Vikan


Vikan - 12.06.1941, Qupperneq 5

Vikan - 12.06.1941, Qupperneq 5
VIKAN, nr. 24, 1941 5 Um eitt leytið síðustu nóttina, sem ungfrú Charters var í Pontdidier les Dames, hrökk hún upp við ógreini- legan hávaða, sem virtist einna helzt vera inni í herberginu sjálfu, en neðan af göt- unni heyrðist fótatak og mannamál. Þetta var ekki í fyrsta sinn, sem slíkt kom fyrir. Pontdidier hafði brugðizt þeim vonum, sem erkidjákni nokkur hafði gefið henni, að þarna myndi hún finna rólega höfn. Sann- leikurinn var sá, að bærinn lá of nálægt landamærunum og of mikill smáborgara- bragur á öllu. Þegar stjórnmálamennirnir í París fóru að tala um föðurlandssvik til þess að l'eiða athyglina frá sínum eigin axarsköftum, þá gleyptu Pontdidierbúar strax við því, og bæjarráðið þaut upp til handa og fóta í herferð gegn njósnurun- um. Ungfrú Charters hafði ekki komizt hjá því að taka eftir þessum veikleika bæjar- búa og fyrirleit hann góðlátlega, en að láta ástæðulausan æsing annarra manna vekja sig af værum blundi um hánótt, var full- mikið af því góða, og hún lét þess líka getið við veitingakonuna á hressilegri frönsku um leið og hún borgaði reikning- inn sinn daginn eftir. ,,Ég er ekki viss um, að ég geti mælt með ykkur við vini mína. Þorpið ykkar er langt frá því að vera kyrrlátt.“ Veitingakonan lét höfuðið síga, því næst leit hún upp og velti vöngum vandræða- lega. • „í gærkvöldi,“ sagði hún á klaufalegri v ensku, sem átti að teljast meðmæli með staðnum, „slapp maður frá lögreglunni. Njósnari, sem tekur myndir. Þeir náðu honum, en myndirnar eru horfnar! Enginn veit . . .“ ,,Njósnari,“ endurtók ungfrú Charters þurrlega, eins og maður, sem hlustar á sömu söguna í tíunda sinn. „Við skulum vona, að hann sleppi ekki aftur.“ Að svo mæltu fór hún upp í herbergið sitt til þess að ganga til fulls frá pjönk- um sínum. Hitapokinn hafði auðvitað gleymzt í rúminu, og þreif hún hann þakk- samlega. Er hún gekk yfir að þvottaskál- inni til þess að hella úr pokanum, rak hún fótinn í eitthvað hnöttótt, sem lá á gólfinu og datt kylliflöt. Hluturinn, sem hún hafði sparkað í rann, þangað til hann staðnæmd- ist upp við stólfót og ungfrú Charters gaf honum illt auga, eins og von var, þegar dauður hlutur gerði henni skráveifu. Hún sá undir eins að þetta var myndaspóla. Hugur hennar þaut ósjálfrátt með leift- urhraða frá spólunni til hávaðans, sem hún hafði heyrt um nóttina; síðan setti hún þetta hvorttveggja í samband við opinn gluggann, sem var sennilega eini opni glugginn á þessari hlið gistihússins. Komst hún að öllu athuguðu að þeirri niðurstöðu, að spólunni hefði verið þeytt inn til henn- ar úr hendi njósnarans, sem nú sat í varð- haldi. Hann hafði auðvitað kastað henni um leið og hann flýði. Ungfrú Charters hafði óljósa hugmynd um, að hún hefði greint tvenns konar hávaða í herberginu. Sm ásaga eftir Helen Simpson. Hún skyggndist um, hvort ekki kynni að vera þar annað skeyti, og kom þá brátt auga á einhvers konar flatt hylki undir rúminu. Það var ógerningur að ná því, rúmstokkurinn náði svo langt niður, og hún hafði enga regnhlíf við hendipa til að krækja í það. Og eitthvað rám^ði hana í það, að aldrei mætti hreyfa við neinu, fyrr en lögreglan kæmi á vettvang, er glæpur hefði verið framinn. Það var skylda hennar að fara niður og afhenda veitinga- konunnni spóluna, sem hún hafði ósjálf- rátt tekið upp, og krefjast þess, að yfir- völdunum yrði gert aðvart. Hún gekk fram að stiganum, en þá kom á hana hik. Það var augljóst, að hún yrði látin vitna fyrir rétti og vinna eið að hávaðanum um nóttina og fundinum um morguninn. Afleiðingin af því yrði sú, að hún missti af lestinni og svo kostaði það aukaskeyti til þjónustufólks og ættingja hennar. Auk þessa sá hún fram á enn verri vandræði. Frakkar væru svo æstir. Þeir gengu með njósnaraæði. Þeir myndu ekki trúa því, að hún og flóttamaðurinn þekkt- ust ekki. Þörfin á hreinu lofti yrði ekki talin fullgild ástæða fyrir að hafa glugg- ann opinn. Meðan hún stóð þarna í stiganum, rakti hún í huganum þessar ástæður til að þegja yfir fundinum og komst að þeirri niður- stöðu, að bezt væri að útkljá málið með bréfi, er hún skrifaði, þegar heim til Eng- lands kæmi. Að öllu samanlögðu væri það heiðarlegast og skynsamlegast að velta spólunni upp að veggnum þar sem hulstrið lá og hypja sig svo burt. En geðshræring- in, sem hún hafði komist í um morguninn, kom nú róti á uppreisnarlöngun, sem leyndist í sál ungfrú Charters og nú magn- aðist af því, að í þau fjörutíu ár, sem hún hafði lifað, hafði aldrei neitt óvenjulegt komið fyrir hana. Aldrei var það hún, sem stjórnaði samræðunum í teboðum. Þær einu svaðilfarir, er hún hafði lent í, var ausandi rigning á skemmtiför. Myndaspól- Maggi og Raggi. Maggi: Vertu ekki hræddur, Óli minn. Maggi: Sjáðu, hvað hann er góður. Sámur gerir þér ekkert. Hann geltir bara Hann gerir þér ekkert. Segðu eitthvað af því að hann finnur, að þú ert hræddur. við hann. Óli: K-k-komdu sæll. Maggi: Nei, nei. Vertu ekki hrædd- ur. Segðu bara eitthvað við hann. Óli: Jæja, haltu honum og þá skal ég segja . .. Óii: ... vertu sæll!

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.