Vikan


Vikan - 09.01.1941, Blaðsíða 8

Vikan - 09.01.1941, Blaðsíða 8
3 ■ViivAN, nr. 2, 1941 Friðsælt heimili! Gissur: Það er svo friðsælt og yndislegt héma núna, að ég á bágt með að trúa því, að ég sé heima. Gissur: En ég er nú heima samt sem áður — og einhver bölvaður gauragangur berst nú framan úr eldhúsinu. Vinnukonan: Þú skalt ekkert vera að Ijúga því, að þú hafir komið með rjómann í morgun — þú gerðir það ekki! Mjólkurpósturinn: Þykist þú vita betur en ég, hvað ég hefi gert og ekki gert. Ég hefi þegar sagt . . . Gissur: Það stoðar ekkert að láta svona. Erla: Ætlið þér virkilega að halda því fram, að ég hafi á röngu að standa? Baroninn: Já, en kæra fröken, ég hringdi tvisvar, svo að þetta er einhver misskilningur. Rasmína: Hefi ég ekki sagt, að þér ættuð ekki að gefa eldabuskunni fyrir- skipanir? Yfirþjónninn: Hann sagði mér, að þér hefðuð sagt honum, að hann ætti að segja mér, að ég ætti að segja henni .... Þjónninn: Hvemig get ég hafa sagt yður, það sem enginn hefir sagt mér að segja yður að segja henni? Sonurinn: Þú verður strax að hætta að spila og koma heim ... bamið grætur alveg stanslaust ... vertu nú ekki að þessu . . ég má ekkert segja . . ég kemst bara aldrei að . . Garðyrkjumaðurinn: Viljið þér gera svo vel að sjá um, að hærisnin yðar séu ekki í garð- inum okkar . . . annars skuluð þér fá fyrir ferðina. Nábúinn: Hvemig vogið þér að tala svona við mig, ég skal ... Rödd frammi: Eg sagði yður, að ég vildi ekki sjá þessa tomata! Burt með þá! Burt! Gissur: Það er alls staðar eins! Rasmína (inni): Gissur! Jói með nefið: Ertu að fara á kappleikinn Gissur. Gissur: Ekki aldeilis! Eg er búinn að sjá og heyra nógu mikið af þess háttar í dag!

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.