Vikan - 09.01.1941, Blaðsíða 11
VIKAN, nr. 2, 1941
11
Framhaldssaga eftir EDGAR WALLACE
Það er óhugnanleg tilhugsun, að þessi kona
skuli geta átt von á slíkum hagnaði við fráfall
mitt, . ægilegt vegna þess, að ég er sannfærð-
ur um, að Hermann Zeberlieff myndi ekki hika
við, að ráða mig af dögum, ef hann vissi, að
það væri Henriettu hagur.“
Zeberlieff las bréfið til enda, og glotti við, á
meðan hann var að brjóta það saman aftur.
„Þetta er hverju orði sannara, kunningi. Hen-
rietta á ákaflega hugulsaman bróður."
Hann gekk frá bréfunum í peningaskápnum,
lokaði honum, en stóð síðar nokkra stund í djúp-
um hugsunum.
,,Ég skil eiginlega ekki, hvers vegna mér er
svona meinilla við skotvopn," tautaði hann fyrir
munni sér. ,,Það virðist einmitt vera skotvopn,
sem nú gæti komið að haldi.“
„tjt skalt þú!“ Hann steytti hnefann. „Út
skalt þú, King Kerry, — hjónabands-bfjótur og
erfðaskrárhöfundur! Nú hefi ég séð það svart
á hvítu, frá sjálfum þér, hversu óhjákvæmilegt
er, að stytta þér aldur, -— vesalings Henrietta."
Hann glotti aftur. Hvar var eiginkona Kerrys?
Hermann vissi það, — hann vissi það ákaflega
vel.
En Elsie lá í rúmi sínu og fékk engrar hvíldar
notið. Hún bylti sér og hugsaði og hugsaði, en
komst ekki að neinni niðurstöðu.
Þegar morgunsólin gægðist inn í herbergi
hennar, var Elsie enn þá vakandi, — og hugsandi.
29. KAPlTULI.
Konan, sem cignaðist systir.
„Þér vilduð finna mig, herra?"
Kerry var hrifinn af því, hvað Vera var glæsi-
leg, þennan dag. Hún var ekki ósvipuð systur
sinni, — eins og hún hafði verið, þegar hún var
upp á sitt bezta. En í svip Veru var ýmislegt, sem
aldrei sást í svip Henriettu, — blíða, samúð,
ástúð.
„Já, mig langar til að tala við yður,“ sagði
hann. „Ef yður er það ekki um geð, hefði mig
langað til að skrafa ofurlítið við yður um ætt
yðar.“
„Þetta er dálítið grunsamlegt," sagði hún bros-
andi, „um hvaða fólk sérstaklega, í ætt minni?"
Hann hugsaði sig um.
„Til þess að vera alveg nákvæmur, þá er rétt
að taka það fram, að þetta snertir aðeins eina
manneskju, — hann föður yða'r, og þó aðeins
litillega, í sambandi við annað, sem mér er í
huga.“
„Eruð þér að forvitnast eitthvað um móður
Hermanns ?“
Hann kinkaði kolli. „Hafið þér heyrt nokkuð
um hana?“
Unga stúlkan laut höfði. „Ég hefi heyrt margt
óhugnanlegt um hana,“ sagði hún með hægð.
„Hún var árum saman á einhverju hæli. Vesalings
pabbi, — það hlýtur að hafa verið honum álcaf-
lega þungbært."
„Það var hörmulegt," sagði Kerry. Hann sat
hljóður um stund, og horfði í gaupnir sér.
„Vitið þér, að þér eigið hálfsystir?" sagði hann
svo.
Vera gerðist stóreyg. „Hálfsystir ? “ sagði hún
undrandi. „Nei, ekki vissi ég það.“
„Ég er giftur henni,“ sagði hann.
Hún starði á hann, forviða. Þau þögðu bæði,
góða stund.
„Ég er giftur henni,“ hélt hann svo áfram.
