Vikan - 28.11.1940, Qupperneq 11
~VTKAN, nr. 48, 1940
11
MaluríHi, sen keyiti Ltmdon
OD Framhaldssaga eftir EDGAR WALLACE
Fyrir þá, sem voru áhorfendur að þessu alvar-
lega samtali þarna við arininn, var svo að sjá,
sem gamli maðurinn mundi ganga að hverju sem
væri til þess að forða nafni sínu frá vansæmd.
Og það var ekki laust við, að sumir af þeim,
sem voru þarna, vonuðu, að hann gengi að skil-
yrðum Kerrys.
Þegar samtalinu var lokið, tókust þeir í hendur,
og Kerry fór, en gamli maðurinn stóð eftir keik-
réttur og brosandi.
Allir þeir sem viðstaddir voru brunnu í skinn-
inu eftir að fá að vita hver hefði orðið árangur-
inn af samtalinu, en hann var aldursforsetinn í
hópnum og þeir báru allir virðingu fyrir honum.
En hann lét þá ekki bíða lengi.
„Herrar minir,“ sagði hann með sinni fögru
gamalmennisröddu, og samstundis varð stein-
hljóð. „Herrar mínir, mér finnst, að þið hafið rétt
til að vita það, að herra Kerry hefir keypt verzl-
nn mína.“
Það var auðfundið, að mörgum létti við þessi
tíðindi, og sumir fóru að óska honum til ham-
ingju.
En hvað var verðið? Það var til of mikils
mælst, að þessi gamli maður, sem hafði verið
dulur og fáskiptinn alla sina ævi, færi nú allt í
einu að leysa frá skjóðunni, en þeim til mikillar
undrunar gerði hann það.
„Herra Kerry var svo almennilegur að borga
mér fullt verð,“ sagði hann.
„Hann er á undanhaldi,“ sagði Leete ákafur,
„hann fær að borga . .. .“
Hermann skellti upp úr.
„Á undanhaldi, asninn þinn,“ sagði hann bros-
andi. „Það verður þú, sem færð að borga fyrir
örlæti hans — það lendir á ykkur öllum. Skilurðu
það ekki? Ef Modelson gamli hefði orðið gjald-
þrota, hefði það valdið feikna gremju. Gamalt
fyrirtæki verður gjaldþrota vegna óheiðarlegrar
samkeppni, hvítskeggjað, gráhært gamalmenni
rekið á sveitina eftir langt og heiðvirt ævistarf.
Það hefði gert King Kerry óvinsælan, og ef til
vill eyðilagt ráðagerðir hans. Þú þekkir ekki
King Kerry.“
„Að minnsta kosti fer ég til hans á morgun
með gamla tilboðið mitt,“ sagði Leete þrákelnis-
lega.
„Hvað vildi hann fara hátt síðast?“ spurði
Zeberlieff.
„Þrjá fjórðu úr milljón,“ svaraði Leete.
„Sannaðu til, að hann mun bjóða þér hundrað
þúsundum minna á morgun,“ sagði Hermann.
Hann hafði fulla ástæðu til að gorta af því, að
hann þekkti King Kerry, því að þegar Leete kom
til hans morguninn eftir öruggur og vongóður,
eftir að hafa troðið sér í gegn um þvöguna, sem
stóð fyrir framan gluggana í gimsteinahúsinu,
var boðið, sem „kóngurinn" gerði honum ná-
kvæmlega hundrað þúsundum minna.
Leete var ekki sá eini, sem misskildi göfuglyndi
Kings Kerry, og heldur ekki sá eini, sem fékk að
kenna á því, að það var ekki eintómur leikur að
eiga skipti við King Kerry.
23. KAPÍTULI.
Teiknarinn, sem var rekinn.
Elsie Marion hafði mikið að gera, en hún var
ánægð og hamingjusöm. Græni liturinn á kort-
inu breiddist út. Hún kallaði reitina „sigurmerk-
Það, sem skeð hefir hingað til í sögunni.
