Vikan - 28.11.1940, Page 6
6
VIKAN, nr. 48, 1940
Frú Earl Browden, kona aðalfor-
sprakka kommúnista í Ameríku,
kemur til innflytjendaeyjunnar
Ellis Island, þar sem hún var
stöðvuð, og er vafasamt, hvort
hún fær landvistarleyfi. Hún er
fædd í Rússlandi. Maðurinn henn-
ar hefir nýlega áfrýjað 4 mánaða
fangelsisdómi fyrir vegabréfaföls-
un.
America, stærsta farþegaskip, sem byggt hefir verið í Ameríku, siglir inn í höfnina í New York,
þar sem það á að liggja til sýnis. Skipið er 35.000 tonn og 723 fet á lengd. Allur aðgangseyrir
sýningargesta rennur til ameríska rauða krossins.
Frétta-
Shirley Ann Mason, 6 ára göm-
ul, frá Philadelphíu, er nýstað-
in upp úr alvarlegum blóðsjúk-
dómi — streptococcus viridaus
— og er nú að hringja á spítal-
ann og bjóða blóð sitt til að
bjarga Katherine Alessi, 22 ára
gamalli stúlku, sem liggur fyrir
dauðanum í sama sjúkdómi.
myndir
Fimmtuherdeildar-starfsemi nazista í
Bandaríkjunum er sögð vera undir stjórn
E. W. Bohle, foringja Þjóðverja utan Þýzka-
lands. Sagt er að hann sé í stöðugu sam-
bandi við fulltrúa sina um allan heim.
Þessi mynd er af járnarusli, sem einu sinni var brezkur tundur-
spillir. Hópur þýzkra „Stuka“ steypiflugvéla gerðu árás á hann
í belgískri höfn, og skildu þannig við hann.
Þessi mynd er af Köln, sem mjög hefir orðið hart úti í loftárásum Englendinga.
„Borgin er raunverulega i rústum,“ segja Englendingar. Köln er mjög þýðingarmikil
iðnaðarborg. En þar er lika mikið af fomfrægum byggingum, eins og sjá má á
myndinni. Köln stendur 4 bökkum Rínarfljóts.