Vikan - 28.11.1940, Page 12
12
VIKAN, nr. 48, 1940.
„Teiknari og teiknari er nú sitt hvað,“ sagði
Holden íbygginn.
King Kerry las greinina og hleypti brúnum.
Hann hafði fulla ástœðu til þess. Hann sendi boð
eftir Holden, sem brá við og kom strax.
„Svo að þér haldið, að aðferð mín sé aiger-
lega röng?“ spurði Kerry.
„Ég held, að yður skjátlist í útreikningum
yðar,“ sagði Holden ísmeygilega.
„Er það álit allra?“
„Allra nema teiknarans míns,“ sagði Holden og
brosti aftur.
Þetta var meint sem kurteisleg staðfesting á
þeirri staðreynd, að einungis þeir lítilmótlegustu
og óreyndustu á meðal húsameistara væru á
sama máli og teiknari hans.
„Teiknarinn yðar?“ Kerry varð þungbúinn á
svipinn. „Ég er ekki frá þvi, að við héma þekkj-
um hann,“ hann snéri sér að Elsie.
„Ég held, að það sé herra Bray,“ sagði hún.
„Sjáið til,“ sagði Holden óðamála, „skoðanir
hans em fjarstæðukenndar. Hann er einn af þess-
um kvöldskólanemendum, sem em uppfullir af
teoríum og hálfmeltri þekkingu."
„Einmitt," sagði King Kerry hugsi. „Og þér
mynduð ráða mér frá að láta til dæmis endur-
byggja Tottenham Court?"
Holden hikaði við. „Já,“ sagði hann, og hvað
gat hann sagt annað eftir að hann hafði skrifað
þessa grein.
„Mér þykir fjrrir því,“ sagði Kerry stuttara-
lega, „því að ég hafði hugsað mér að biðja yður
að taka að yður verkið, en auðvitað get ég ekki
látið mann, sem enga trú hefir á verkinu, gera
það.“
„Auðvitað getur það hafa verið eitthvað, sem
ég hefi misskilið í sambandi við-----.“
Kerry hristi höfuðið. „Ég held, að þér hafið
skilið, það sem ég ætlaðist til, að þér skilduð,"
sagði hann og fylgdi Holden til dyra.
Gordon Bray stóð við stóra teikniborðið og
var að gera teikningu af aðallyftunni í einum af
þessum ljótu húskumböldum, sem Holden hafði
í smíðum.
Honum var þungt í huga. Takmarkið virtist
svo óendanlega fjarri. Hann gat ekki hugsað til
þess að giftast fyrr en hann hefði komið fót-
unum undir sig fjárhagslega, sjálfsvirðing hans
meinaði honum að lifa á peningum konu sinnar.
Honum var ókunnugt um fyrirmælin í erfða-
skrá föður hennar, en þótt hann hefði vitað það
mundi það ekki hafa breytt skoðunum hans.
Maðurinn elskar konuna heitast, þegar hann
getur fært henni gjafir. Það er óeðlilegt að
koma ekki aðeins með tómar hendur, heldur með
hendur, sem þarf að fylla. Næmleiki og stæri-
læti æskunnar var óvenju ríkt í honum, og
ekkert fyrirleit hann eins og menn, sem leituðu
sér kvonfangs einungis vegna peninganna.
Holden kom aftur sótrauður i framan af reiði;
kinnar hans voru útblásnar og kringlótt augun
voru skringilega starandi.
„Ég er einmitt að koma frá þessum bannsett-
um Suður-Ameríkumanni,“ sagði hann.
„Hvaða Suður-Ameríkumanni ? “ spurði Gordon.
„Það er ekki nema um einn að ræða,“ hreytti
Holden út úr sér, „hann er uppfullur af bjána-
legum hugmyndum um byggingar — sendi eftir
mér til að móðga mig — heldur að hann viti —
héma, færið honum þetta bréf.“
Hann rétti honum innsiglað umslag yfir borðið.
„Það lítur út fyrir, að þér eigið vini þar á
skrifstofunni," hélt hann áfram og dró um leið
ávísanahefti upp úr skrifborðsskúffunni.