King Kerry er dularfullur, amerískur
milljónamæringur, sem dagblöð Lundúna
segja að ætli að kaupa London. Á bak við
hann stendur auðhringur, sem kallar sig
,,L“. Kerry hefir þegar keypt verzlunina
Tack & Brighten, þar sem Elsie Marion
vinnur, og ráðið hana til sín sem einkarit-
ara. — L-hringurinn hefir feikna miklar
ráðagerðir á prjónunum í sambandi við
lóðakaupin í London. En hann á sína and-
stæðinga og á meðal þeirra eru Hermann
Zeberlieff og fyrverandi forstjóri Tack &
Brigthen, Leete. Bray, sem ætlar að verða
húsameistari, er vinur og nábúi Elsiear.
Kerry trúir Elsie fyrir því, að hann hati
Zeberlieff af þvi að hann hafi hagað sér
svívirðilega gagnvart konu. Vera, hálfsystir
Zeberlieffs, býr hjá honum, af því að faðir
þeirra setti það skilyrði í erfðaskránni, að
þau byggju saman í fimm ár og nú eru að-
eins nokkrir dagar eftir af þeim tíma. Vera
óttast bróður sinn. Bray kemur til að sækja
Veru, og aka þau til skólans, þar sem hún
úthlutar verðlaunum. Bray, sem er einn
nemendanna, fær verðlaun. Hjá Zeberlieff
eru fjórir menn til miðdegisverðar. Vera
vill ekki koma niður til þeirra, en Zeber-
lieff fer þá upp til hennar og ætlar að ráða
hana af dögum. Það tekst þó ekki. Vera
brýtur rúðu í búðarglugga Kings, til þess
að láta setja sig í fangelsi. Elsie hefir keypt
„Evening Herald" fyrir King. Zeberlieff
vill gifta systur sína Hubbard „fagra“, til
þess að klófesta þannig auðæfi hennar.
Zeberlieff hittir Bray og ræðir við hann
um systur sína og gefur Bray svefnmeðul
i víni og lokar hann niðri í kjallara. —
Vera losnar úr fangelsinu, og þegar Her-
mann kom að heimsækja hana, ógnaði hún
honum með skammbyssu. Þegar Hermann
kemur heim til sin, er Leete þar fyrir og
segir honum, að lögreglan sé sennilega á
hælunum á honum. Þegar Hermann kemur
niður í kjallara, er Bray horfinn. Leete og
Hermann fara í kaupmannaklúbbinn, þar
sem kaupmennirnir bera saman ráð sín til
baráttu gegn Kerry. Allt í einu kemur
Kerry inn og gefur sig á tal við Modelson
gamla kaupmann.
in“, og henni var mjög umhugað, að þeir yrðu
sem flestir. Svo kom hinn mikli dagur, þegar
blöðin voru full af frásögnum um hin miklu kaup,
sem King Kerry hafði gert. Kaupin á húseign
George Fallingtons lávarðar. Fallington lávarður
var þingmaður í efri málstofunni og milljóna-
mæringur og hafði óhemju tekjur af lóðum sín-
um í miðju West End.
Ef til vill hefir það verið óttinn við nýja lög-
gjöf, sem beint væri gegn lóðareigendum, sem
rak hann til að selja, og ótti hans var vissu-
lega ekki ástæðulaus, því að stjómin, sem var hin
fræga Jagger Shubert sambræðslustjóm, varð
að aLla ríkissjóði tekna til að standast straum af
þeim miklu þjóðfélagslegu umbótum, sem hún
hafði á prjónunum og leit því ágimdaraugum til
stóreignamannanna.
Hver sem ástæðan annars var, þá seldi Fall-
ington lávarður, og þegar hringurinn komst lika
yfir Bilsbury-eignina, var sigurinn að hálfu leyti
unninn.
Dag nokkum kom Kerry inn á skrifstofuna með
miklu fasi og var sýnilega mikið niðri fyrir.
Án þess að mæla orð, lokaði hann hurðinni á
eftir sér og gekk þvert yfir gólfið að stálhurð-
inni, sem lá inn í skrifstofuna út að götunni,
spegilherbergið, þar sem hinn stóri peningaskáp-
ur hringsins stóð.
Hún leit undrandi upp, þegar hún heyrði stál-
hurðina skella á hæla honum. Aðeins einu sinni
frá því að hún byrjaði að vinna hjá honum, hafði
hann farið í gegnum þessar dyr, og þá hafði
hún farið með honum og samkvæmt ósk hans
snúið baki að peningaskápnum á meðan hann
var að eiga við bókstafalásinn.
