Vikan


Vikan - 12.06.1941, Síða 8

Vikan - 12.06.1941, Síða 8
8 VIKAN, nr. 24, 1941 Gissur og Rasmína. Dóttirin: Það var dásamlegt að fara þessa leið í bíl. Tengdasonurinn: Að vísu — en mér finnst það hafa verið hyggilegt af Gissuri að fara með lestinni á undan okkur hingað í gær. Rasmína: Varstu ekki einmana í gærkvöldi, Gissur minn? Gissur: Jú — ég las dálítinn tíma, en svo fór ég í rúmið klukkan eitt. Ég þorði ekki út, því að ég var ekki viss um að rata um borgina. Rasmína: Erla og maðurinn hennar eru of þreytt til að fara út, en við getum farið og fengið okkur mat og haft það skemmti- legt. Gissur: Við getum borðað — en að við skemmtum okkur — það er annað mál! Dyravörðurinn: Fyrirgefið —• viljið þér fá sama bílinn og í gærkvöldi ? Rasmína: Þessi dóni þykist þekkjá þig . . . Gissur: Já, það er skrítið, hve mörgum er gjarnt á að taka feil á mér og öðrum mönnum. Maður á gangstéttinni: Jæja, fél'agi, þú hefir náð alla leið heim — ég kom þér eins langt og ég gat. Rasmina: Við hvað á maðurinn? Gissur: Hann heldur, að ég sé einhver sem hann þekkir. Blaðsöludrengurinn: Halló, gamli! Þakka þér fyrir síðast. Það eru ekki allir, sem gefa manni fimmkall fyrir svona lítið eins og í gærkvöldi. Rasmína: Þú fórst ekkert út í gærkvöld? Gissur: Þú skalt ekki vera að hlusta eftir því, sem strákurinn segir — þetta er þeirra háttur á að selja blöð hérna. Yfirþjónninn: Velkominn aftur! Hér er sama borðið og þér höfðuð i gær. Gissur: Það er góða veðrið núna! Rasmína: Ég vit ekki sjá þetta borð! Sölustúlkan: Fyrirgefið, herra! En nú hefi ég vindlana, sem þér vilduð fá í gærkvöldi. Rasmína: Við höfum ekkert að gera við vindla, við erum að fara! Drukkinn náungi: Hikk — halló! — tra-la-la — Ertu að fara? Við ætlum á sama næturklúbbinn og í gær- kvöldi og skemmta okkur — hikk — Þú kemur líka! Rasminar GISSUR! Náðu í hattinn þinn samstundis. Þjónninn í glugganum: Snúið þér við maðurÞ Langar yður til að drepa yður? Gissur: Mig langar til að lifa — þess vegna flý ég! Járnbrautarmaðurinn: Vitið þér, hvert lestin er að fara? Gissur: Mér er alveg sama um það, bara að hún haldi áfram.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.