Vikan


Vikan - 27.03.1941, Síða 11

Vikan - 27.03.1941, Síða 11
VIKAN, nr. 13, 1941 11 ,,Loksins,“ sagði hann, „getum við lagst örugg til hvíldar." ,,En finnst yður ekki þetta dálítið óviðkunnan- legt, Mick?" „Mér finndist það í hæsta máta óviðkunnan- legt, ef við fengjum ekki svefnfrið, og ég þori ekki að hætta á að yfirgefa yður. Nú getið þér tekið hvort rúmið, sem þér viljið heldur, en ég vildi nú samt heldur fá það, sem nær er dyrun- um, og nú skulum við fara að sofa.“ Viðburðir dagsins höfðu sýnilega ekki valdið neinni röskun á jafnvægi Micks. Einni mínútu eftir að hann hafði slökkt ljósið, var hann stein- sofnaður. Hann dreymdi heldur enga vonda drauma um Lefty Vincent og félaga hans. En um þetta vissi Clare Furness ekkert. Því að hún var einnig í því landi, þar sem engir bófar og glæpamenn eru til. Mick vaknaði við þá tilkenningu, að vinstri vanginn væri stokkrunninn. Það var ekki fyrr en hann hafði klórað með fingrunum í storknað blóðið, að hann mundi, hvað skeð hafði. Það fyrsta, sem hann gerði, var að snúa sér og líta yfir í hitt rúmið. Þar var allt eins og það átti að vera. Clare svaf vært. Hann lyfti hendinni til þess að líta á armbandsúrið og rak heldur en ekki upp stór augu. Klukkuna vantaði tuttugu minútur í tólf! Hann sveifiaði fótunum fram úr rúminu, teygði handleggina og gekk svo út að glugganum og horfði stundarkorn út á torgið og umferðina. Hann leit i spegil. Hann var ógreiddur og órakaður og sárið fyrir ofan eyrað var ófagurt á að líta. Fötin hans voru þvæld og óhrein, og hann hafði ekki látið skóna sína fram fyrir til að fá þá burstaða. Hann reyndi að bæta úr þessu eftir beztu föngum. Það leið hálftími áður en honum fannst nokkuð mannlag vera komið á sig. Þegar hann var búinn að raka sig, þvo sér og greiða sér, skipta um flibba og bindi og bursta fötin sín vandlega, fannst honum hann ekki lengur likjast fuglahræðu. Að minnsta kosti fannst Clare það, þegar hann vakti hana. Sjálf sneri hún sér undan, sannfærð um, að hún væri hræðileg útlits eftir allt, sem skeð hafði um nóttina. Mick hafði ekki mikla þekkingu á kvenfólki og háttum þess. En hann hafði þó vit á að ganga út að glugganum og athuga útsýnið svo nákvæm- lega, að honum fannst, að það mundi vera eilíf- lega greipt i hug sinn. Það var glaða sólskin og hann opnaði gluggann upp á gátt. Allt í einu sagði hann upp úr eins manns hljóði og án þess að líta við: „Hvar voruð þér, Clare, þegar slysið vildi til í San Francisco?" „Af hverju datt yður þetta allt í einu í h'ug, Mick. Ég var þúsund mílur í burtu, í Boston. Ég hafði búið með föður mínum í San Francisco þrjú eða fjögur ár eftir að ég hafði lokið skóla- námi, og svo bauð frændi minn, sem heima átti í Boston, mér að koma til sin og vera hjá sér einhvern tíma. Ég kærði mig ekki um að fara, en pabbi sagði, að ég mundi hafa gott af því. Ég var að spila tennis daginn — daginn, sem Lefty Vincent fór inn í Conway bankann." „Mér er ekki ljúft að kvelja yður með þess- dnuðaun á kælunnm. Framhaldssaga eftir DAVID HUME. Það, sem skeð hefir liingað til í sögunni: Lefty Vincent og fjórir félagar hans, Johnny Ryan, Fino, Collins og Catini, hafa rænt banka og drepið gjaldkerann. Dóttir gjaldkerans, Clare