Vikan - 16.01.1941, Síða 1
Nr. 3,
16. janúar 1941
Þessi mynd er talin stórkostlegt listaverk og á að sýna, hvaða hlutverk innflytjendur Bandaríkjanna hafa unnið í þágu iðnaðarins. Listaverkið er skii-
getið afkvæmi raunsæisstefnunnar og aðalhöfundur þess er Ed Lanning.
s - «»'**%
Kreppa skapar list.
að má búast við því, að
listsögnritarar framtíðar-
innar fyllist undrun yfir þeim
fjölda veggmálverka, sem Norð-
ur-Ameríka hefir verið prýdd
með á undanförnum árum. En
það er sennilegt, að þeir muni
ekki eiga auðvelt með að skilja,
hver var orsök þessarar fram-
leiðslu á sviði listarinnar. I Róm
hinni fornu, Pompej og í Egypta-
landi var reynt að láta almenn-
ing njóta listaverkanna, af því
að þá hafði listin náð sérstöku
hámarki vegna fjárhagslegrar
velmegunar. En í Bandaríkjunum er það sama af allt öðrum rót-
um runnið. Þar var fátæktin og atvinnuleysið orsökin. — Vorið
1935 var stofnuð atvinnubótanefnd í Bandaríkjunum, er fekk
það geysimikla hlutverk að skipuleggja atvinnuhjálp þá, sem
hin einstöku ríki höfðu ákveðið
að verja fé til. Hún sá um, að
reistar voru opinberar bygging-
ar, gerðir skemmtigarðar, skolp-
veitukerfi, flugvellir, sundlaug-
ar, flóðgarðar o. s. frv.
En listamönnunum var ekki
gleymt í þessari vinnu hins opin-
bera. Listmálarar, myndhöggv-
arar, hljómlistamenn, rithöfund-
ar, leikarar og ýmsir aðrir menn
andlegrar stéttar fengu sinn
hluta af þessu atvinnubótafé.
Nýtízku byggingarlist, sem
þróast hafði ört fyrir árið 1929,
rétti listamönnunum engin tækifæri í hendur. Ef þeir þá fengu
að skreyta einhvern vegginn 1 opinberri byggingu, var látið bera
sem minnst á öllu slíku. En svo minnkaði andúð arkitektanna
gegn veggmálverkunum. Og það er ekki sízt [Framh. á bis. 3.
Aldrei síðan í fornöld hefir verið gert jafn
mikið að því að láta listina ná út á meðal
fólksins, eins og í Ameríku á undanförnum ár-
um. En á fyrri tímum var mikil velmegun orsök
þessa — nú er það vegna atvinnuleysis og neyð-
ar. Það hefir verið þáttur í kreppuráðstöfunum
hins opinbera að láta listamönnunum í té vinnu,
og hefir þetta orðið til þess að sköpuð hefir
verið einstæð list, hvað veggmálverkin snertir.