Vikan


Vikan - 09.01.1941, Blaðsíða 12

Vikan - 09.01.1941, Blaðsíða 12
12 VIKAN, nr. 2, 1941 Það var eins og ský drægi fyrir í svip hans og augun urðu sem gler. Hermann Zeberlieff var dáinn. Annar lögreglumaðurinn iaut ofan að líkinu. „Hann er dáinn!“ sagði hann og losaði um hálsmálið á skyrtunni. Hann hrökk við og stökk á fætur. „Guð minn góður,“ sagði hann og saup kveljur. „Þetta er kvenmaður." King Kerry kinkaði kolli. „Konan mín,“ sagði hann og leit niður á dauðu konuna við fætur sér. „Aldrei hafði ég nokkurn grun um þetta,“ - aldrei.“ Veru hafði vöknað um augu. „Og þó, — þegar ég hugsa um það nú, þá var það eftirtekt- arvert, að hún leyfði mér aldrei að koma inn í herbergi sitt, leyfði þjóninum aldrei að hjálpa sér að klæða sig. Það eru yfirleitt ótal smá- atriði, sem ég man eftir nú, sem hefðu átt að vekja hjá mér grun.“ „Þetta var allt móður hennar að kenna,“ sagði King Kerry. ,, Móðir hennar var alveg ókunnug lögum Bandaríkjanna. Hún hélt, að landeignir föður yðar myndu að sjálfsögðu verða eign son- ar, og að dóttir ætti engan erfðarétt. Hún þráði að eignast son, og Þegar Henrietta fæddist, varð vesalings manneskjan sturluð. Lækninum var mútað til þess að votta, að barnið væri drengur, og móðir hennar og frænka ólu hana síðan upp sem dreng. Ýmsir eiginleikar Henriettu komu í góðar þarfir við þessi svik, því að hún var lík karlmanni í framkomu og að hugsunarhætti. Hún var karlmaður að því leyti, að hún átti hvorki til meðaumkun né samvizku. Hún hlífðist ekki við, að láta unga stúlku verða ástfangna af sér, án þess að ljósta upp leyndarmáli sínu. Þegar það vitnaðist, fyrir fór stúlkan sér. Þér kannist ef til vill við það mál.“ „Já, ég kannast við það," svaraði Vera hik- andi, „en ég hélt —.“ „Það héldu allir," sagði Kerry. „Ein frænkan varð hrædd og lét senda sér hana til Denver — þar átti hún búgarð. Þar var látið vaxa á henni hárið og hún klæddist sem kvenmaður, — það var þar, sem ég hitti hana og giftist henni. En hið fyrra líf átti of mikil ítök í henni. Hún var sem sé farin að fást við spákaupmennsku í Wall Street. Hún vildi láta halda að hún væri karlmaður, — hún hafði ánægju af, að láta hæla sér fyrir fjármálakænsku og dugnað. Hún kom í kring tveim, mjög svo kænlega hugsuðum fyrir- tækjum, — sem urðu henni þó að falli. Hún skildi við mig og leitaði aftur til Wall Street. Ég gekk mjög á eftir henni, en það var alveg tilgangslaust að skírskota til hennar betri manns. Hún hló að mér. Daginn eftir kom hún mér á kné — hún steypti fyrirtæki mínu — með mínum eigin peningum. Það gerði mér ekkert, fjár er alltaf hægt að afla sér aftur, en að hún hataði mig, og að hún lagði mig í einelti, árum saman, með fólskulegri — —.“ Hann þagnaði: „Guð veri henni náðugur," sagði hann svo, klökk- um rómi. Tveim mánuðum síðar, hitti King Kerry Elsie. Hann kom til Geneve alveg óvænt, en þar var hún þá í sumarfríi, og þegar hún rakst á hann á Quai des Alpes, varð henni ákaflega mikið um að sjá, hvað hann hafði breytzt. Hann var orðinn ungur aftur, — hrukkurnar í andlitinu voru horfnar, og í augunum glampaði fjör og lifsgleði. „Ég kem rakleitt frá Chamonix," sagði hann. „Eg er búinn að útbúa mér sumarbústað þar.“ „Ætlið þér að búa þar?“ spurði hún forviða. Hann hristi höfuðið brosandi. Vagni var ekið fram hjá. Hún gerði sér far um að verjast brosi. „Hver var þetta?" spurði hann. „Munið þér eftir Hubbard?" Hann kinkaði kolli. Hann mundi vel eftir Hub- bard fagra. „Hann er giftur agalegum kvenmanni og þau eru héma á brauðkaupsferðalagi," sagði hún. „Húsmóðir hans,“ sagði hann. „Það má segja, að það sé rómantík örlaganna — kaldhæðni ör- laganna." „Já, en það er þó hámark rómantískra örlaga, eða allrar kaldhæðni örlaganna," sagði hún hlæj- andi, „að Vera og herra Bray eru líka á brúð- kaupsferðalagi og búa á sama gistihúsinu." „Skrambi var það óheppilegt fyrir þau," sagði Kerry brosandi. „Ég samsinni yður um það, að sannarlega er það kaldhæðni örlaganna." „Það er alveg furðulegt, hvað margt er ný- giftra hjóna í Geneve um þessar mundir," sagði hún. Hann tók undir handlegg henni og leiddi hana um bryggjuna. „Við skulum ekki bæta við þá tölu," sagði hann. „Við förum til Chamonix." „Hvenær?" spurði Elsie lágt. „1 næstu viku,“ svaraði King Kerry. „1 Chamonix er yndislegt að vera," sagði hún eftir nokkra þögn. „Náttúran er þar svo stór- fengleg — og glampandi hvitur skallinn á Mont Blanc í baksýn. Ég vildi, að við gætum farið með Mont Blanc með okkur, til Englands," sagði hún í gamni. „Ég ætla að spyrjast fyrir um, hvað hann kostar," sagði maðurinn, sem keypti London. ENDIR. VIPPA-SÖGUR Burt frá Bananalandi. ----- Bamasaga eftir Halvor Asklov. - Jim var að spenna uxa fyrir lítinn jámbrautarvagn, sem rann á spori. Hann var fullur af banönum. Rétt í því kom Jói með asnann sinn i taumi. „Halló, Jim, ætlarðu ekki að taka þetta með ?