Vikan


Vikan - 19.09.1940, Blaðsíða 7

Vikan - 19.09.1940, Blaðsíða 7
VIKAN, nr. 38, 1940 7 líerri i Djöilaeyja. Vafðir teppum er hópur af föngum fluttur út í skipið, sem á aðy flytja þá til Guiana. Þeir eru hafðir undir ströngu lögregiueftiriiti. — Enginn færa að hverfa heim að aflokinni fangelsisvist. Fanganýlendurnar í franska Guiana eru fljótar að ráða niðurlögum glæpamamianna. * nóvember 1938 sendi Frakkland í fyrsta skipti í þrjú ár skip með fanga til franska Guiana. Bæði í frönskum og útlendum blöðum hófust að nýju umræð- urnar um fanganýlendur Frakka í Guiana og á Djöflaeyjunni skammt þar frá, þar sem Alfred Dreyfus var fangi. Alfred Dreyfus var fyrsti fanginn á Djöflaeyjunni og var þar frá 1895—99. Eftir að hann var látinn laus, var enginn sendur þangað, fyrr en árið 1910, þegar Charles Ullmo, undirforingi í franska flot- anum var fluttur í hinn tóma kofa Dreyf- usar, dæmdur fyrir að hafa ljóstrað upp hernaðarlegum leyndarmálum við fallega dansmeyju, sem því miður reyndist vera njósnari. Eftir heimsstyrjöldina voru tuttugu pólitískir fangar sendir til eyjar- innar, þar sem hver þeirra fékk sinn kofa. Þeir áttu að sumu leyti góða daga, voru ekki neyddir til að vinna og gátu gengið frjálsir um á ströndinni. Það hafa aldrei verið fleiri en fimmtíu fangar á Djöflaeyjunni og líf þeirra hefir verið miklu frjálsara og hollara en félaga þeirra inni á meginlandinu. Loftslagið á eyjunni er þolanlegt, og all- ar þær óbærilegu þjáningar, samfaxa hita- beltissjúkdómum og öðrum plágum, sem í hugum manna er almennt tengt við nafnið Djöflaeyja, eiga sér enga stoð í veruleikan- um, heldur stafa af því, að menn hafa ruglað henni saman við hinar stóru fanga- nýlendur á meginlandinu í franska Guiana eða hinar tvær eyjurnar í eyjaklasanum, Iles de Salut, sem Djöflaeyjan tilheyrir. Þessar tvær eyjar heita. Royale og St. Joseph og eru báðar miklu stærri en Djöflaeyjan, sem dregið hefir nafn sitt af ofsalegum hvirfilvindum, sem stundum geysa þar. Á St. Joseph er rúm fyrir 300 fanga, sem allir eru hafðir í niðurgröfn- um einsmannsklefum. Auk þess er þar deild fyrir fanga, sem orðið hafa brjálaðir. Á Royale er hinn alræmdi „Case Rouge“ — rauði hermannaskálinn, þar sem mörg hundruð af hættulegustu glæpamönnum Frakklands eru geymdir. Fimmtán kílómetra breitt sund, mor- andi af hákarli, aðskilur þessar eyjar frá meginlandi Suður-Ameríku og hinum stóru fanganýlendum í franska Guiana. Þar lifa 4 þúsundir manna, dæmdir til að hfa land- flótta það sem eftir er æfinnar, þó að þeir lifi af hegningartímabilið. Þeir verða að vinna í frumskógunum í hræðilega óhollu loftslagi. Síðan 1763, er 14,000 menn voru sendir frá undirheimum Parísarborgar til Guiana — þeir dóu allir á fáum árum — hafa um 100,000 Frakkar verið dæmdir til að veslast upp og deyja í þessu óholla landi. En árið 1936 bar stjórn Blums fram frum- varp til laga um að hætta að nota Guiana sem fanganýlendu. Að flóttamenn frá ný- lendunni gáfu útleridum blöðum full svart- ar lýsingar af lífinu þar, átti sinn þátt í, að Frakkar voru ekkert upp með sér af ástandinu. Samt mætti frumvarpið mikilli mót- spyrnu, þó að hætt væri að senda fanga til Guiana. En sumarið 1938 var það aftur borið fram, í þetta skipti af stuðnings- mönnum Daladiers, og þá var það sam- þykkt. Nokkrum mánuðum seinna varð stjórnin þó að afnema lögin, því að í ljós kom, að Frakkland átti ekki nógu mörg fangelsi til að hýsa alla glæpamenn sína. Síðan var ákveðið að senda þúsund fanga til Guiana í tveimur ferðum. Frakkland er eina landið, sem starf- rækir fanganýlendu að undanteknu Rúss- landi, sem hefir 3500 fanga innilokaða í miðaldaklaustri á Solovetsky-eyju í Hvíta- hafinu. Portúgal hefir lagt niður nýlend- una á Angola og Italir á Líparisku eyjun- um, þangað sem margir pólitískir fangar voru sendir á fyrstu stjórnarárum fascist- anna. Og Spánn, sem jafnvel á árinu 1932 sendi nokkra aíftalsmenn til Rio de Oro úti fyrir Sahara-eyðimörkinni á vesturströnd Afríku, notar þessa eyju ekki lengur fyrir fanganýlendu, þó að margir fyrrverandi fangar lifi þar nú sem frjálsir menn. Mörg ríki hafa reynt að stofna nýlend- ur með því að senda þangað glæpamenn og aðra lögbrjóta og ætlað sér þar með að slá tvær flugur í einu höggi. Gott dæmi um það eru Andaman-eyjarnar, sem liggja í Bengalflóanum, 480 kílómetra undan landi. Þangað voru sendir glæpamenn frá Indlandi, alveg frá 1857 til 1921. Þegar fanginn hafði afplánað hegningu sína, fékk hann leyfi til að senda eftir konu og börn- um og útvegaði sér svo atvinnu á eyjun- um, oftast sem fiskimaður. — Þar búa nú sem stendur um 5000 fyrrverandi fangar og fjölskyldur þeirra. Vitiö þér bcnö? 1. Hvað heitir konungurinn í Búlg- aríu? 2. Hver er höfundur að „Svart- fugl“? 3. Hver leikur aðalkvenhlutverkið í kvikmyndinni „I sátt við dauð- ann“? 4. Hvar beið Napoleon sinn stærsta og síðasta ósigur? 5. Hvaða ás var guð hreysti, hug- rekkis og hernaðar? 6. Hvað heitir flugmálaráðherra Breta ? 7. Hvar er aðalsölumarkaður fyrir íslenzkan ísfisk nú um þessar mundir ? 8. Hvað heitir höfundurinn að leik- ritinu og kvikmyndinni „Pygma- lion“? 9. Hverjir eru þingmenn Sunnmýl- inga? 10. Hver 'var mannflesta sýslan á landinu við síðasta manntal? Sjá svör á bls. 15.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.