Vikan


Vikan - 12.06.1941, Page 3

Vikan - 12.06.1941, Page 3
VIKAN, nr. 24, 1941 3 PATIIO rádum konu sinnar. SIMOI lór að Þessi grein fjallar um fátækan innheimtumann, sem varð einn af auðugustu mönnum Suður-Ameríku, tinkónginn Simon Patino, frá La Paz í Bolivíu. Fyrir 35 árum starfaði Simon Patino sem innheimtumaður hjá stóru vöru- húsi í La Paz í Bolivia. Viðskipta- menn firmans voru dreifðir um stórt land- svæði og veslings innheimtumaðurinn þurfti að ferðast alla daga milli Indíána og smá námu- og plantekrueigenda í hérað- inu umhverfis La Paz. Einn dag var hann sendur til að inn- heimta skuld hj.á Hillarion Arc. Hann átti smánámu í héraðinu. Þannig stóð á, að Arc átti ekki eyri upp í skuldina. Honum var það líka vel kunnugt, að þetta verzl- unarfyrirtæki sýndi enga miskunn í við- skiptum við þá viðskiptamenn, er ekki stóðu í skilum. Eftir að hafa hugsað málið um stund, lagði hann eftirfarandi tillögu fyrir Patino: ,,Ég skulda yður 40 pund. Til að kvitta þessa skuld er ég fús á að afhenda yður námuna sem greiðslu. Ég á ekkert annað til. Jafnvel þó að húsbændur yðar vildu lögsækja mig, gætu þeir ekkert tekið nema námuna.“ Patino gekk að þessum skilmálum. Hann áleit, að þetta væri það hagkvæmasta fyrir félagið. Samningurinn var undirskrifaður og allt var klappað og klárt. Innheimtumaðurinn sneri aftur til La Paz og gerði grein fyrir máli sinu. En í stað þess að fá hrós fyrir sína ágætu frammistöðu, eins og hann bjóst við, var honum sagt upp stöðunni. „Góði Patino minn,“ sagði forstjórinn. „Ég þakka yður fyrir þjónustu yðar hjá firmanu. Upp frá þessari stundu eru þér ekki bundinn í þjónustu minni. I dag komið þér aftur með verðlausa námu, í stað peninga, sem þér voruð sendur að inn- heimta. Hver veit nema þér færðuð okkur dauða kú á morgun sem greiðslu upp í skuld, ef þér úerðið hér lengur. Verið þér sælir, Patino., En ég vil minna yður á, að þér verðið að endurgreiða mér' þessi 40 pund, ef þér eigið að sleppa við fangelsis- vist. En þessa góðu námu getið þér haft sjálfur.“ Veslings Patino átti ekki til nein 40 pund. En frændi konu hans lánaði þessa upphæð til þess að bjarga heiðri ættarinn- ar. Hvað átti nú atvinnulaus innheimtumað- ur að taka til bragðs? Patino fór þegar að skoða eign sína. Það var erfitt að vinna námuna og hún lá uppi í f jöllum. Á land- eigninni var lítill skúr, sem Patino ákvað að leita hælis í. Það var þá alltaf gott og blessað að þurfa ekki að greiða leigu eftir hann. Næstu vikur unnu þau Patino og kona hans kappsamlega í námunni. Hann safn- aði saman heilmörgum glansandi steinum og fór með þá til La Paz til þess að láta rannsaka þá. Ameríski efnafræðingurinn, sem hann leitaði til, gaf eftirfarandi upp- lýsingar: „Málmgrjótið, sem þér senduð, inniheld- ur ekkert nema tin, — málm, sem finnst á ýmsum stöðum um allan heim. En þessi málmsteinn inniheldur um 60% tin og það er það mesta, sem enn hefir þekkst, og það gerir námuna miklu dýrmætari, hversu hún er fljótunnin." Þegar Patino fór vissi hann hversu upp- götvun hans var mikilvæg. Hann vissi, að þótt tinið væri í sjálfu sér ekki dýr málm- ur, var það þó ómissandi og mikið notað bæði á friðar- og ófriðartímum. Frændinn hljóp aftur undir bagga með þeim hjónum og lánaði 60 pund í viðbót, svo að hægt væri að byrja á