Vikan


Vikan - 28.11.1940, Side 10

Vikan - 28.11.1940, Side 10
10 VIKAN, nr. 48, 1940 milið Heimilið eða skriístofan? Hvor haldið það að lifi hamingju- samara lífi, húsmóðirin eða konan, sem vinnur úti? Matseðillinn. Kjötréttur: Griílerað kjöt. 3 kg. kjöt (læri eða frampartur), 200 gr. smjör til að steikja i, 3 egg eða hveitijafningur og 400 gr. steyttar tvíbökur. Kjötið er höggið í nokkuð stór stykki og soðið i fjórum lítrum af vatni með hálfri matskeið af salti út í, í 5 til 6 stundarfjórðunga og síðan látið kólna. tá er það skorið í hæfilega stórar sneiðar eða stykki, dýft í egg og velt upp úr steyttum tvíbökum. Brúnað á pönnu, þar til það verður fallega Ijósbrúnt báðum megin. Látið á fat og borið á borð með brúnuðu smjöri, soðnum kartöfl- um og einnig ýmsu öðru grænmeti. Súpa með makkaroni og rifnum osti. 4 litrar kjötsoð írúllupylsu- eða salt- kjötssoð er ágætt), 80 gr. smjör, 80 gr. hveiti, 70 gr. makkaroni og 60 gr. rifinn ostur. Makkaroni er soðið í söltu vatni í 40 mínútur. Hellt upp á gatasigti og skolað úr köldu vatni og vatnið látið síga vel af. Soðið er hitað, smjörið brætt og hveitinu jafnað saman við og þynnt út með sjóðandi soðinu. Súpan er soðin hægt í tíu mínútur. Þá er ostur og makkaroni látið út í. Nú fer að líða að því, að menn fara að búa út gjafapakkana. Gott er að hafa það í huga að halda saman öllum öskjum og kössum, sem til falla við innkaup og á annan hátt, því að það hefir mikið að segja, að umbúðirnar um gjafimar séu góðar og failegar. críjeo.Gfre''IQ -1-4 Ef þér ætlið að búa til „sandwiches“, þá er gott að skera brauðið að endilöngu, það sparar tima og fyrirhöfn. Brauð í ,,sandwiches“ er bezt eins dags gamalt. , Ef egg eru óhrein, er auðvitað sjálfsagt að þvo þau, en þó ekki fyrr en rétt áður en þau em notuð. Vatnið þvær burtu himnuna, sem tefur fyrir útgufun úr egginu og ver bakteríum að komast inn í það. Hafið venjulegan svamp (eins og notað er við skólatöflur) á skrifborðinu, þar sem börnin sitja við skriftir og látið þau nota hann sem penna- þurrku, það mun spara yður mikla fyrirhöfn og gremju við að ná burtu blekblettum, sem börn- unum hættir við að láta eftir sig á hinum ólík- legustu stöðum. Mikill aldursimmm*. John Heflin frá Amissville, 76 ára gamall, sést hér á myndinni með brúði sinni, Delvina Walker, sem er 15 ára. Nýgiftu hjónin ætla ao búa hjá fjölskyldu brúðurinnar. Delvina á bróður, þriggja ára gamlan, sem þannig eignast 76 úra gamlan mág. Þessa spurningu lagði ameríska blaðið „Journ- al“ fyrir kvenlesendur sína. Sjötíu og fjögur pro- sent af þeim 38 milljónum, sem svöruðu, töldu húsmóðurina hamingjusamari. Við nánari sundurgreiningu kom það í ljós, að sveitaþonur voru yfirleitt sannfærðari um ágæti húsmóðurstarfanna, þvi að 79% af þeim töldu húsmóðurina hamingjusamari. Konur, sem eiga börn, eru sannfærðari um, að hlutskipti húsmóð- urinnar sé betra; 77% þeirra svöruðu henni í vil, en aðeins 68% af barnlausum konum svöruðu þannig. Um spurninguna: Álítið þér að konur, sem hafa sjálfstæða atvinnu, standi betur að vígi með að viðhalda fegurð sinni og æsku, heldur en hús- mæður? voru svörin jafnskiptari. 51% sögðu „nei“, en 49% sögðu ,,já“. Litla, ljóshærða skrifstofustúlkan, sem vinnur á einkaskrifstofu húsbóndans, er ekki hættuleg hjónabandshamingjunni, að áliti meirihluta þeirra, sem greiddu atkvæði. 59% sögðu ,,nei“ við spum- ingunni: Álítið þér, að lagleg skrifstofustúlka sé hættuleg hjónabandshamingju húsbóndans? En 41% voru á gagnstæðri skoðun. Konur, sem búa í borgum — þar sem að jafnaði eru hlutfallslega fleiri skrifstofustúlkur — sýndu eiginmönnum sinum meira traust, þvi að 61% af þeim sögðu ,,nei“ við spumingunni. 1 minni bæjum voru „nei- in“ 59%, en 54 í sveitum. Ein af þeim tortryggnu var hjúkrunarkona í New York, tuttugu og sex ára gömul; hún sagði: „Stundum em þær það — sumir menn ráða þær af því að þær eru laglegar.“ 1 flokknum, sem sagði ,,nei“, var nítján ára gömul húsmóðir frá Lebanon í Oregon, sem sagði: „Ef hún passar sitt starf og hann sitt, þá er allt í lagi.“ önnur úr sama flokki, sem gift er rafvirkja, sagði: „Ef maðurinn byrjar að leita út fyrir heimilið, myndi hann gera það hvort sem væri.“ Sönn ímynd hins kvenlega trúnaðartrausts var tuttugu og sex ára gömul bílstjórafrú, sem sagði: „Ég myndi ekki vilja móðga manninn minn með því að gruna hann um slíkt athæfi." Bandaríkjalier æfir sig í leifturstríði. Þungir herflutningavagnar aka yfir flotbrýr, sem byggðar voru á 2 klukkustundum og 3 stundar- fjórðungum, og er þetta einn liður í leifturstríðsæfingum hers Bandaríkjanna. Það kom i ljós í sókn Þjóðverja í sumar á vesturvígstöðvunum, að skyndibygging slíkra flotabrúa hefir mikla þýðingu.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.