Vikan - 09.01.1941, Blaðsíða 5
VIKAN, nr. 2, 1941
5
Samúel Loyd.
Niðurlag af grein Péturs Sigurðssonar háskólaritara
um skákmeistarann og galdrakarlinn Samúel Loyd.
Vandamál.
Hér kemur merkilegt tafl, með athuga-
semdum eftir beztu fyrirmyndum:
Hvítt: viðvaningur. Svart: meistari.
1. d4 (uppáhaldsleikur Zukertorts sál-
uga). — d6 (sterkur leikur, mjög í
tízku).
2. Dd2 (Þannig lék Blackburne móti
Gunsberg). — e5 (Líkt Steinitz, því ef
p X p, þá 3. p X p, 4. D X D, K X D, þar
sem ekki er rétt að hróka eftir
drottningarkaup. Svartur hefir unnið
leik).
3. a4 (Svona lék próf. Ware gegn Stein-
itz á Vínarskákþinginu með góðum
árangri). — e4 (Áhættusamt og gagn-
stætt ráðum Laskers í bók hans; samt
góður leikur).
4. Df4 (reynir að vinna e-peðið. — f5
(ætlar að setja á drottninguna í næsta
leik með g5).
5. h3 (til þess að koma drottningunni
undan til h2). — Be7 (undirbýr g5).
6. Dh2 (meistaralegt undanhald, sam-
boðið snillingi). — Be6 (til þess að
varna c4).
7. Ha3 (Merkilegt afbrigði af byrjuninni
,,Úthey“, sem þeir tefla mikið í
Boston). — c5 (tilraun til þess að
opna d-línuna. Ágætlega telft).
8. Hg3! (í þeirri von að fá g-peðið fyrir
d-peðið). — Da5t! (Sterkur leikur. Ef
9. Rc3, þá p X p o. s. frv., ef 9. Bd2,
þá D x p og síðan Dal og D x R o. s.
frv.).
9. Rd2 (hyggilegt. Svartur þorir nú ekki
að taka peðið). — Bh4 (fallega leikið,
ef H X g, þá e3 og vinnur).
10. f3 (reynir að fá peðakaup, þorir ekki
að leika hróknum). — Bb3 (hefur svo
sterka sókn, að hann fórnar biskupi
til þess að hvítur geti ekki leikið c3).
11. d5 (dásamlegur leikur, eins og brátt
kemur í ljós). — e3 (vinningsleikur,
ógnar með f4, og þá getur ekkert
bjargað hrók og drottningu).
12. c4!?!?
Ef til vill sniðugasti leikur, sem leikinn
hefir verið. Vekur þá spurningu, hvort
leyfilegt sé að leika af sér í þeirri von, að
andstæðingurinn sjái ekki rétta leikinn.
Svartur á mát í 5. leik, en það er ekki á
margra færi að finna mátið (finnið það!).
En svartur féll í gildruna, eins og 999 af
1000 meisturum hefðu gert. Hann lék 12.
peði tU f4.
Hvítur er nú leiklaus, patt, þó að eng-
inn maður sé fallinn í valinn, jafnvel ekki
peð! Þetta hafa þeir fróðustu sagt, að ekki
gæti komið fyrir eftir færri en 20 leiki.
Nr. 17 (1906)
SVART
HVlTT
Hvítt er patt.
En nú kemur það, sem mikið hefir verið
um þráttað og lagt undir dóm frægustu
meistara, en þeir hafa ekki orðið á eitt
sáttir um. Hvítur tók ekki eftir því, að
hann var patt og hugsaði sig svo lengi um
næsta leik, að hann tapaði á tímanum og
svartur krafðist vinnings. En hvaða rétt-
læti er það, að láta manninn tapa á því, að
gera ekki það, er ekki er hægt að gera,
þ. e. að leika. Ég ætla, að það standi
hvergi, að taflmaður sé skyldur til að segja
til þess, að hann sé patt. Það er venjulega
hinn teflandinn, sem tilkynnir það. Auk
þess var hvítur í þessu tafli útlendingur
og gat ekki talað málið, og hann heldur því
fram, að eina lagagreinin, sem hér eigi við,
sé sú, að taflmaður má ekki stöðva klukk-
una fyrr en hann hefir leikið!
Nr. 18 (1894)
SVART
HVlTT
Hvítt mátar i 4. leik.
Ein af frægustu þrautum Loyds er nr.
18. Ráðningin er: g-peðið drepur f-peðið í
framhjáhlaupi. Nákvæm rannsókn á stöð-
unni leiðir í ljós, að síðasti leikur svarts
lilýtur að hafa verið f7—f5, annars er ekki
hægt að tefla í þessa stöðu. Loyd afhenti
þessa þraut á skákþingi New York ríkis
1894 og bað taflmennina að fara heim með
hana og ráða hana og setti 3 mánaða frest.
Tveir menn sendu ráðningu, sem sýndi, að
þessari stöðu mátti ná í 51 leik. En Loyd
þurfti ekki nema 50 leiki til þess að fá
stöðuna.
Nr. 1!) (1891).
SVART
HVlTT
Svart gefur. Hverju lék hvítt síðast?
Nr. 19 er nýstárlegt: Svartur gefur;
hverju lék hvítur síðast?
Nr. 20 (1866).
HVÍTT
I nr. 20 er viðfangsefnið þetta: Setjið
svarta kónginn:
1. Þar sem hann er patt.
2. Þar sem hann er mát.
3. Þar sem má máta hann í fyrsta leik.
4. Á þann reit, sem ekki er hægt að
máta hann á.
Loks er hér skákþraut, er sýnir gaman-
semi Loyds — og prakkaraskap.
Loyd og Steinitz, sem var heimsmeistari
í skák, voru kunningjar, en Loyd hafði
gaman af að reyna í honum þolrifin og
fá honum erfið dæmi til ráðningar. Sem
vænta mátti var Steinitz snjall í þeim hlut-
um. Einu sinni bauð Loyd honum að reyna
við sig: Steinitz átti að ráða dæmi á
skemmri tíma en Loyd var að búa það til.
Loyd tók nú til við dæmið, og að 10 mín-
útum liðnum hafði hann búið til þraut,
þriggja leikja skákdæmi, sem hann ætl-
aði, að mundi vefjast fyrir Steinitz að
minnst kosti jafnlengi. En eftir 5 mínútur
sýndi Steinitz honum ráðninguna. Steinitz
hafði gaman af þessu og hélt því óspart
á lofti, hvernig Loyd hefði farið halloka
Framh. á bls. 15.