Vikan


Vikan - 09.01.1941, Blaðsíða 13

Vikan - 09.01.1941, Blaðsíða 13
VIKAN, nr. 2, 1941 13 Fljótcandi spilcavíti fyrir utan landhelgi. Lögreglan í Californíu hefir hafið herferð gegn hinum svonefndu spilavítisskipum. í þessari grein segir frá „Rex“, sem er stærst þeirra og gaf 10 milljónir króna í tekjur á ári. Þaö er ekki ýkja langt síðan að lög- reglan í Kaliforníu gerði atlögu að fjórum, amerískum „spilaskipum", — fljótandi spilavítum, sem liggja við festar úti á rúmsjó, á alþjóða svæði, — utan amerísku landhelginnar. En eigendur slíkra skipa álíta þessi fyrirtæki sín alger- lega óháð öllum lögum og rétti. Hinir opin- beru ákærendur hafa þrásinnis gert árang- urslausar tilraunir til að ná sér niðri á þeim, eða þessum gullnámurekstri „til sjós“, — en að þessu sinni tókst að afla slíkra gagna, að hægt var að leggja málin fyrir dómstólana. Framkvæmdarstjóri hins stærsta þess- ara fyrirtækja og skipa, sem „Rex“ er nefnt, er Tony Cornero, alkunnur vín- smyglari í „stórum stíl“, ítalskur að upp- runa og var á yngri árum ýmist sjómaður eða bifreiðarstjóri. Hann kaupir heilar auglýsingasíður í blöðunum í Los Angeles og lætu flugvélar „mála“ Rex-nafnið með hvítum reykjarstöfum á himinhvolfið. Úti á skipinu eru tækifæri til að tapa fé sínu á ýmsan hátt: í ,,rúlettu“, póker, veðreið- um, teninga-kasti, kínverzku happdrætti o. s. frv. Þar er líka komið fyrir um fimm- tíu sjálfvirkum spilavélum. Daglegur reksturskostnaður þessa skips- bákns er sagður vera um 6000 dollarar. Launaðir starfsmenn eru 325, og eru þeim greiddir 3000 dollarar á dag. Skrautlýsing- arnar kosta of fjár. Vátrygginga-iðgjöldin munu nema um 65.000 dollurum á ári. Cornero segir sjálfur, að það kosti sig Tony Comero gafst ekki upp fyrr en eftir 10 daga umsátur og var þá fluttur í land sem fangi. En hann var aftur látinn laus gegn tryggingu. Þrjú af spilavítisskipunum gáfust strax upp, en ,,Rex“ varðist — með brunaslöngunum. Lögreglan var nokkuð harðhent, þegar hún ruddi spilavítisskipin nú fyrir skömmu. Einkum varð ,,Texas“ hart úti. eitthvað nálægt 200 þús. dollara, að „láta Rex fljóta“, — en hann nefnir það þá ekki, að brúttó hagnaðurinn á degi hverjum er 10—12 þúsundir, — og verður þá árs- hagnaðurinn um hálf önnur milljón dollara. Eigendur hinna skipanna græða líka of fjár, eða gerðu það að minnsta kosti, til skamms tíma. En það var Cornero, sem upphaflega átti þessa hugmynd. Ha.nn byrjaði fyrirtækið með skipi, sem hét „Tangó“, 1929, í félagi við gamlan „starfs- bróður“ sinn. Og hann gortar af því, að síðan sé hann búinn að láta ,,ferja“ 13 milljónir manna út í spilavíti sín, án þess að hann hafi nokkurntíma orðið fyrir óhappi. Raunar hefir honum samið miklu betur við gesti sína heldur en meðeigend- urna. Og seinast reiddist hann þeim svo heiftarlega, að hann lagði skipið ,,undir“ í teningaspili við þá. Hann tapaði skipinu, en „vann sér sálarfrið“, — eins og hann komst sjálfur að orði, og síðan keypti hann ,,Rex“ og hefir stjórnað því fyrirtæki einn. Þilfarið á ,,Rex“, þar sem fjárhættuspil- in fara fram er alskipað gestum á hverju laugardagskvöldi. I aðalsalnum, sem er um 80 metra langur, geta setið um 1500 manns, — og allir, jafnt menn sem konur, gera sér vonir um að „sprengja bankann“. Á neðra þilfarinu er veitingasalur og dans- salur. Þar geta líka setið 500 manns við spilaborð. Og af öllum þessum sæg eru konurnar um 80%, — og þær eru á öllum aldri. Á aðalþilfarinu er mest um að vera, og þar verða oft fljótlega eigandaskipti á stórum f járhæðum. Sagt er að gestur einn hafi tapað 65 þús. dollurum yfir helgi. En hann kom aftur næsta laugardagskvöld, og vann þá ekki aðeins þessa upphæð, held-

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.