Vikan


Vikan - 17.04.1941, Side 10

Vikan - 17.04.1941, Side 10
10 VIKAN, nr. 16, 1941 Heimilið Meðferð ungbarna. Að lauga barnið Matseðillinn. Söl til manneldis. Um þau segir Magnús Stephensen í Hugvekjum 1808: „Sérhver sjóarbóndi og sömuleiðis margt sveitafólk gjörþekkir söl, sem eru almenn fæða fjölda manna i nokkrum héruðum, einkum Árness-, Borgarfjarðar og Dalasýslum, hvar þeim jafnvel er til sölu í uppsveitir töluvert safnað, hvar þau og seljast dýrum dómum, einkum fyrir beztu landaura, smjör, kjöt, ull, skinn og brúkast jafnaðarlega til mannfæðis. Um kraft og næringu sölva til manneldis er margra þjóða reynsla, og vorrar eigin fullnóg um fleiri und- anfamar aldir, og ber saman þar um, að þau gefi eitthvert hið hollasta og mest nærandi fæði fyrir menn og fénað undir eins og ljúffengt að smekk.“ Jón Pálsson, fyrrv. bankagjaldkeri, hefir gefið mér tvær uppskriftir að matreiðslu sölva, þessar hefir hann reynt sjálfur og gefizt ágætlega. — Uppskriftirnar eru eftir norskum rit- um, og eru á þessa leið: Sölvagrautur. 30 gr. söl. Yl liter mjólk. 1 matskeið sykur, salt. 1 egg. Sölin eru þvegin og afvötnuð í volgu vatni í 1 klst. Þá eru þau tekin upp úr vatninu og soðin í mjólk í % klst. Hrærðu eggi og sykri er blandað saman við og soðið hægt og hrært í 10 mínútur. Þegar grautur- inn er orðinn límkenndur, er hann soðinn. Salt, sykur og dropar látið eftir smekk. Hann er látinn kólna og borðaður með mjólk. Söl með sveskjubýting. 110 gr. sveskjur. 30 gr. söl. Sykur eftir vild. Yz sítrónuhýði. Sveskjumar og sölin em þvegin og lagt sitt í hverja skál með % líter af heitu vatni, og látið standa yfir nóttina. Næsta dag eru sveskjumar hitaðar í vatninu, sem þær hafa legið í, og soðnar við hægan hita í 10 mín. Sveskjurnar færðar upp og steinamir teknir úr þeim, og þær lagðar í skál. Sölin, með vatninu, sem þau hafa legið í, er hellt í sveskjulöginn og allt soðið í y2 klst. með sítrónuhýð- inu. Þessu er hellt yfir sveskjurnar. Borðað kalt með eggjamjólk eða rjóma. (Helga Sigurðardóttir: Grænmeti og ber allt árið. TJtg.: Isafold- arprentsmiðja h.f.). Fallegust allra dökkhærðra kvenna ... Kay Sutton var valin úr hópi ,,100 fallegustu stúlkna í heimi“ sem fallegust allra dökkhærðra kvenna í Hollywood. Réttast er kannski að bæta þvi við, að það var Paramount- kvikmyndafélagið, sem valdi hana, og að hún er ein af stjörnum þess. En hvað sem því líður, verður því ekki neitað, að stúlkan er ljómandi falleg. Húsráð. Þegar þér hafði þvegið ullartreyj- una yðar og þurrkað hana, skuluð þér bursta hana laust með mjúkum bursta, þá fær hún að fullu mýkt sína aftur. Ef þér eruð að sjóða seigan fugl, þá bætið einni teskeið af ediki út í soðið, það gerir kjötið meyrara. Laugin á að vera 36° C.; laugar- kerið á að vera hæfilega stórt, svo að barnið geti rétt úr sér (má vel hafa aflangan blikkbala); er hentast að láta kerið eða balann standa á lágu borði eða hæfilega háum kistl- um eða stólum. Stendur þá bam- fóstran hægra megin við barnið í lauginni og skýtur vinstri handlegg sínum undir hendur þess og höndinni fram í vinstri handarkrika barnsins, þó þannig, að þumalfingur hennar sé jafnan utan á handlegg barns- ins aftanverðum; hvílir þá hnakki barnsins á framhandlegg fóstrunn- ar, og er sá stuðningur nægur til þess að halda barnskroppnum hæfi- lega upp úr, en hann leikur að öðru leyti laus í lauginni og getur sprikl- að eftir vild. Ekki þarf að vera dýpra á kroppnum en svo, að vætli aðeins yfir geirvörturnar. Hægri hönd sína hefir fóstran lausa til þess að þvo með henni barnskroppinn. Hefir hún til þess milda (yfirfeita) sápu, en ekki þarf hún að vera ilm- borin né skrautlituð. Er barninu nú ýmist þvegið með hendinni einni saman eða hafður til þess vel hreinn klútur, voðfeldur og mjúkur (marg- föld grisja, flúnnel eða þvíl.) og má gera sér úr þessu smá-posa, hæfilega stóran fyrir hendina. Barninu á að þvo vandlega, einkum i öllum húð- fellingum; í lauginni er barnið vana- lega ekki látið vera nema svo sem 2 mínútur; þarf því oft að bæta um þvottinn eftir á, eftir að fóstran hefir tekið barnið upp úr lauginni; hún þvær það þá í kjöltu sinni á eftir, eins og langtíðast er. Þessi fyrsta laug er annars fyrst og fremst til þess að lífga bamið og fjörga það, en vitanlega skolast þó ætíð talsvert af óhreinindum af bamskroppnum um leið, blóð og saur, og dálítið af ostinum. Þegar bamið er tekið úr lauginni, sveipar fóstran það í mjúk- an dúk, volgan og voðfeldan, batar um þvottinn þar sem þarf (húð, fellingar, ostur); til þess er höfð bómolía eða nýtt smjör, ósaltað; þerrar síðan kroppinn vandlega, en lætur aldrei vera mikið bert af hon- um í senn, og klæðir svo bamið í föt- in, sem þar eru hjá henni til taks. Sérstaka aðgæzlu þarf umbúnað- urinn um naflastúfinn, og ætti helzt enginn að snerta á honum nema ljós- an ein. Þykir þvi ekki þörf á að eyða. orðum um það efni hér. Það er hvort- tveggja, að Ijósunni er bezt tiltrú- andi með að fara, eins og hún hefir lært á námsskeiðinu, enda ekki jafn- auðvelt að skýra frá þeim frágangl með fáum orðum, eins og að sýna hann verklega. Eins og áður var að vikið, er þessari laug á nýfæddu barni oft sleppt, ef hún er ekki beint nauðsynleg til þess að lífga bamið, og barnið þá þvegið í kjöltu; annars er það verk ljósunnar, að annast ný- fædda bamið fyrstu dagana. Hér var drepið á laugina, ef fóstran eða móð- irin sjálf skyldi lauga barnið síðar meir, þegar v'el er gróið fyrir naflan; þá kemur auðvitað ekki til mála sumt af þessu, sem hér er drepið á, t. d. ostur á baminu,! o. f 1., en í aðal- atriðum er aðferðin við laugunina öll hin sama og hér. (Davíð Scheving Thorsteinsson: Bamið, bók handa móðurinni). Auglýsið í Vikunni! HEILDSÖLUBIRGÐIR: ÁRN > JÓNSSON.HA F N A RST.5, REYKJAV ÍK.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.