Vikan - 12.06.1941, Síða 1
#
Roosevelt sver
forsetaeiðinn í þriðja sinn.
Einstæður atburður í allri sögu Bandaríkja Norður-Ameríku.
Forsetakosningin í Bandaríkjunum á
síðast liðnu hausti var fyrir margra
hluta sakir merkileg. En mesta at-
hygli vakti hún fyrir það, að hefð, sem
George Washington, fyrsti forseti Banda-
rikjanna, skapaði fyrir 250 árum, var með
henni að engu gjör. Þegar hið unga lýðveldi
valdi sér fyrsta forsetann að afloknu frels-
isstríðinu 1788, var Washington einróma
kjörinn forseti þess sakir afburða hæfi-
leika og vinsælda, sem hann hafði aflað
sér í stríðinu. Hann var endurkosinn í lok
kjörtímabilsins, en þegar átti að kjósa
hann í þriðja sinn, neitaði hann að taka
við kosningu, og skapaði með því hefð, sem
aðeins einn forseti á undan Roosevelt hef-
ir sýnt vilja til að brjóta. Það var Grant
hershöfðingi, sem aflaði sér mikilla vin-
sælda og frægðar í þrælastríðinu og var
kjörinn forseti í næstu tvö kjörtímabil á
eftir. Þrátt fyrir vinsældir hans þorði
flokkur hans ekki að láta að vilja hans um
að hafa hann í forsetakjöri í þriðja sinn,
og síðan hefir enginn forseti gert tilraun
til að sitja lengur en tvö kjörtímabil, þang-
að til Roosevelt nú við síðustu kosningar.
Og samt var það svo, að fram til þess síð-
asta neitaði hann að iáta nokkuð uppi um
það, hvort hann ætlaði að gefa kost á sér
í þriðja sinn.
Myndin hér að ofan er af hinni hátíðlegu
og sögulegu eiðtöku. Roosevelt er lengst
til hægri, alvarlegri en maður á að venjast
á mynd. Hann leggur höndina á biblíuna,
og er sú biblía búin að vera í eigu Roose-
velt-ættarinnar í tvær aldir. Eiðtökunni
stjórnar forseti hæstaréttar Bandaríkj- ,
anna, Charles Evans Hughes, lengst til
vinstri á myndinni, og fór hún fram á sama
stað og allir forsetar Bandaríkjanna hafa
svarið eiðinn allt frá dögum Monroe (1817
—1825), en við hann er Monroe-kenningin
kennd, sú sem mjög er umtöluð nú í sam-
bandi við afstöðu Bandaríkjanna til stríðs-
ins í Evrópu.