Vikan


Vikan - 19.09.1940, Blaðsíða 14

Vikan - 19.09.1940, Blaðsíða 14
14 VTKAN, nr. 38, 1940 var það þá a. m. k. Það bjó karl á Eyrar- landsveginum, sem átti hrút. Það var nú hrútur, sem vert er um að tala. Hann var mannýgur. Hann hafði brotið af sér ann- að hornið. Hann hafði slasað konu. Hann hafði ráðist á barn, sem varð bjargað með naumindum frá bráðum bana. Hrússi var kærður. Það var haft réttarhald yfir hon- um. Hann var dæmdur til dauða. Bæjar- fógeti skipaði eigandanum að slátra hon- um. En þá komum við til sögunnar. Ólafur þekkti karlinn. Við mútuðum honum. Við fengum hann til að fresta slátruninni um nokkra daga. Hann geymdi hrútinn í skúr rétt við götuna, sem Ásvaldur gekk um á hverju kvöldi. Þetta var einn þáttur undir- búningsins. Hrúturinn átti að koma fram við Ásvald sem fulltrúi okkar. En með því að tala um mannýg naut undir borðum, höfðum við komizt að því að hann hafði ekki heyrt getið um hrússa. Svo kom kvöldið góða. Við vorum fullir eftirvæntingar. Undir borðum sagði Ás- valdur okkur að venju nokkrar sögur af Jóni föðurbróður sínum. Okkur þótti -ekk- ert að því að heyra þær í þetta sinn, Við biðum okkar tíma. Eftir kvöldmatinn sett- ist Ásvaldur út í horn með pípu sína og las blöðin, en við f jórmenningamir tókum fram pappaspjaldið okkar og glas. Það höfðum við gert annað slagið allt sumarið. Ásvaldur hafði oftast verið viðstaddur en aldrei tekið beinan þátt í því. Hann var þó ekki vantrúaður á slíka hluti. Alls ekki. Hánn trúði því meira að segja að sáhr framliðinna gætu tekið sér bólfestu í dýra- líkömum. Hann hafði oft haldið því fram. Það er víst einhvers konar guðspeki, er það ekki? Jæja, það er nú sama. Já, þetta fór allt fram samkvæmt áætlun. Ég hafði verið kjörinn til að stýra glasinu. Andarn- ir áttu ekki að færa það til í þetta sinn. Fyrst létum við koma þessa venjulegu kunningja okkar þarna hinum megin frá. Við spurðum, og þeir svöruðu. Allt eins og vanalega. En svo allt í einu kemur nýr andi. Við spyrjum hann að heiti. Hann kveðst heita Jón. ,,Ég vil tala við Valda,“ segir hann. „Ertu Jón föðurbróðir Ásvald- ar?“ spyrjum við. ,,Já,“ svarar hann. Við hrópum upp yfir okkur. Við köllum á Ás- vald. Það hummar eitthvað í honum, en hann kemur þó. Hann bograr yfir okkur. Glasið þýtur eftir spjaldinu. Það stafar hratt: ,,Þú ýkir, frændi. Hættu því. Ég hefi fengið annan líkama fyrir nokkru. Ég er skammt frá. Ég kem og refsa þér í kvöld. Vertu sæll.“ Augun standa í Ásvaldi. Hann hefir fylgt hverri hreyfingu glassins af eftir- tekt. En nú látum við það staðnæmast. Við þykjumst reyna að koma því af stað á ný en segjumst ekki geta það. Allir and- ar séu farnir. Við stöndum upp og tökum að ræða þetta fyrirbæri okkar í millum. Við þykjumst taka það fyrir góða og gilda vöru, að einu undanteknu. Við segjumst ekki trúa því, að hann hafi fengið annan líkama. Það sé áreiðanlega einhver vit- leysa. Slíkt komi ekki fyrir. Ásvaldur segir fátt fyrst í stað. Hann er hugsi. En svo grípur hann inn í umræðurnar. Þetta hafi nú verið talsvert merkilegt. Þó hafi skilaboðin áreiðahlega ekki komið rétt. Hann hafi aldrei ýkt neitt í frásögnum sínum. Nei, það hafi heldur verið það gagn- stæða. En það, sem sér finnist sennilegast af þessu öllu, sé það að Jón gamli hafi fengið sér annan líkama. Það sé ekki nema rétt eftir honum. Slíkt sé mögulegt. Hann hafi einu sinni lesið bók um þessi mál. Síð- an kom löng endursögn úr þessari bók, hvernig mannssálir gætu hlaupið í dýr og- dýrasálir í menn. Alls konar vísindalegar útskýringar. Við komumst auðvitað ekki að með okkar skoðanir fyrr en seint og síðar meir. Ásvaldur talaði svo að segja einn allt kvöldið. Við létum okkur það vel lynda. Við sögðum, að hann yrði að segja okkur morguninn eftir, ef hann yrði var við Jón, áður en hann færi að sofa. Hann lofaði því. Annars sagðist hann ekki vera trúaður á, að hann fengi nokkra heimsókn. A. m. k. yrði sér ekki refsað saklausum. Hann hefði góða samvizku. Við kvöddum hann með virktum um kl. 11 um kvöldið. Ég held, að við höfum aldrei verið jafn elskulegir við hann. Óðara en hann var horfinn út í rökkrið, tókum við á sprett yfir túnin. Við stytt- um okkur leið. Við hlupum