Vikan


Vikan - 12.06.1941, Qupperneq 9

Vikan - 12.06.1941, Qupperneq 9
VIKAN, nr. 24, 1941 9 Frétta , i myndir. Georges Robert aðmíráll er yfir- maður og raunverulega einvaldur yfir öllum nýlendum Frakka í Vesturálfu. Vichy-stjórnin skipaði hann og er aðalhlutverk hans að annaðs landvarnir nýlendnanna, en eins og kunnugt er, má búast við átökum milli Bandaríkjanna og Frakklands um þessar nýlend- ur, vegna þess að Bandaríkin ótt- ast, að Þjóöverjar kunni að ná þar einhverri fótfestu. Robert B. Williams, major, erind- reki flugflota Bandaríkjanna í London, særðist nýlega í loftárás á London. Hann hefir undanfárna fjóra mánuði .verið í Englandi til að kynna sér lofthernaðinn og afla sér reynslu, sem gæti orðið lönd- um hans að liði. Þetta er nýjasta gerð af steypiflugvélum Bandaríkjafiotans, sem sagt er að séu þær fullkomnustu í heimi. Curtiss-Wright verksmiðj- urnar framleiða þær. Þær ganga fyrir 1700 hestafla vél og geta flogið um 350 mílur á klukkustund. Sprengjunum er komið fyrir innan í bolnum, en. ekki neðan á honum eða undir vængjunum, til þess að loftmótstaðan verði minni. Jerry, litli, hvíti rottuhundurinn á myndinni virðisj: alveg ósnortinn af alvöru lífsins, sem birtist í reyndum svip félaga hans til beggja hana. En hann er heldur ekki nema átta vikna og alvaran kemúr með aldrinum. Þessir þremenningar stjórna efsta bekk í flotaháskóla Bandaríkj- anna í Annapolis. Burtfararprófið var haldið í janúar í stað júní, af því að þörfin á nýliðum handa flotanum er svo mikil. Þeir eru að skoða líkan af sprengjuflugvél, sem flotinn væntir sér mikils af. Þetta eru tveir af frægustu knattspyrnuþjálfurum Bandaríkjanna, Charlie O’Rourke (til vinstri), sem starfar við Boston College og Dennis Edward Myers, sem starfar við Brown University. v

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.