Vikan - 28.11.1940, Page 5
VIKAN, nr. 48, 1940
5
Á ferðum sínum fara bavíanamir í hópum, 20 til 200 i einu, og eru þá alltaf undir stjórn gamals,
slægviturs karldýrs. Þeir óttast engin dýr eins mikið og slöngur.
I Transvaalríkinu einu valda
þeir meira en sex milljóna
króna tjóni á ári.
Stjórnin í Sambandsríkjum Suður-
Ameríku borgar frá 2,50 krónum
upp í 10 krónur fyrir hvern bavían-
hala. Hæst verð er auðvitað borgað þar,
sem bavíanarnir valda mestu tjóni. Að
tjónið sé ekki neitt smáræði, má sjá af því,
að í skýrslu frá Transvaal segir, að tjónið,
sem þeir vinni þar, sé árlega 6'/2 milljón
króna.
Bavíanarnir eru apategund. Þeir fara
oftast saman í flokkum — það geta verið
milli 20 og 200 í hóp. Ef slíkur flokkur
kemur á bóndabæ, getur hann á ótrúlega
skömmum tíma gereyðilagt ávaxtagarðinn,
stórskemmt maísakrana, drepið lömb og
kiðlinga og tekið loks með sér heilan hóp
af hænsnum og hænsnaungum.
Bændurnir hafa neytt allra ráða til að
ráða niðurlögum þessara skaðræðisdýra.
Þeir hafa elt þá með byssum og hundum,
eitrað fyrir þá með arseniki og lagt fyrir
þá alls konar gildrur. Stundum hefir þeim
orðið nokkuð ágengt, en þeim hefir aldrei
tekizt að útrýma þeim alveg. Þeir eru
hreinasta plága allt frá miðbaug suður til
Höfðaborgar; einkum verða hinir inn-
fæddu bændur, sem engin skotvopn eiga,
hart úti.
Bavíanarnir eru léleg verzlunarvara.
Skinnið af þeim er í lágu verði. Menn hafa
reynt að nota það í yfirleður á skó. Það
er endingargott, en hefir þann galla, að það
marrar alltaf í því. Kjötið er heldur ekki
gott. Það er ramt og hvítir menn leggja
sér það ógjarna til munns.
Því miður eiga bavíanarnir ekki marga
óvini á meðal annarra
dýra. Það kemur að vísu
stundum fyrir, að leopardi
ræðst á sofandi bavían, en
þó aðeins ef hann er
hungraður. Og leopardinn
fer ekki alltaf með sigur
af hólmi. Veiðimaður í
Rhodesia sá einu sinni hóp
bavíana koma einum fé-
laga sinna til hjálpar, sem
leopardi hafði ráðist á.
Bavíanarnir umkringdu
leopardann imdir stjórn
foringja síns. Hringurinn
varð minni og minni og
loks fleygðu þeir sér yfir
leopardann og tættu hann
í sundur.
Fyrir bavíanahópnum er
alltaf gamalt, slægviturt
karldýr, og það ríkir mikill
agi í hópnum. Hver hópur hefir sitt
ákveðna veiðisvæði, sem hann hefir einka-
rétt á og aðrir flokkar virða þann rétt.
Ef það kemur fyrir, að bavían hættir sér
inn á forboðið svæði, fær hann eftirminni-
lega ráðningu. Menn vita ekki með vissu,
hvað gamlir bavíanarnir verða, en álitið er,
að meðalaldur þeirra sé 45 ár. Þefvísi
þeirra er lítil, en sjónin er góð og þeir eru
slægvitrir. Engin dýr óttast þeir eins mikið
og slöngur.
Oftast eru bavíanarnir of skynsamir til
að hætta sér inn í hús, þar sem menn búa.
En ef þeir komast að raun um, að í húsinu
séu aðeins konur, verða þeir áræðnari og
ósvífnari. I fyrra réðust tveir bavíanar
inn í hús hjúkrunarkonu í Lobatsi í
Bechuanalandi. Þeir eyðilögðu húsgögnin,
brutu rúðurnar og umturnuðu öllu svo, að
hjúkrunarkonan þekkti naumast heimili
sitt aftur.
I fyrra vor réðist stór bavían inn í kirkju
í Norður -Transvaal og reif allt og tætti í
skrúðhúsinu. Nóttina eftir drap hann fjór-
ar kindur, reif hurðina af skólahúsinu, réð-
ist inn í skólann og tætti í sundur bækur
í tugatali. Því næst fór hann að brjóta
rúður í bændabýlunum í kring. Einn af
bændunum sigaði stóra, danska hundinum
sínum á hann, en eftir stuttan bardaga lá
hundurinn í valnum. Daginn eftir söfnuð-
ust bændurnir saman og hófu herferð gegn
bavíaninum, en hann slapp.
Þó að bavíanamir séu verstu og slæg-
vitrustu óvinir bændanna, hafa margir
bændur í Suður-Afríku taminn bavían á
heimilinu hjá sér, og sumstaðar sér mað-
ur þá notaða sem varðhunda. En hreyf-
ingaleysið og röng fæða gerir þá illhvitna
og geðvonda. Stundum hefir bændunum
tekist að venja bavíanana sem „voorloper"
— forustudýr fyrir uxaeiki.
En bændurnir geta aldrei fyllilega treyst
þessum tömdu bavíönum. Lævísin er rík-
ur þáttur í eðli þeirra, og það eru til marg-
ar sögur um það í Suður-Afríku, hvemig
,,tamdir“ bavíanar hafa skyndilega ráðist á
húsbændur sína, þegar verst gegndi.
Wendell L Willlíie í samræðum við frú Alice Roosevelt Longworth
dóttur Theodore Roosevelts, sem einu sinni var forseti Bandaríkj-
anna. Frú Alice studdi Willkie í kosningnnum, en ekki Rossevelt
frænda sinn.