beina leið að skúrnum, þar sem hrúturinn var geymd- ur. Við drógum hann út á þessu eina horni, sem hann hafði. Við stóðum með hann við hliðið, er við sáum Ásvald ganga fram hjá, hægt og tígulega að vanda. Við ýttum hrússa út fyrir, og svo biðum við með öndina í hálsinum. Nei, það hafði ekki verið ofsögum sagt af blessaðri skepnunni. Hann hljóp fyrst aftan að Ásvaldi, eins og til þess að njósna. Svo tók hann nokkur vígaleg skref aftur á bak og renndi sér því næst af fleygiferð aftan á hann. Ásvaldur hrasaði við og rak upp öskur. Síðan vatt hann sér við til þess að vita, hver stæði fyrir árásinni. En þá renndi hrússi sér upp í fangið á honum. Ásvaldur féll aftur á bak með ópi og óhljóðum. Hann stóð snarlega á fætur. Þegar við sáum síðast, var Ásvaldur á harða hlaupum niður götuna og Jón föður- bróðir hans, nefnilega hrúturinn, á hælum honum. Svo hurfu þeir frændur okkur út í myrkrið. Þú getur get þér í hugarlund, hvað okkur leið. Við lognuðumst niður, þar sem við stóðum. Við grétum af hlátri. Við veinuðum af fögnuði. Við veltum okkur í götunni af einskærri hamingju. Við lágum þarna magnþrota, þar til bifreið hafði því nær ekið yfir okkur. Þá fór hver heim til sín. En áður höfðum við rifjað vandlega upp hernaðaráætlun okkar fyrir morgun- daginn. Þá átti lokaþáttur þessa sorgar- leiks að fara fram. Allt samkvæmt áætlun, alveg eins og í styrjöldinni. Þjónn! Látið okkur hafa í skyndi tvo brennivínssnapsa. Hafið þá af stærstu teg- und. Jæja, svo kom morgundagurinn. í býti um morguninn var hrútnum slátrað. Ólaf- ur og Garðar voru viðstaddir. Þeir sögðust hafa tekið nærri sér að horfa á aftökuna. Þeim var orðið vel við blessað dýrið. Það var skiljanlegt. En nú keyptu þeir annað lærið handa matarfélaginu. Þeir fóru með það til ráðskonunnar. Við áttum að fá kjöt í miðdegismatinn. Allt samkvæmt áætlun. Þakka yður fyrir. Já, skál! Skál fyrir hrútnum! Jæja, svo sátum við allir við miðdags-- borðið og biðum eftir matnum. Ásvaldur var óvenju þögull. Hann var með bundið um einn fingur. Önnur meiðsli sáum við ekki. Við spurðum, hvort Jón föðurbróðir hans hefði nokkuð heimsótt hann kvöldið áður. Hann neitaði því. Vildi helzt ekkert um þetta tala. Við létum það gott heita. Svo tók hann að segja okkur sögu af ein- hverjum Guðmundi móðurbróður sínum. Við höfðum aldrei heyrt hans getið áður. En sagan var merglaus. Guðmundur hafði ekki verið annar eins maður og Jón. Svo kom kjötið. Fallegt kjöt. Góð kjötsúpa. Ásvaldur tók hressilega til matar síns. Við sömuleiðis. Allir voru þögulir um stund. Þá var það, að Ólafur tók að kjamsa og horfa út í loftið. „Hvaða kjöt er þetta? Afskaplega er þetta einkennilegt kjöt. Það er eitthvað sérstakt bragð að því. Af hvaða skepnu er þetta?“ Ásvaldur hélt áfram að borða og sinnti þessu ekki, en við hinir litum upp frá diskunum og tuggðum af rólegri athygli. Jú, við fundum það líka. Þetta gæti ekki verið kindakjöt. Það væri svo ákaflega ljúffengt og skrýtið á bragðið. Ólíkt öllu öðru kjöti. Ólafur stóð á fætur og gekk fram í eld- hús. Hann kom aftur að vörmu spori. „Ráðskonan segir, að þetta sé kjöt af ein- hyrndum hrúti, sem hafi verið slátrað í morgun. Hann Kristján gamli hérna niðri í götunni átti hann.“ Ólafur settist aftur og hélt áfram að borða. Ég fór að tala um það, að ég hefði víst séð þennan hrút í gær. Það hefði sérstaklega vakið eftir- tekt mína, hve augnaráðið hefði verið greindarlegt. Augun í honum hefðu verið eins og mannsaugu. Já, og Garðar hafði séð hann líka og athygli hans hafði einnig beinzt að augnaráðinu. Ásvaldur steinhætti að fást við stóran kjötbita, sem var á diskinum. Hann var orðinn náfölur. Hann stóð á fætur. Hann tautaði eitthvað um, að hann þyrfti að flýta sér. Hann rauk út úr stofunni. Við sáum á eftir honum berhöfðuðum niður götu. Hann slangraði eins og drukkinn maður. Nú var okkur skemmt. Við réðum okk- ur ekki fyrir fögnuði. Við dönsuðum um stofuna. Við hrópuðum húrra fyrir sjálf- um okkur og hrútnum. Ég hefi aldrei verið glaðari á æfi minni. Ásvaldur kom seinna um daginn og tal- aði við ráðskonuna. Hann bað að skila því til okkar, að samkvæmt læknisráði

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.