég fyrirleit hana. Ég gat ekki annað. Næstu dagar eftir þetta vom eins og barmafull ker eiturlyfja. Ég gekk ekki lengur niður í forstofu skólans kl. 9 á kvöldin, til að hitta Völu og fara með henni í gönguferðir, eins og áður. Hún skrifaði mér og spurði mig, hvort ég væri reiður við sig og þegar ég svaraði ekki bréfi hennar, bað hún mig um að tala við sig. Ég neitaði því og gladdist yfir því að vita að henni leið illa ekki síður en mér. Innilegasta ósk mín var, að hún fengi mak- leg málagjöld fyrir það, sem hún að mín- um dómi hafði brotið af sér. Og ég varð þess fljótlega var, að hún hafði hlotið al- gjörlega nýjan dóm á sig meðal skólafólks- ins. Vala leitaði í harmi sínum á náðir Reykvíkingsins, sem hún hafði dansað mest við, sem fyrr getur. En hann var ekki ,,við eina fjölina felldur“ og hratt henni frá sér, þegar hún leitaðist við að sýna honum ástarhót. Eftir þetta dró Vala sig algjörlega í hlé, hún kom ekki á skóladansleikina framar, og oft var hún lasin og lá í rúminu. En nú byrjaði ég að dansa og það af svo miklu námskappi, að engu var líkara, en að ég væri að læra undir ómissandi próf, er stæði fyrir dyrum . . . Ég læt aðra dæma um, hvernig ég hefði staðizt slíkt próf, ef um það hefði verið að ræða. Dansiðkun mín varð í fyrstu til vegna þess, að hún varð mér nautn og dægra- stytting og stóð í nánu sambandi við siða- bót mína, er ég hætti að umgangast Völu, á sama hátt og fyrr. Svo að óneitanlega er það Völu að nokkru leyti að þakka, að ég fór að dansa þá, og máske að ég nokk- urn tíma kynntist þessari list, sem stjórn- ast af hrífandi tónum. Þegar skólanum var slitið að loknu vetr- arnámi, sá ég Völu í síðasta sinni. Þann dag skildu vegir okkar. Ég kvaddi hana í herbergi hennar, þar sem nokkrar skóla- systur okkar voru viðstaddar. Kveðjan var viðhafnarlaus, stuttorð þökk fyrir sam- verustundirnar og góða viðkynningu. En þegar ég sleppti hendi hennar, sneri hún sér undan og andvarpaði lágt. Meira heyrði ég ekki, en ég skildi þá, betur en nokkru sinni fyrr, að hún hafði beðið eftir „fyrir- gefningu" minni, beðið án afláts og vonað og jafnan verið reiðubúin til að stíga þar spor á móti. En hvaða gagn var að því að skilja það fyrst nú? En ég fékk þó vitneskju þess, að ég hafði lagt annan skilning í þetta mál en þann, sem var raunverulega réttur og sanngjarn. Ég vona, að mér fyrirgefist það. Ég var einkennilega farinn, þegar bif- reiðin, sem flutti mig burtu frá skólanum, þaut norður veginn, sama veginn og við Vala höfðum svo oft gengið, þegar stjörn- urnar tindruðu og norðurljósin skinu. En þennan dag var vor í lofti.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.