Vikan


Vikan - 27.03.1941, Síða 1

Vikan - 27.03.1941, Síða 1
Londoiii Breiuiuur Eftir WILLIAM L. WHITE. Grein þessi birtist í marz-hefti tímaritsins „Keader’s Digest“, sem gefið er út í New York. Höfundurinn er amerískur blaðamaður og lýsir því, sem hann sá, þegar Þjóðverjar gerðu stórkostlegustu íkveikjuárás- ina á verzlunarhverfið í London. Kvöldið, sem Þjóðverjar reyndu að brenna London, var ég með Mar- guerite á frumsýningu á mynd Charlie Chaplins „Einræðisherrann". Hún er 25 ára gömul, lagleg og er ensk í aðra ættina en frönsk í hina, og talar bæði málin með svolítið útlendum hreim. Hún vann við Parísarblaðið Matin, 'en slapp frá París rétt áður en Þjóðverjar tóku borgina, og vinnur nú að blaðamennsku í London. Sýningin byrjaði klukkan fimm, og þeg- ar fjórði þáttur var að byrja, kváðu við loftvamamerki. Tilkynning birtist á tjald- inu um það, að hver sem vildi gæti leitað hælis í loftvamabyrgi hússins, en enginn hreyfði sig. Við sátum á svölum og 15 mínútum síðar fundum við, að húsið tók að vagga fram og aftur hátíðlega. Við viss- um, hver var orsökin. Stór sprengja hafði fallið einhvers staðar ekki allfjarri. Hvor- ugt okkar minntist á þetta, en við vissum. að það hlaut að vera talsvert um að vera úti. Sýningunni var lokið klukkan sjö og við fómm út, og blasti þá við okkur furðuleg ájón. Það minnti einna helzt á kafla úr litmyndinni „Róm brennur", eftir Cecil B. de Mille. Himininn var allvu? ljósrauður með ljósgulum stjömum hér og þar út við sjóndeildarhringinn. En bjarminn og ljósa- skrautið var of mikið til að það mundi geta talist eðlilegt og sannfærandi á kvik- mynd, og löngu eftir að dimmt var orðið af nóttu, var birtan svo mikil, að ég gat séð, hvaða litblær var á varalit Marguerite. Við ætluðum að borða saman kvöldverð, en Marguerite þurfti fyrst að koma við á skrifstofunni til þess að lesa próförk af sögu, sem hún hafði skrifað fyrr um dag- ixm. Það var enginn maður á efri hæðun- um, en niðri í kjallara fundum við starfs- mennina, innan um vélar og miklar pappírs- birgðir. Þeir vom að lesa prófarkir. Bygg- ingin var hálfgert hrófatildur, og þeir höfðu verið sendir niður, meðan mesta hríðin leið hjá. Marguerite las söguna og því næst fómm við út til að leita að mat- söluhúsi, sem væri opið. Fólkið á götum úti var nokkuð tauga- óstyrkt og sumir hertu gönguna eða hlupu, Framhald á bls. 13.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.