Hann var tíu mínútur í burtu, og þegar hann
kom aftur hafði hann með sér lítið umslag. Hann
nam staðar á miðju gólfi, kveikti á eldspýtu og
brá henni upp að einu hominu á umslaginu. Jafn-
óðum og askan féll niður á gólfið, tróð hann á
henni. Þegar þessu var lokið, varpaði hann önd-
inni léttara og brosti að áhyggjusvipnum á
Elsie.
„Þannig tortímast allir svikarar,“ sagði hann
fjörlega. „Það var dálitið i umslaginu, sem ég
þráði að eyðileggja.
„Ég sá það,“ sagði hún og hló. Hann gekk
yfir að skrifborðinu til hennar.
„Þér hljótið að vera alveg að sligast undir
þessari vinnu,“ sagði hann. „Það er víst bezt,
að ég fái mér hljóðritara og hraðritunarstúlku.“
„Ég hefi í raun og veru ekkert að gera,“ and-
mælti hún.
Hann minntist ekkert frekar á brennda um-
slagið, en hún braut mikið heilann um, hvaða
dýrmætur leyndardómur hefði verið geymdur í
því.
Undarlegt líf! Og undarlegur maður! Reikning-
ar, bréf og skeyti streymdu til hans á öllum tím-
um sólarhringsins, stundum á dularfullu rósamáli,
sem hún botnaði ekkert í, en færði honum þýð-
ingarmiklar upplýsingar. Síminn hringdi, og hann
svaraði játandi, eða þá nei, og hengdi tækið á
aftur. Hvað var markmið hans með þessari sókn ?
Vinir hans og óvinir spurðu, en fengu ekkert svar,
og blöðin voru full af getgátum. Hvers vegna
keypti hann hinn gamaldags Tottenham Court
Road og Lambeth Walk og ýmsa aðra staði, sem
lágu i útjaðri verzlunarhverfanna i London?
„Hann kaupir lóðir,“ sagði eitt blaðið, “eins og
hann búist við að þungamiðja viðskiptalífsins í
London muni flytjast út fyrir þann hring, sem
hefir miðpunkt í miðju Regent Street, til-------
Lengra náði vizka blaðsins ekki.
Það leit svo út, sem Kerry hefði ekki eins
mikinn áhuga fyrir flutningi þessa punkts og
stækkun hringsins. Hann hlaut að vera í meira
lagi bjartsýnn, ef hann ímyndaði sér, að starf-
semi hans myndi auka velmegun Lundúnabúa svo
mikið, að hann gæti stækkað verzlunarsvæðið
um helming.
Maður að nafni Biglow Holden, uppskafnings-
legur yfirborðsmaður, sem hafði grætt stórfé á
teikningum á minni háttar húsum, hafði skrifað
hávísindalega grein í Building Mail. Hún var full
af hagfræðilegum töflum og línuritum, sem sýndu
vöxt London í hlutfalli við fólksfjölda, og sem
að lokum sýndi fram á, að King Kerry yrði að
bíða í þrjú hundruð og fimmtíu ár, áður en
draumur hans gæti ræzt.
Gordon Bray, sem vann á skrifstofunni hjá
Holden, vélritaði greinina fyrir húsbónda sinn og
var honum algerlega ósammála um niðurstöðum-
•ar og gramdist allar smekkleysumar og mál-
villumar i henni.
Holden spurði hann um álit hans á greininni,
en Gordon dró við sig svarið.
„Þér haldið víst, að þér gætuð gert það betur
sjálfur,“ sagði Holden hálft í hvom í spaugi.
„Já, það held ég,“ sagði Gordon í einlægni.
Holden leit þóttalega á hann.
„Þér eruö farinn að líta nokkuð stórt á yður,
herra Bray,“ sagði hann í viðvörunartón. „Hér
á skrifstofunni er ekki pláss fyrir unga menn,
sem þjást af ímyndaðri stórmennsku. Hvaða
kaup fáið þér núna?“
„Þrjú pund á viku,“ svaraði Gordon.
„Þrjú pund á viku,“ Holden leit upp í loftið,
„þegar ég var á yðar aldri, hafði ég átján shill-
inga og þótti gott.“
„Það er ekki mikið fyrir teiknara,“ mótmælti
Gordon.