„Nú fer ég að skilja, hvemig stóð á því, að
King Kerry keypti Borough-eignina, sem einn af
skjólstæðingum minum hafði augastað á.“
„Við hvað eigið þér?“ spurði Gordon og hækk-
aði röddina.
„Það skiptir yður engu, við hvað ég á,“ sagði_
Holden fokreiður, „og vogið yður ekki að tala
svona til mín, Gordon," hreytti hann út úr sér.
„Héma er ávísun — eins mánaðar laun. Þér
þurfið ekki að ómaka yður hingað framar. Kann-
ske að King Kerry vilji ráða yður sem húsa-
meistara sinn, þér hafið staðizt öll próf, eftir
því sem ég bezt veit.“
Gíordon tók við ávísuninni.
„Er þetta — er þetta uppsögn?"
„Já,“ sagði Holden, „þér emð allt of vel að
yður fyrir þetta starf hér á skrifstofunni, svo
langtum og vel, að ég gæti fengið mann i stað-
inn fyrir yður fyrir eitt og hálft pund á viku."
Gordon Bray var þungt í huga, þegar hann
gekk inn á skrifstofuna hjá King Kerry. Elsie
var þar ekki, og Kerry tók einn á móti honum,
las bréfið og reif svo i sundur bréf, sem hann.
hafði sjálfur verið að skrifa.
„Vitið þér, hvað stendur í þessu bréfi," spurði
Kerry og veifaði framan í hann bréfinu frá
Holden.
„Nei, herra Kerry," sagði hann.
„Ég bjóst við þvi,“ sagði Kerry brosandi, „ann-
ars hefðuð þér sennilega ekki fært mér það. Ég
skal lesa það fyrir yður. „Heiðraði herra, af
því að yður vantar faglegar leiðbeiningar til að
endurbyggja London! (hann hefir sett upphróp-
unarmerki hér á eftir, sagði Kerry og deplaði
augunum), sendi ég yður hér með teiknara minn,
sem bætir það upp með áhuganum, sem ávantar
í reynslu. Ég hefi ekki lengur not fyrir hann.
Virðingarfyllst Biglow Holden."
Gordon varð sótrauður í framan.
„Hvemig dirfist hann?“
„Dirfist?" Kerry lyfti augnabrúnunum. „Hann
hefir gefið yður þau beztu meðmæli, sem hægt
er að hugsa sér. Yður hefir þá verið sagt upp?“
Gordon kinkaði kolli.
„Ágætt," sagði Kerry, „nú farið þér á skrif-
stofu, sem ég er nýbúinn að útvega mér í St.
James Street, og búið hana húsgögnum. Ég gef
yður frjálsar hendur. Búið hana út eins og yður
finnst forstjóraskrifstofa eiga að vera. Ef nokk-
ur spyr yður hver þér séuð, verðið þér að segja:
Ég er húsameistari L-hringsins, og,“ bætti hann.
við alvarlegur, „þá munu þeir sennilega taka
ofan fyrir yður.“
„Já, en í alvöm talað, herra Kerry," sagði
Gordon hlæjandi.
„Mér er fullkomlega alvara, byrjið strax."
Gordon var alveg orðlaus. Hann starði bara
þegjandi fram fyrir sig.
„Teiknið," sagði Kerry og hnyklaði brúnimar
hugsandi, „stórt, opið, aflangt svæði, í bygging-
unum: búðir og opinberar skrifstofur. Látið svæð-
ið vera nákvæmlega helmingi styttra en Regent
Street endanna á milli."
Hann kinkaði kolli til merkis um það, að
Gordon mætti fara. Gordon var kominn hálfa
leið út á götu, þegar dymar hjá Kerry opnuð-
ust og hann stakk höfðinu í gættina.
Vippa-sögur.
Sólfuglinn neflangi.
----- Bamasaga eftir Halvor Asklov. -
Degar Vippi litli var að brjóta sér
braut í kjarrinu, kom hann allt
í einu auga á hreiður. „En hvað þetta
var gaman!" hrópaði hann upp af
gleði og færði sig nær til þess að
geta betur skoðað hreiðrið. Aldrei
hafði hann séð svona lítið hreiður og
svona pínulítil egg.