Furness, strengir þess heit, að koma Vincent í hendur ríkislög- reglunni, G-mannanna svo nefndu. Eftir fyrirmælum hennar sitja þeir fyrir honum, en fyrir mistök, skjóta þeir Ryan, en Vin- cent sleppur. Hann hyggur nú á hefndir, og þegar Clare Furness flýr til Evrópu, fer hann á eftir henni. Mick Cardby, sem rekur leynilögreglustöð í félagi við föður sinn, er fenginn til að gæta hennar, þangað til G- mennirnir koma, en þeir eru á leiðinni til Evrópu. Mick fer til Southampton til að taka á móti henni, en Vincent hefir líka sent þangað einn af glæpafélögum sínum. Mick lætur mann frá Scotland Yard tefja fyrir honum i tollinum, en sleppur sjálfur hindrunarlaust burt með fitúlkuna og ekur með hana, ýmsar krókaleiðir, því að hann óttast eftirför. Þau koma sér fyrir á litlu veitingahúsi um nóttina og segjast vera systkini á leið til London. Bófarnir, sem eru að elta Mick og Clare, koma i veitingahús- ið. Húsbóndinn þykist ekkert vita, en þeir trúa honum ekki, slá hann í rot og hefja svo leit í húsinu. Mick liggur í leyni og hlustar á samtal þeirra. Þegar Mick sér sér færi á, slær hann annan i rot, en heldur hinum í skefjum með skammbyssunni • og neyðir hann til að segja sér allt af létta um eltingaleikinn. Á meðan þau eru að búa sig til að leggja að stað með bófana til lögreglustöðvarinnar, koma tveir bófar í viðbót, en Mick tókst að ráða niðurlögum þeirra. Miek talar við föður sinn frá lög- reglustöðinni, sem segir honum að koma ekki til London. Þau leita sér gistingar í smábæ. um spumingum, Clare. Það skiljið þér sjáifsagt. En þvi nákunnugri, sem ég er málinu, því betur get ég áttað mig á, hvað gera skal. Ég er þegar búinn að fá að vita, hvað skeði. En það er ýmis- legt, sem mér er ekki ljóst. Hvers vegna sendi Vincent þennan mann til yðar um nóttina í stað þess að koma sjálfur? Það hlýtur að hafa verið einhver veigamikil ástæða til þess.“ „Já, það var það líka. En G-mennimir komust ekki að því fyrr en seinna. Einni mínútu áður en við áttum að leggja af stað, sá einn af bóf- um Vincents mann inni í spilasalnum standa við gluggann innst í salnum og veifa með vasaklút. Fino gmnaði, að maðurinn væri að gefa lögregl- unni merki um að ráðast inn í spilasalinn, og honum fannst ráðlegast að láta Vincent vita af því. Það sorglega við þetta allt saman var, að Fino hafði rétt fyrir sér. Bæjarlögreglan vissi ekkert um viðbúnað rikislögreglunnar. Þeir höfðu veitt húsinu athygli og ákveðið að ráðast inn i það sem ólöglegt spilavíti. Einn af leynilög- reglumönnum þeirra var inni til þess að kynna sér ástandið, og það var hann, sem veifaði vasa- klútnum. Bæjarlögreglan lá í leyni bak við húsið, en G-mennimir biður eftir merki fyrir framan húsið. Nú skiljið þér, hvernig á þessum mis- tökum stóð, Miek?“ „Já, ég sé, að þetta hefir verið hrapalleg óheppni." „Já, að meiru en einu leyti. Það var grátbros- legt, hvernig þetta fór allt saman. Það er sjald- gæft, að svona margar óheppilegar tilviljanir fari saman. Bæjarlögreglan á bak við húsið heyrði vélbyssuskothríðina fyrir framan húsið og hljóp fram fyrir til að sjá, hvað um væri að vera. Á meðan þeir voru að því hljóp Vincent út um gluggann bakdyramegin. Ef bæjarlög- reglan hefði aðeins beðið í nokkrar sekúndur ■ mundi hann hafa lent beint í fanginu á þeim! Vincent er ekki fæddur undir neinni einstakri hamingjustjörnu, hann er fæddur undir heilli vetrarbraut af hamingjustjörnum." „Það hefir hlotið að vera kvalræði fyrir yður að vera með honum.