Vikan


Vikan - 19.09.1940, Blaðsíða 5

Vikan - 19.09.1940, Blaðsíða 5
VIKAN, nr. 38, 1940 Bóndinn Degar komið var fram í júní 1911, sá Jack, að „Úlfa- húsið“ mundi ekki verða tilbúið fyrr en eftir tvö ár. Hann keypti sér því sjö tunnur lands í miðj- um vínekrum Kohlers, sem á stóðu hrörlegt víngerðarhús, lélegur bóndabær og nokkrar hlöður. Þar lét hánn smiði og múrara byggja sér fallegan borðsal með stórum arni og breiðum, þægilegum palli fyrir framan, og lét þá stækka svefn- herbergin og gestaherbergin. Úr hluta af stærstu hlöðunni voru gerð níu gestaherbergi. Nakata var gerður að yfirmanni húss- ins og fékk hann tvo aðra Japani sér til aðstoðar. Þetta hús varð brátt afar vinsælt. Það var stórt og menn gátu leikið sér í því eftir vild. Nú var húsið öllum opið á hverjum degi. Svo að segja allir rithöfundar eða listamenn, sem lögðu leið sína vestur að Kyrra- hafi, bjuggu tvo eða þrjá daga hjá Jack London, á „Beauty Ranch“. 1 þeim tíu þúsund bréf- um, sem Jack skrifaði þarna á búgarðinum, og mörg voru til manna, sem höfðu gert árásir á hann eða atyrt hann, gleymdi hann aldrei þessari eftirskrift: „Bjöllustrengurinn hangir alltaf úti á „Beauty Ranch“, og það er alltaf nóg af teppum og mat handa vinum okkar. Komið og heimsækið okkur og verið hjá okkur eins lengi og þér viljið.“ Svo margir þáðu boðið, að hann varð að láta prenta leiðbeiningar um, hvernig hægt væri að kom- ast frá San Francisco eða Oakland til Glen Ellen. Sem dæmi um fjölbreytni gestanna má nefna miðdegisverð, þar sem eftirtaldir menn voru viðstaddir: Foringi fyrir andbreskri hreyfingu í Ind- landi, amerískur skáldsagnahöfundup, stærðfærðiprófessor frá Stanfordháskóla, bóndi þar úr nágrenninu, verkfr'æðingur, sjó- maður, sem var nýkominn heim frá Penang, Ula Humphrey greifafrú, leikkona, sem hafði verið í kvennabúri Tyrkjasoldáns, þrír flækingar, og einn vitleysingur, sem var með ráðagerðir um að byggja hús, sem næði frá San Francisco til New York. Jack vann eins og áður aðallega á morgnana og krafðist þess, að gestirnir ónáðuðu sig ekki fyrir hádegi. En klukkan eitt kom hann inn í borðsalinn með flagsandi hárið, í hvítri skyrtu opinni í hálsinn og grænt sólskyggni yfir augunum. Hann heilsaði hópn- um brosandi og hrópaði: „Hello, folks!“ og þá var eins og allir leystust úr læðingi. Hann skemmti sér við að finna upp á alls konar tiltækjum. I hvert skipti sem stjórnleysingjar komu í heimsókn til hans, setti hann á diskinn fyrir framan þá bók, sem stóð á með stóru letri: „Gauragangurinn". Þegar svo stjórnleysinginn í mesta grandaleysi opnaði bókina, sprakk hún í höndunum á honum, því að í henni hafði verið falin hvellhetta. Jack skaut þeim þannig skelk í bringu til að sýna þeim, að í raun og veru myndu þeir aldrei kollvarpa ríkjandi stjórnarfari með ofbeldi, þó að þeir hefðu möguleika til þess. Við aðalgötuna í Glen Ellen var krá við krá. Þegar Jack fékk löngun til að varpa frá sér öllum áhyggjum út af heim- ili, vinnu og gestum, spennti hann fjóra hesta fyrir vagn sinn, setti sleðabjöllur á aktyg- in og ók eins og óður maður eftir bugðóttum moldarslóðun- um til bæjarins. Þegar íbúarnir í Glen Ellen heyrðu í bjöllun- um, var eins og bærinn vaknaði af svefni. „Jack London er að koma!“ hrópuðu menn og þurstu út á göturnar. Alhr þekktu hann og hrópuðu til hans? „Hæ, Jack!“ og þegar hann sá einhvern, sem hann þekkti, kallaði hann: „Hello, Bill!“ og veifaði barðastóra hattinum sínum. Hann batt hestana og fór inn í næstu krá, þar sem hann, alveg eins og á sjómannsárum sínum, veitti öllum viðstöddum. Enginn fékk leyfi til að taka upp budduna. Þegar hann var búinn að hella í sig nokkrum „sjússum“ og gera að gamni sínu við gestina, fór hann út, og inn á næstu krá, og þar endurtók sagan sig. Áður en dimmt var orðið hafði hann komið á allar krárnar og torg- að rúmum líter af whislty. Einu sinni í viku ók hann til Santa Rosa. Hann nam staðar fyrir framan skrifstofu Ira Pyles fasteignasala og kallaði: „Hæ, Puhyle! Af stað nú!“ og svo óku þeir til hótel Overton, þar sem Jack hallaði sér fram á veitingaborðið og bað um eina stóra flösku af skozku whisky. Hann drakk whiskyið úr merkurglasi. Einu sinni þegar Pyle var kallaður drykkjubróðir Jacks, sagði hann: „Þá nafnbót á ég ekki skilið. Það á enginn. Jack var ein- stakur í þeim efnum. Hann drakk f jögur eða fimm glös á meðan ég drakk eitt. Það er dálítið merkilegt, að umræðuefni hans við veitingaborðið var nærri eingöngu jafnaðarstefnan. Mönnum mis- líkaði við hann, af því að hann sagði öllum, bæði kaupmönnum og dómurum, upp í opið geðið, hve rotið auðvaldsskipulagið væri. I öll þau ár, sem hann kom til Santa Rosa, varð ég aldrei var við, að nokkur væri honum sammála. Þegar ég bað hann að útskýra kosti hins socíalistiska þjóðskipulags, hugsaði hann sig um and- artak, hristi svo höfuðið og sagði: „Bíddu þangað til ég er búinn að mýkja kverkarnar með einu glasi til, það er eins og heilinn láti betur að stjórn á eftir.“ Pyle segist aldrei hafa séð Jack drukkinn. Hann hafði eigin- leika írlendingsins til að þola whisky. Vínið létti af honum þreytu- tilfinningunni og taugaþennslunni, liðkaði málbeinið og skapaði honum yfirleitt almenna vellíðan. Þessi kynni hans af víninu urðu til þess, að hann skrifaði bók, sem gerði hann frægari og umdeildari en nokkur önnur. „Bakkus konungur“ er sjálfsæfisaga í skáldsöguformi og sannleikanum samkvæm, það sem hún nær. Sjálfur sagði Jack um hana: „En Jack London byggir sér bráðabirgðahús, þar sem alls konar fólk safnast í kringum hann. Hann eyðir öllum sínum peningum, og meira Jack London og Charmian á tröppum „Beauty Ranch", bráSabirgða- heimili þeirra á meðan „Olfahúsið" var i smíðum.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.