námuvinnslunni. I næstu tvö ár lifðu Patino og kona hans sem einbúar uppi í fjöllunum og unnu sleituláust frá morgni til kvölds. Indíána- verkamennirnir, sem þau höfðu, voru einu félagarnir. Jafnskjótt og hann gæti selt vagnhlass af tinsteini, ætlaði hanp að nota andvirðið til þess að kaupa upp landið í kringum námuna. Að tveim árum liðnum, hafði Patino nokkur hundruð Indíána í vinnu. Tinsteinn- inn fór til La Paz vikulega með vagna- lestum. En Patino hélt áfram að vinna við hhð verkamanna sinna. Jafnframt hélt hann áfram að kaupa meira og meira land. Einn góðan veðurdag fekk Simon Potino óvænta heimsókn. Gesturinn var fulltrúi frá hinum stóra Guggenheim banka í New York. Hann hafði meðferðis tilboð frá sterkasta málmvinnslufélagi Bandaríkj- anna. „Við viljum kaupa af yður námuna.“ „Hve mikið bjóðið þið?“ „Eitt hundrað þúsund pund.“ Simon Patino var hræddur um að sér hefði misheyrst. Hundrað þúsund pund fyrir þriggja ára starf! Það var ótrúlegt. Hann var búinn að rétta út hendina eftir pennanum sem Ameríkumaðurinn rétti honum, til þess að undirskrifa samninginn. Kona hans varnaði honum að skrifa undir samninginn með þeim forsendum að það væri ekki hyggilegt. „Ef Ameríkumenn eru fúsir til að gjalda 100.000 pund fyrir námurnar okkar, get- um við verið viss um að þær eru 10.000.000 punda virði. Skrifaðu ekki undir, Simon. Eftir nokkur ár, verður þú orðinn ríkasti maðurinn í Suður-Ameriku.“ Enn liðu þrjú ár. Dag nokkurn steig Patino upp í flugvél og flaug til New York, til þess að undirskrifa samning, er Gugg- enheimsbankarnir buðu honum; þarna hafði kona hans á réttu að standa. Hinn nýi samningur tryggði Patino for- sæti í stjórn hrings, er stofnaður var til þess að vinna tinnámurnar hans. Fimmtíu og eitt % af hlutum félagsins átti að vera eign Patinos. Ameríkumennirnir tóku að sér að sjá fyrirtækinu fyrir rekstrarfé. Niðurlag samningsins fjallaði um upp- fyllingu á spádómi frú Patino fyrir þrem árum. Jafnskjótt og samningurinn var undirskrifaður átti Patino að fá 10.000.000 punda. Héðan í frá vann Patino ekki í nám- unum. Hann lagði upp í langa verzlunarferð. Þegar hann kom aftur til Bolivia sex mán- uðum síðar, var hann orðinn forseti tin- hrings, er hann hafði stofnað og samein- aði alla tinframleiðendur um víða veröld. Síðustu tuttugu árin hefir þessi hringur ráðið verðinu á tini. Meðlimir hans hafa orðið ótrúlega auðugir. En auðugastur allra er Simon Patino, — sem eitt sinn var innheimtumaður í La Paz. Þrátt fyrir sextíu og fimm ára aldur, er Simon Potino enn þá eins og ungur maður. Hann er ekki einungis einn ríkasti mað- urinn í heiminum, heldur og einn hinn hamingjusamasti. Hann á einn son og þrjár dætur, sem öll eru gift. Mr. Patino segir skemmtilega smásögu, sem er heppileg til þess að enda á hérna. Þegar hann einhverju sinni var spurður hvað væri bezta augnablik lífs hans, svar- aði hann: „Það var daginn, sem eigur mínar námu 200.000 pundum. Það var ekki meðvitundin um það, að vera orðinn ríkur, sem orsakaði gleði mína. Ég var nýbúinn að senda skeyti til forstjórans, sem ég hafði unnið hjá sem innheimtumaður reikninga." Það var svohljóðandi: „Trúið þér því enn þá, að náma Hillarion Arc’s sé ekki 40 punda virði?“ Sæt var hefnd Simon Patino.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.