“ „Kvalræði?" Clare hló kuldahlátur. „Það var hræðilegt, Mick. Ég get að minnsta kosti ekki hugsað mér neitt andstyggilegra en að gera sér upp blíðu í garð manns, sem myrt hefir föður minn. Og það bætti ekki úr, að Vincent varð æ nærgöngulli. Hann heimtaði, að ég byggi hjá sér. Hann var vanur að fá allar óskir sínar uppfyllt- ar. 1 hvert skipti, sem ég hitti hann var hann verri viðureignar. Ég vissi, að mér mundi ekki takast að halda honum í skefjum lengi enn. Á hinn bóginn vildi ég ekki draga mig of snemma í hlé. Og svo var allt þetta eyðilagt á broti úr sekúndu! Ég hefi lifað margar hræðilegar stund- ir. Ég hefi staðið á tröppunum fyrir utan íbúðina mína nótt eftir nótt, og þolað það, að morðingi föður míns faðmaði mig og kyssti mig. Og þetta er allur árangurinn." Mick sneri sér frá glugganum og gekk til hennar. Augu hennar voru tárvot. Hann lágði hendumar á axlir hennar. „Herðið upp hugann," sagði hann blíðlega. „Þér háfið orðið að þola mikið. Það hefði naumast getað verið verra. En reynið að gleyma því versta af því. Munið, að þegar piltarnir frá Scotland Yard eru búnir að festa hendur í hári Vincents, og búnir að afhenda hann ríkislögreglunni fyrir vestan, er lausnarstundin komin. Þér hafið ekki unnið til einskis. Huggið yður við það.“ „Þér þekkið hann ekki,“ sagði Clare og horfði niður fyrir sig. „Þó að hann þurfi að hafa enda- skipti á öllu hér í Englandi til að finna mig, þá gerir hann það. Hann hefir fyrr skotið menn, að- eins af því að þeir litu á hann öðru vísi en hon- um þóknaðist. Og oft hefir hann skotið sína eigin menn og fleygt þeim í skurð, bara af því að hann hélt, að þeir myndu ekki uppfylla þær kröfur, sem hann áleit sig þurfa að gera til þeirra. Hvemig haldið þér þá, að hann muni fara með unga stúlku, sem hefir svikið hann, sagt G- mönnunum frá því og reynt að láta þá skjóta hann? Það er víst ekki erfitt að svara því.“ „Hann getur ekki alltaf haft heppnina með sér, Clare. Og hann verður að minnsta kosti að ryðja mér úr vegi áður en hann fær tækifæri til að gera yður nokkuð mein. Það verður merkisdagur, þeg- ar við Lefty Vincent hittumst." „Mick,“ sagði hún og leit beint í augu honum, „mér tekur þetta svo sárt yðar vegna. Lofið mér heldur að reyna að bjargast af einni og gleymið, að þér tókuð að yður það starf að gæta mín. Það er ekki sanngjarnt gagnvart yður, og ég skil ekki, hvers vegna þér þurfið að deyja, þó að mín örlög séu ráðin." „Clare, ef þér viljið komast hjá þvi að reita mig alvarlega til reiði, þá megið þér ekki tala svona." „Já, en mér finnst það ekki rétt. Ég er svo áhyggjufull yðar vegna. Lofið mér heldur að reyna að bjargast af einni.“ „Það kemur ekki til mála! Við hófum þetta ferðalag saman og við Ijúkum því saman. Ef Lefty Vincent finnur yður, mun hann finna mig við hlið yðar. Ég hefi marga galla, Clare, og sumir þeirra kunna að vera býsna slæmir. En aldrei á

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.