„Burtu frá hreiðrinu minu!" heyrði
Vippi sagt höstuglega og áður en hann
gat áttað sig réðist dýr á hann og
stakk hann með einhverju oddmjóu
og hvarf síðan eins og örskot frá
honum aftur.
„Ég ætla ekkert mein að gera,“
sagði Vippi. En þessi orð höfðu engin
áhrif. Dýrið réðist aftur á hann svo
kröftuglega, að hann datt. Þá leit
hann upp fyrir sig og kom auga á
lítið dýr, sem sveif um loftið og nú
sárskamaðist hann sín fyrir að hafa
látið þetta pínu-litla grey kollvarpa
sér.
„Ef þú ekki gegnir, þá skaltu svei
mér fá á baukinn," sagði dýrið og
röddin var reiði þmngin.
„Þú skalt ekki halda, að ég sé
hræddur við þig, svona lítið kríli,"
sagði Vippi.
„Kríli! Hvaða orðbragð er þetta?
Við verðum aldrei stærri."
„En hvað ertu eiginlega?" spurði
Vippi forvitnislega.
„Ég hélt, að þú værir fyrir löngu
búinn að sjá, að ég er fugl!" sagði
dýrið.
„Nei, heyr á endemi!" sagði Vippi.
„Heldurðu að ég viti ekki að fuglar
hafa vængi."
„Ég er líka með vængi."
„Það get ég ekki séð. Notarðu þá
kannske bara á sunnudögum?" sagði
Vippi háðslega.
„Þú ert leiðinlega heimskur," sagði
fuglinn. „Ég ber vængina svo ótt,
að þú getur ekki séð þá.“
„En sú vitleysa!"
Dýrið settist á grein og nú sá Vippi,
að það var í raun og vem fugl með
T vængjum og meira að segja fallegur
fugl, sá fegursti, sem hann hafði
nokkum tíma séð. Fjaðraskrautið
„Burtu frá hreiðrinu rnínu!" heyrði
Vippi sagt höstuglega.
glitraði í öllum regnbogans litum.
Vippi hafði varla séð dásamlegri sjón.
„Ó, litli fugl, komdu hérna niður,
svo að ég geti séð þig betur," sagði
Vippi.
„Nei, ég læt ekki plata mig út í
það,“ svaraði fuglinn. En hann átti
bágt með að vera kyrr og fór að
flögra um aftur.
„Horfðu á mig! Horfðu á mig! Er
ég ekki fallegur?" spurði hann. „Ég
er fallegasti fuglinn í heiminum, ég
er sólfuglinn."
„Ekki get ég neitað því, að þú
ert ljómandi fallegur," sagði Vippi
hrifinn. „En þykir þér ekki leiðinlegt
að vera svona ósköp lítill?"
„Margur er knár, þótt hann sé
srnár," svaraði sólfuglinn. „Nú á ég
að gæta hreiðursins fyrir konuna
mína. Hún skrapp snöggvast burtu.
Ég hræðist engan. Komdu bara, ef
þú þorir."
„Mig langar ekkert til að eyði-
leggja hreiðrið þitt,“ sagði Vippi, því
að honum líkaði ekki, hvernig fugl-
inn talaði. „En hvers vegna er nef*B-
á þér svona?"
„Nefið á mér er bæði langt og
fallegt," svaraði sólfuglinn. „En nú
fer konan mín að koma, svo að það
er vissara fyrir þig að hverfa héðan.
Hún rýkur kannske á þig, af því að
hún heldur, að þú ætlir að gera eitt-
hvað af þér.“
„Geturðu ekki sagt mér hvar ég
get fengið eitthvað gott að borða?"
spurði Vippi.
„Jú, það er akur með sykurreyr
héma skammt frá. Mönnum þykir
gott að vera þar, svo að ég býst við,
að þér líki það jafn vel.“
„Sykurreyr!" sagði Vippi og sleikti
út um. „Hann hlýtur að vera mjög
góður. Það er náttúrlega eins konar
spýtubrjóstsykur. Ég fer þangað!"
Og svo kvaddi Vippi sólfuglinn með
virktum.