„Ég hitti hana í Denver City. Hún hafði skroppið
vestur í land, til þess að hitta ættingja sína, og
ég var ungur og talsvert léttúðugur. Ég kynntist
henni á dansleik, trúlofaðist henni sama kvöldið,
og við vorum gift áður en vikan var liðin. Mér
er óhætt að segja,“ hélt hann enn áfram, og tal-
aði nú dræmt, „að þetta hjónaband var frá upp-
hafi hrapallegt glappaskot, glappaskot, sem hefði
getað gert mér lífið óbærilegt. Skuggi Henriettu
hefir hvílt á mér eins og farg í full fimmtán
ár, — og oft hefir mér legið við að gugna.“
Hún þagði.
Þetta var svo óvænt, svo ákaflega einkenni-
legt, að hún áttaði sig ekki á því strax. En þetta
hjónaband, var skýring á æði mörgu. Hún kenndi
í brjósti um mág sinn. Hana langaði til að sýna
honum ástúð og umhyggju, þessum manni, sem
búinn var að þola svo mikið fyrir náið skyld-
menni hennar.
„Er hún á lífi ? “ spurði hún.
Kerry kinkaði kolli. „Já, hún er á lífi,“ sagði
hann.
„Og Hermann veit það?“ sagði Vera ákaft.
Hann játti því.
„Og hann felur hana. Er hún líka vitskert?"
Kerry hugsaði sig um andartak. „Það held ég,“e
sagði hann svo.
„Það er hryllilegt."
„Ég hafði ætlað mér að segja yður meira,"
sagði hann, „en ég geri það ekki í dag. Ég get
það ekki enn þá. Eins og þér vitið, þá var framið
innbrot i skrifstofu mína í gærkvöldi, og stolið
öllum skjölum viðvíkjandi konu minni. Ég hefi
mína skoðun um það, hvers vegna þeim var stol-
ið, en mér datt í hug, að þér mynduð frétta
næstu daga það, sem ég hefi nú sagt yður, og
jafnvel fleira.“
Hann tók hatt sinn. Vera gekk til hans og
rétti honum báðar hendurnar. Tár stóðu í aug-
um hennar.
„Ég hélt —“. Hún starði á hann.
„Hvað hélduð þér, ungfrú Zeberlieff?"
„Ég hélt,“ sagði hún, hálf gletnislega, „að
Elsie —.“
Hún sagði ekki meira.
„Það veit sá, sem allt veit, að ég óska, að svo
hefði verið,“ sagði hann lágt. „Peningarnir eru
ekki allt, — finnst yður það?“
Hann gerði raunalega tilraun til að brosa.
„Nei, það finnst mér ekki,“ sagði hún, undur
lágt. „Ég held, að ástin sé það eina, sem nokkurs
er virði í lífinu.“
Hann kinkaði kolli.
„Þér getið þakkað guði fyrir, að þér hafið
komist að þeirri niðurstöðu," sagði hann, og tók
um leið hendinni undir hökuna á henni, til þess
að kyssa hana á vangann.
„Þér eruð mágkona mín, gleymið því ekki,“
sagði hann brosandi.
Hann fór aftur í klúbbinn, til þess að fá sér
hádegisverö. Hann treysti sér ekki til að hitta
Elsie að svo stöddu. Hún var orðin honum svo
mikils virði. En hann eygði engin úrræði.
Að lokinni máltíð, stóð hann stundarkom á
stéttinni, fyrir framan klúbbinn, áður en hann
hóaði í bifreið. En þegar hann var að fara inn
í bifreiðina, kom einn klúbbþjónninn hlaupandi
út, með bréf til hans.
„Þett bréf var að koma í þessu, herra,“ sagði
hann.
Kerry opnaði það og las:
„Við eigum eftir að hittast enn einu sinni. Ég
fer á morgun til Suður-Ameríku, til þess að vinna
upp aftur það, sem ég hefi tapað. Hittið mig í
Park Lane. Ekkert að óttast!“
Kerry stakk bréfinu í vasa sinn, vék sér að
þjóninum og sagði: „Ekkert svar. Biðjið þjóninn,
að aka með mig til Park Lane nr. 410.“
30. KAPlTULI.
Maðurinn, sem tapaði, og eignaðist konu.
