Vikan - 09.01.1941, Blaðsíða 1
SIGLUFJORÐUR
bœr andstœðnanna.
I þessari grein lýsir E m i 1
Bjö rnsson æfintýrabæ síld-
arinnar, Siglufirði, atvinnulífi
hans og önnum og skemmtun-
um og hinum mikla mun, sem
er þar á sumri og vetri.
Allir kannast við æfintýraþorpin og
borgirnar frá gullleitaröldinni í
Ameríku. Þær uxu upp með ótrúleg-
asta hraða, hýstu stórfelldustu höpp og
sárustu vonbrigði manna frá öllum lönd-
um heimsins, um götur þeirra flóði gull
og vín, og sömu portin bergmáluðu veizlu-
gleði gæfumannanna og skothvellina, sem
bundu enda á æfi þeirra, sem örvæntu í
hinu mikla happdrætti úr skauti jarðar-
innar.
Og borgin, sem í gær iðaði af lífi og
stríði, kvað við af kveinum og hlátrum, er
ef til vill auð og nærri yfirgefin í dag.
,,Sic trancit . . . .“
Við íslendingar eigum æfintýrabæ, sem
minnir á amerísku þorpin um margt.
Auðvitað er það Siglufjörður. Ef gætt
er að, þá er Siglufjörður ekki eingöngu
atvinnulífsmiðstöð landsins að sumrinu,
eins og mörgum er gjarnt til að lýsa hon-
um, að hann eigi svo og svo mikinn þátt
í framleiðslu og útflutningi þjóðarinnar,
svo og svo margir eigi þar vísa ágæta
vinnu o. s. frv. Það mætti miklu fremur
segja, að einkenni Siglufjarðar væri sér-
kennileiki atvinnulífsins og grundvöllur
þess, sem er áhættufreisting mannsins.
Siglufjörður er gullleitarbær íslands.
Gullið er hér aðeins sótt í hafdjúpin í stað
jarðvegsins. En alls staðar er sama sagan,
sumir grafa upp gull, en aðrir ekki, og
gullið, sem fannst í fyrra getur oftlega
glatazt í ár.
En þótt mikið fari í súginn og taflið sé
tvísýnt, þá stunda menn síldveiðar á Siglu-
firði knúðir áfram af freistingu áhættunn-
ar, æfintýrahug og gróðahug í senn, hvort
það er heldur síldarspekúlantinn, sem fór
á hausinn í fyrra, eða fjölskyldufaðirinn
úr höfuðborginni, sem kýs þetta hlutskipti
fremur en fasta vinnu með lágu kaupi.
Vogun vinnur og vogun tapar.
Á hverfanda hveli þessarar hugsunar
hefir Siglufjörður skapazt og má að lik-
indum teljast frægastur þeirra bæja, sem
sækja hreistraða gullið í hafið.
Siglufjörður skerst norður í skagann
milli Skagaf jarðar og Eyjaf jarðar, eins og
flestir vita, og er innsiglingin stutt. Ekkert
akvegasamband er þangað og má það telj-
ast vítavert framkvæmdaleysi af hálfu
þess opinbera, að allar þær þúsundir, sem