Vikan


Vikan - 09.01.1941, Blaðsíða 15

Vikan - 09.01.1941, Blaðsíða 15
VIKAN, nr. 2, 1941 15 fátækrafulltrúanna, og manni hlýtur aö renna til rifja hlutskipti þeirra. En hvað skal segja, þeir eru nú einu sinni á síld. Útgerðarmenn tapa, saltendur tapa, síld- arstúlkur nærri svelta og eru fluttar heim að hausti á ríkisins kostnað. Bæjarbúar, konur sem karlar, híma atvinnulausir sum- arið á enda, og vetur er fyrir dyrum. Hvergi skröltir vinda, bílarnir á bási, naumast nokkur grútarþefur, enginn verk- smiðjureykur, engir vélaskellir, engir sveittir eða á hlaupum, allt autt, dautt og tómlegt. Minnir þessi hverfleiki ekki á gullgraftarþorpin ? En þótt atvinnulífið setji allan ytri blæ á bæinn, þá hefir þó götu- og kaffihúsa- lífið eigi þótt eiga alllítinn þátt í frægð Siglufjarðar. Um kaffihúsin er það, að þau eru jafn óskiljanlega fjölsótt, hvort sem ekkert veiðist og engir peningar velta, eða svo annríkt er í bænum, að ætla mætti hvern og einn í hvílu sinni eða á vinnustaðnum. En eins og suma virðist aldrei skorta fé til skemmtana og vínfanga, virðast aðrir aldrei svefnþurfi í síldinni á Siglufirði. Sitjir þú við gluggann þinn í Aðalgöt- unni að kveldi og fylgist með fólks- straumnum, þá er það æði sundurleitur lýður. Drottning götunnar er stúlkan í síldargallanum eins og kallað er, hvort sem hún er á heimleið dálítið hreistruð, blóðug og slorug, eða hún er á leið í síldina með svefnroða í kinnum, dynjandi músik í eyr- unum og ,,sjensinn“ við hliðina. Konungur götunnar er aftur sjóarinn. Dálítið spjátr- ungslegur er hann á gráum buxum, eða buxum, sem einu sinni voru það, hnýttan hálsklút í slaufu. Skyrtukragann brettan út á axlir, sigarettu lafandi út úr öðru munnvikinu. Hann vaggar vígalega, talar hátt, blístrar, syngur og hlær háan brenni- vínshlátur. En svo mætir aftur augum þínum önnur manngerð. Það er reyndi, aldraði sjómað- urinn. Skref hans eru þung og örugg, eins og aldan, sem hnígur og rís í óumbreyt- anleik sínum, svipur hans skerptur af sæ- roki og rór eins og þeirra einna, sem hafa horfzt í augu við dauðann. Þarna er og mislitur hópur verksmiðju- manna, og þykja sumir hálf daunillir, eink- um þróarmenn, mjölmenn, lýsismenn og pressumenn. Öllum ægir hér saman. Púðraðar og illa málaðar piparjómfrúr kríkajórtrast hér innan um karlana, eins og það er kallað á austfirsku, og blómlegar, tárhreinar blómarósir birtast öðru hvoru, sem kunna betur við kreikið en ,,kojuna“ eftir síldina, og e. t. v. hafa þær aldrei heldur snert á síld. Þær líkjast fremur englum en mennsk- um mönnum. Ást við fyrstu sýn, góði! En svo vaknar þú upp við fliss og óp annarra, sem hvorki eru uppnæmar fyrir klámi né ástarorðum, eru trúlofaðar fyrir sunnan, en „taka það fagurlega“ fyrir norðan. Þá hafa útlendingar átt sinn þátt 1 götu- lífinu. Færeyingar með rauðröndóttar bát- húfur og á köflóttum peysum, tyggjandi tóbak. Norsarar á glamrandi klossum, eins og fleiri raunar, og himinbláum peysum. Syngjandi Svíar og nú seinast Ástandið. Ekki fara augu þín á mis við fína fólk- ið hér sem annars staðar. Þótt forin sé fangamark haustrigningatímans á Siglu- firði, eru þar á ferli fínir menn og konur, sem stikla fimlega og háhælaðar á klúbb- ana. En bæði eru vinnuklæddir menn og konur tíðari á götunum um veiðitímann ásamt lyktinni og slorinu, sem vinnu þeirra fylgir og sæmir, enda eiga þeir, vægast sagt, bezt við umhverfið. Hörðu hattarnir, silkisokkarnir, litað hár, varir og vangar, ljósar uppskafningabuxur, loðdýraskinn á konum, í stuttu máli allt, sem þolir ekki rigningu, götufor, síldarslor, lýsisbletti eða faðmlög vinnandi fólks í síldinni, verkar sem tildur eitt og prjál á þessum mikla og hressandi hrjúfa vinnustað. Um kaffihúsalífið væri margt hægt að segja, en