„Það var gott, að þú skyldir koma,“ sagði
Hermann.
„Ég vona, að þetta verði síðasta skiptið, sem
við sjáumst," svaraði Kerry.
Hinn svaraði ekki. Hann var að einblína á
feitletraða fyrirsögn í blaði, sem King Kerry
hafði lagt frá sér á borðið, sem stóð á milli
þeirra: „Stórkostlegar ryskingar í W'hitechapel.
Alræmdur anarkisti handtekinn. Fanginn gerir
afdráttarlausa játningu.
Micheloff handtekinn. Þetta var hættulegt. Nú
myndi allt komast upp, — litli Rússinn myndi
ekki hika við að flækja í málið hvern sem vera
skyldi, og svo marga, sem honum þætti við þurfa,
til þess að bjarga sínum eigin bjór.
Leikurinn var tapaður.
„Þér er líklega ekkert um þessa handtöku?"
sagði Kerry.
„Jæja, ekki get ég sagt það,“ svaraði Her-
mann. „Hún hefir í för með sér lítilsháttar breyt-
ingu á fyrirætlunum mínum, — ef til vill breytir
hún lílca þínum áformum. Ég hefi lítinn tíma,“
hann leit á úrið. Kerry sá ferðatösku og yfir-
frakka á stól í stofunni, og gat þess til, að
Zeberlieff myndi vera á förum.
„En þau fáu augnablik, sem ég hefi aflögu,“
hélt Hermann áfram, „verð ég að nota svo vel
sem hægt er. Ég spyr þig nú i síðasta sinn,
Kerry: vilt þú hjálpa mér?“
„Um peninga? Nei! Hversu oft heldurðu að
ég sé búinn að hjálpa þér? Og undantekningar-
laust hefir þú notað hjálp mína, til þess að vinna
gegn mér.“
„Ég þarf að fá nákvæmlega eina milljón," sagði
hinn. „Ég er að fara til Suður-Ameríku, og þar
er nægilegt svigrúm fyrir umsvifamikinn mann.“
„Þú færð ekkert hjá mér.“
„Hugsaðu þig vel um-------núna.“
Kerry snerist á hæli. Skammbyssu var miðað
á hann.
„Hugsaðu þig vel um, annars er þér dauðinn
vís,“ sagði Zeberlieff rólega. „Ég segi þér satt,
að ég er í ógurlegri klípu. Ég verð að komast
af landi burt í dag, — ef þú hjálpar mér ekki
— ekki aðeins peningalega —.“
Nú var barið harkalega að dyrum niðri. Þreytu-
legt andlitið á Zeberlieff varð náfölt. Hann hljóp
að glugganum og leit út. Þrír menn úr leynilög-
reglunni stóðu úti fyrir.
„Þetta er niðurlagið," sagði Zeberlieff og
hleypti skotinu af.
En um leið stökk Kerry að honum og brá
hendi undir handlegginn á honum. Þeir tókust
á. Hermann seildist eftir hálsinum á Kerry, en
hann vissi, hvað hann var sterkur, — og jafn-
framt veikur fyrir.
Þetta varð heiftugt handalögmál. En Zeber-
lieff hafði ekkert við Kerry. Hurðinni var hrund-
ið upp og tveir menn ruddust inn.
En áður en þeir gæti handsamað Hermann,
fleygði hann sér á gólfið og náði í skammbyssuna,
sem hann hafði misst í áflogunum. Það heyrðist
snöggur hvellur, og Zeberlieff valt um hrygg,
glottandi.
Kerry fell á kné við hlið hans og lyfti höfðinu
á honum upp.
„Halló, King!“ stundi hinn deyjandi maður.
„Þetta kemur þér vel — þér og henni Elsie
þinni!“