“ hrópaði hann, þegar Jim gerði sig liklegan til að aka af stað. „Hvað varstu að slæpast?" spurði Jim gremjulega. „Asna skrattinn var svo staður," sagði Jói. „Ætli það sé ekki heldur þú,“ taut- aði Jim. „Flýttu þér að koma banön- unum yfir á vagninn." „Það er ekki mitt verk,“ sagði Jói og settist á jörðina. „Ekki mitt heldur, þegar þú ert svona óstundvís," sagði Jim og sett- ist líka. Hvorugur þeirra tók eftir litla ang- anum, sem klifraði niður af asnanum og upp á bananavagninn og hreiðraði um sig innan um ávextina. En svo kom verkstjórinn og þá voru strákamir ekki lengi að spretta á fætur og stundarkomi síðar hott- aði Jim á uxann, sem drattaðist leti- lega af stað. „Þetta er kúnstugt land," hugsaði Vippi, „þeir beita uxum fyrir jám- brautarlestir.“ Svo hrópaði hann til uxans: „Meiri damp á, þetta gengur ekkert hjá þér.“ „Hvað liggur á?“ baulaði uxinn önugur á móti. „Það þýðir lítið fyrir þig að baula, það er langt til kvölds, og fyrst verð- „Hvaða þumalingur er þetta?" sagði maðurinn og ætlaði að grípa Vippa. ur þú að vinna fyrir mat þínum," sagði Jim við uxann. Hann hafði ekki heyrt í Vippa og skildi því ekkert í, hvað uxinn var að baula. Loks komu þeir á ákvörðunarstað- inn, sem var lítil járnbrautarstöð. Þar beið röð af vögnum, allir hlaðnir ban- önum. Jim tók bananaknippin af vagninum og rétti þau manni, sem stóð á einum flutningavagninum. Allt i einu æpti Jim upp yfir sig og fleygði einu knippinu langt inn i vagn. „Ég kom við eitthvað lifandi," æpti hann dauðskellcaður. „Beit þig eitthvað?" spurði mað- urinn í vagninum. Þeir héldu báðir, að þetta hefði verið slanga. Jim skoðaði vandlega á sér hendumar. „Ég sé engin tannaför, en ég held, að hún hafi samt bitið mig,“ stundi hann. En á meðan þeir voru að velta þessu fyrir sér, tókst Vippa að fela sig innan um bananaknippin, og þannig atvikaðist það, að hann ók af stað með lestinni skömmu síðar, og kom eftir langa ferð í hafnarborg, þar sem bananamir voru settir um borð í stórt skip. Vippi varð að blða í vagninum alla nóttina, en það væsti ekki um hann, því að hann hafði nóga banana að borða. Morguninn eftir vaknaði Vippi við það, að maður kom inn í vagninn. „Hvaða þumalingur er nú þetta?" sagði maðurinn og ætlaði að grípa Vippa. En Vippi brá við og skauzt á milli fóta honum og ofan úr vagn- inum. Maðurinn ætlaði á eftir honum, en steig þá á bananabörk og datt beint á rassinn, og þegar hann loks hafði staulast á fætur aftur, var Vippi búinn að fela sig á bak við kassa, sem stóð á bryggjunni. „Hvemig væri nú að bregða sér til sjós?" hugsaði Vippi og leit á skipið, sem lá við bryggjuna. Hann hafði raunar ekki hugmynd um, hvert skip- ið ætlaði að fara, en hann kærði sig ekkert um að vera lengur i Banana- landi. „Hvaða lykt er nú þetta?“ tautaði hann og sneri sér að kassanum. Hann klifraði upp á kassann, til þess að vita, hvað væri í honum, því að hann var loklaus. „Hvað er þetta? Það er eins og visin blöð," hrópaði hann undrandi. 1 sömu svifum heyrði hann glamra i jámfestum og þegar hann leit upp, brá honum heldur í brún. Festamar komu á fleygiferð ofan úr loftinu og stefndu beint á hann. Hann fleygði sér á magann og gróf sig niður á milli visnu blaðanna. Lyktin var svo sterk, að honum lá við köfnun. Allt í einu fór kassinn að hreyfast og þegar Vippi leit upp, sá hann að kassinn sveif í lausu lofti yfir sjón- um. „Ég vil fara í land! Ég vil fara í land!“ æpti Vippi í ofboði. En nú var kassinn kominn út yfir skipið. Andar- tak nam hann staðar í loftinu, en dalaði svo niður í ógurlega stórt gím- ald og nam ekki staðar fyrr en á botni lestarinnar. „Mér heyrðist ískra í vindunni," sagði einn hafnarverkamaðurinn við vindumanninn. „Já, ég heyrði það lika, ég verð að ná í smumingskönnuna." Um sömu mundir kom fyrsti stýri- maður upp i lyftingu til skipstjórans. „Bananafarmurinn er allur kominn um borð og síðasti tóbakskassinn var að koma rétt í þessu," sagði hann. „Ágætt," sagði skipstjórinn, „þá siglum við.“ Og það gerðu þeir.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.