það er efni í heila ritgerð. I fáum orðum sagt er lifað þar á kránni undir hálfgegnsæju reykjarskýi í mjúku meyjar- fangi við seiðþrungið saxophonvæl, eins og á öðrum sjómannakrám um víða veröld. E. t. v. er tilbreytingin þar öllu meiri en á svipuðum krám hér á landi, og á ég þar við tíð og innileg áflog og ryskingar, brotin húsgögn, bænir og vein kvenna, blót og formælingar karla. Frjálslyndari menn nefna þetta eðlilega rás lífsins meðal ungs fólks um hásumar- ið, sem hefir peningaráð og getur varla sofið fyrir kröftum og æskuóróa, ncg vín og síldin sjóðandi vitlaus. Af öllu þessu leiðir ofurlítið kvennafar, sem mun þó jafnan orðum aukið. En satt er það, að svefnfátt getur veikl- uðu fólki orðið við fjölförnustu göturnar, því þegar síðasta höfðingja götuóspekt- anna er draslað í ,,grjótið“ í morgunsár- inu, þá þrammar oft og tíðum morgun- vaktin í verksmiðjurnar og bærinn er glað- vaknaður í öllum skarkala sínum. Þannig gengur það til á Sigló. En svo einhvern góðan veðurdag eru göturnar orðnar auðar að kalla, bátar allir á brott, verksmiðjurnar hijóðnaðar og hættar störfum, síldin búin, komið haust. Og mað- ur þekkir vart hið hljóðláta, fámenna þorp fyrir það sama. Og nú tekur vetrarværðin að síga á fólkið, þegar haustfiskiríinu er lokið, snjórinn fellur, oft mikill snjór, og nú sjást ekki önnur farartæki á götunum en skíðasleðar, hestasleðar og skíði. En það eru ekki allir, sem leggjast í vetrardvala eftir átök og andvökur sum- arsins. Siglufjörðpr er frægur um skíða- menn engu síður en síld, og nú byrjar þeirra náðartími. Og vetrarríkið er fagurt á Siglufirði, f jöllin tíguleg og venjulega snævi þakin frá dyrum unga fólksins upp á efstu brúnir. Þennan Siglufjörð telja margir Siglfirð- ingar sinn eiginn, fremur en hinn mislita æfintýrabæ sumarsins. En hvað sem um það er, þá getur vart meiri andstæður en hið reykþrungna, regn- höfga, sloruga, háværa, starfandi ríki sumarsins, og hið tunglbjarta, friðsæla, tárhreina ríki vetrarins, svo langt, sem augað eygir. Samúel Loyd. Framhald af bls. 6. fyrir sér. Loyd undi þessi illa og hugði á hefndir. Mánuði síðar samdi hann skák- þraut, sem í var hugvitssamleg gildra, og nú átti að veiða Steinitz. Hann sendi dæm- ið til ritstjóra skákdálks í blaði einu með þessu bréfi: Nr. 21 (1885). SVART HVÍTT Hvitt mátar í 4. leik. „Vinur, Peterson! Ég sendi hér með skákdæmi í skákþrautarkeppni þína. Mér er annt um, að það verði birt sem allra fyrst, því að því fylgir skemmtileg saga, sem mun komast á loft, en ég vildi, að piltarnir fengju að spreyta sig á því, áður en sagan berst út. Ég samdi það í gær og fékk Steinitz það og lagði undir, að hann gæti ekki ráðið það. Eftir hálftíma sagð- ist hann vera búinn að ráða þrautina. Ég sagði honum að skrifa ráðninguna á blað, og það gerði hann. Þá sagði ég honum að skoða nú ráðninguna vel, því að veðmálið væri tapað, ef hún væri ekki hárrétt. Hann hugsaði sig um í 5 mínútur enn og sagði svo, að hann stæði við það, sem hann hefði skrifað. Hann fékk mér þessa ráðningu, sem ég býst við að flestir lesendur blaðs- ins mundu senda: 1. f4, B eitthvað; 2. Bf8, eitthvað; 3. BXg7, eitthvað; 4. Bxf6 mát! Eftir að hann hafði margreynt ráðn- inguna, sýndi ég honum þessa vörn: 1. f4, Bhl; 2. Bf8, g2; 3. BXg7; patt! Birtu þetta með einkunnarorðunum ,,S.S.“ — Steinitz stunginn. — Þinn S. Loyd.“ Steinitz firrtist mjög við þetta skop, og var um hríð mjög kalt á milli þeirra. En hver er rétta ráðningin? I næsta blaði verða birtar ráðningar á þrautum Loyds. Leiðrétting: 1 síðasta blaði féll niðnr textinn undir myndunum nr. 15 og nr. 16 á bls. 6 í grein- inni um Samúel Loyd. Textinn er eins undir báð- um myndunum: Hvítt mátar í 4. leik.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.