Vikan


Vikan - 23.05.1940, Side 10

Vikan - 23.05.1940, Side 10
10 VIKAN, nr. 21, 1940 Heimilið Laugardagsmatur. Brauðsúpa. Soðinn saltfiskur. Kartöflur. 1 4 pottum af vatni sjóðist V2 kg. af útbleyttu rúgmjöli (óskemmt, gamalt brauð bezt). Síið í gegnum fínt sigti og setjið yfir eld aftur, með citrónuberki og kanel (heilum). Þegar sýður á ný, hellið kaffibolla fullum af saft í og safa úr 2 cítrónum, sem og sykri. Þeytið % pela af rjóma i tarinuna. Hellið súpunni síðan yfir þeytta rjóm- ann og þeytið vel saman. — Nægilegt handa 8— 10 manns. Afvatnið saltfiskinn með 1 matskeið af matar- sóda. Það gerir fiskinn hvitari og hann soðnar fyrr. 1 smjör- (smjörlíkis-) sósuna sé sett lítið eitt af sinnepi og fínt skorið, harðsoðið egg. Mánudagsmatur. SeUerí-súpa. Fiskpylsur með kartöflumauki. Sé ekki kraftsoð til, þá leysið upp 5 Maggie- teninga í 2 pottum af heitu vatni. Setjið yfir eld með 2—3 selleri-hausum sundurskomum og mat- skeið af smjöri eða smjörlíki. Sjóðið í 1 klukku- stund eða þar til selleríið er sundursoðið. Síið síðan. Setjið yfir eldinn aftur, hrærið með varúð 3 matskeiðar af rjóma saman við. Súpuna má gera þykkari með hveitijafningi. Bæta má súpuna með eggjarauðum, sem þeytist í tarinunni og sé sjóðandi súpunni hellt á þær, en hrærið þá stöð- ugt í með eggja þeytara. Saltist og kryddist eftir smekk. Á fiskpylsumar hellist sjóðandi vatn og sé það á þeim í 5 mínútur við suðupunktinn. Varizt að hafa suðuna of mikla. Vegna eggjanna, sem 1 þeim em, vilja þær springa við of harða suðu og em þá ekki eins lystugar. Viðmeti: brætt smjör eða smjörliki. Sjóðið 1 kíló af kartöflum, flysjið þær og merjið i sundur, setjið á eldinn og smáhrærið 1 pela af mjólk saman við 1 matskeið af smjöri. Krydd eftir vild. Hrærið vel í, þar til maukið er orðið heitt og hvitt. Húsráð. Til þess að mjólkin sjóði ekki út úr pottinum, má bera afarlitla feiti þumlungsbreitt á innri rönd hans. Flaueli, sem er mjög hmkkótt, má halda yfir skál af sjóðandi vatni, svo að ranghverfan viti að vatninu. Þá fara hrukkumar og flauelið verður sem nýtt. Það er fyrirhafnarlítið að þvo veggina í eldhús- inu, ef þér gerið það meðan þeir em votir af gufu. Þá þarf ekki annað en að fara yfir þá með hálfþurrum klút og sápu. Linsterkju ætti ávallt að blanda úr sápuvatni. Það gerir það að verkum, að jámið límist ekki við, og gljáinn verður miklu fegurri. Silkisokka á að þvo úr heitu, en ekki sjóðandi vatni. Búið til sápukvoðu, en nuddið ekki sáp- unni inn í sokkana; látið þá liggja í kvoðunni y2 —1 kl.st., og skolið þá úr köldu vatni. Til þess að þurrka þá, er bezt að vefja þá innan í handklæði, eftir að þeir hafa verið undnir. ,Að lokum má straua þá með járni, sem er ekki of heitt. Óhreint veggfóður má hreinsa með gömlu hveitibrauði. Brauðið á að vera að minnsta kosti þriggja daga gamalt, og veggirnir eru nuddaðir laust með því, niður á við. Mislita bómuliarkjóla má aldrei hengja til þerr- is út í sólskin. Hengið þá í skuggann. Eins verð- ur að varast það að straua þá með of heitu jámi, því að þá upplitast þeir mjög fljótt. Haframjöl mýkir skinnið og bleikir það. Sér í lagi er það gott á höndurnar eftir þvott. Þegar höndumar hafa verið þurrkaðar, er þeim dýft ofan í haframjölið og það nuddað vel inn i hör- undið. Salt er gott fyrir tennurnar. Það ver himnu- myndun og styrkir gómana. Það er því ágætt að bursta tennumar úr saltvatni við og við. Xylol leysir upp alla málningarbletti á örstuttri stund. Grjótharðir penslar verða mjúkir, ef þeir eru látnir liggja í xylol í nokkrar mínútur. Stíflaðar afrennslispipur má hreinsa með þvi að hita þær fyrst með sjóðandi vatni; hella síðan í þær 1 pela af steinolíu, og svo að tíu mínútum liðnum aftur sjóðandi vatni, þangað til stiflan er horfin. Tízkumyndir. Leggið þunga bók ofan á kollinn og gangið hægt niður stiga. Ef þér gerið þessa æfingu á hverjum degi, verðið þér fljótlega léttar í hreyfingum. Nýtízku hárgreiðsla. Hárið er greitt upp í hnakkanum, en áð framan er það greitt í tvær, stórar rúllur, sem mæt- ast í miðjunni. Uppi á höfðinu er hárið allt í smálokkum. Margir vorhattarnir sitja fram á ennið, og eru með hnakkabandi. Hér sjáið þið einn slíkan. Hann er hálfskrítinn, en klæðilegur?

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.