Vikan


Vikan - 04.04.1940, Qupperneq 19

Vikan - 04.04.1940, Qupperneq 19
VTKAN, nr. 14, 1940 1 SUMARSÓL. Frh. af bls. 17. fyrir höndum, og höfðum því með okkur hey og brauð til að gefa þeim til miðdags, er við kæmum að sæluhúsinu. Okkur gekk prýðilega yfir Núpsvötnin, en þegar nokkuð kom austur fyrir þau, tók Hannes eftir því, að skriðjökulröndin að vestanverðu hafði hækkað mikið og sprungið, frá því er hann hafði farið síð- ast yfir sandinn, fyrir hálfum mánuði. Var jökulröndin ærið úfin og ófögur til að sjá, og kolsvört eins og kolabingur, af sandi, sem rýkur á hana í stórviðrum. (Skeiðar- ár-skriðjökull fellur eins og foss úr Vatna- jökli niður á sandinn, milli hárra fjalla, Súlutinda og Eystrafjalls að vestan, en Færinestinda og Jökulfells að austan. Þrengst er skarðið milli Súlutinda og Færi- nestinda um 8 km., en breikkar svo stór- kostlega smátt og smátt, að skriðjökul- röndin, sem liggur í nærri hálfhring niður á sandinn, er um 30 km.). Jjegar við höfðum farið yfir tvo þriðju hluta af sandinum, komum við að nýju vatnsfalli, er fylgdarmenn okkar nefndu Háöldukvísl, og var sæluhúsið rétt fyrir austan hana. Lét hátt í henni því hún renn- ur í talsverðum halla, en breidd hennar áætluðum við ca. 300 metra. Sögðu fylgd- armennirnir, að þetta nýja vatn hefði kom- ið á viku, því áður hefði Háöldukvísl verið næstum þurr. Fannst okkur þeir setja þennan vatnavöxt í samband við jökul- hlaup, sem ef til vill væri væntanlegt. Vel gekk okkur að komast yfir, þó vatnið væri alldjúpt og straumhart, því þeir Hannes og Stefán kunnu að velja beztu ,,brotin“. En illa leitst þeim á þetta nýja vatn, sem þeir héldu vera í vexti, svo sem raun varð á. Er við vorum á milli Háöldukvíslar og Skeiðarár, gerði það mesta . þrumu- veður, sem ég hefi verið úti í hér á landi. Stóð það látlaust í nálægt eina klukkustund. Það merkilega var, að meðan þessar hamfarir náttúrunnar fóru fram, sáum við alltaf til sólar, og regn fengum við sama og ekkert. En afar mikinn sorta dró yfir Öræfajökul, fyrst norðast, er færðist svo suður yfir jökulinn, og vestur með ströndinni. Ekki var laust við að mér finndist, að hinir glöggu fylgdarmenn settu þrumuveðrir í samband við væntanlegt hlaup, sem ég skildi ekki þá, að óathuguðu máli, en skildi betur síðar. Og bæði fyrir austan sandinn og vestan, þar sem þrum- urnar heyrðust, var talið víst, að nú væri Skeiðarárjökull að hlaupa. Úr hlaupi varð þó ekki í þetta sinn, aðeins vatnavextir. Hlaupið kom ekki fyrr en nokkrum árum síðar. — Þegar við komum að Skeiðará, sem renn- ur í mörgum kvíslum, var ekki mikill vöxt- ur kominn í hana, en við því mátti búast bráðlega. Og vissulega vorum við fegnir, þegar við komum upp í túnfótinn í Skafta- felli, eftir æfintýrin, sem við lentum í á sandinum, sem vöktu heldur hroll meðan á þeim stóð. 1 Skaftafelli var okkur tekið eins og við værum gamlir og góðir kunningjar. Vor- um þó öllum þar ókunnugir. Okkur langaði til að skreppa um kvöldið inn í Bæjarstaða- skóg, af því að tími var nægur til þess. Vöktum við máls á þessu við Odd bónda, og var það auðsótt mál, að hann kæmi með okkur þangað. En ekki nóg með það, heldur var ekki við annað komandi, en að hann setti undir okkur hesta frá sér, svo okkar gætu notið hvíldar. Vel leist okkur á Bæjarstaðaskóg. Ovíða sér maður beinni tré og fegurri. En hörmulegt var að sjá, hvernig auðnirnar í kringum hann söguðu af honum allt í kring. Nú er búið, fyrir góðra manna aðstoð, að friða og öræfajökull. Hvannadalshnjúltur. Kristinartindar. Bærinn „Bölti“ í Skaftafelli. 10 girða þessa fögru skógartorfu, sem um- kringd er af jöklum og jökulaurum. Um nóttina gistum við í Skaftafelli. Upp- haflega ætluðum við okkur að vera einn. dag í Öræfum, og fara alla leið að Fagur- hólsmýri. Mig langaði til að sjá Ara gamla tír Bæjarstaðaskógi. Hálfdánarson, sem ég hafði svo oft af- greitt í Landsbankanum, þó aldrei kæmi hann þangað sjálfur. En ef einhver í Ör- æfum þurfti að senda sparisjóðsbókina sína til bankans, til að láta leggja inn í hana — sem var nú langoftast — eða taka út úr henni, færa vexti ö. s. frv., þá var Ari milligöngumaðurinn. Ég fékk þá skoð- un á þessum aldraða merkisbónda, að hann væri forsjón sveitunga sinna í fjármálum, og aðal bréfritari sveitarinnar. Mér var því talsvert umhugað að sjá og heimsækja þennan merkilega öldung. En því miður tókst þetta ekki. Vegna ótta um að hlaup kæmi þá og þegar, þorðum við ekki annað en hraða ferð okkar svo sem framast var unnt vestur yfir Skeiðarársand þó útlitið væri ekki glæsilegt. Ef hlaupið hefði kom- ið, og við þá verið í Öræfum, var ekkert líklegra, en að við hefðum orðið að bíða þar, þangað til sandurinn var orðinn fær aftur, og það gat orðið langur tími, kann- ske 8—12 dagar — eða halda áfram aust- ur, og ná í skip á einhverjum firðinum. Hvorugt var gott. Við tókum okkur því upp frá Skaftafelli snemma næsta morgun, þó okkur væri það mjög um geð. Bæði var nú það, að margt var eftir að sjá af tign og fegurð í Skaftafelli, og svo hefðum við heldur kosið að þurfa ekki að gera okkar góða og alúðlega fólki, er við gistum hjá á tveimur syðri Skaftafells- bæjunum (Bölti og Seli), sérstakt ónæði. Framhald. Það er víðar en á Islandi, að menn taka mikla tryggð við reiðhesta sína. Þegar eftirlætishestur Alexanders mikla, Bukefalos, dó, lét Alexander ekki einungis jarða hann með mikilli viðhöfn, heldur skíra bæ eftir honum, Bukefalo.

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.