Vikan


Vikan - 10.07.1941, Blaðsíða 11

Vikan - 10.07.1941, Blaðsíða 11
VIKAN, nr. 28, 1941 11 I 28 Framhaldssaga eftir DAVID HUME. Mennirnir í herberginu drógu andann þungt. iÞetta var eiginlega ekki það, sem þeir höfðu átt von á að sjá. Crossley beygði höfuðið og þaut beint áfram, sló þungt högé: með hægri hendi, «n hitti ekki. Hann hélt áfram að elta Mick, sem stöðvaði hann með hægrihandarhöggi rétt undir hjartanu. En hann virtist ekki geta fundið til sársauka og hélt aftur áfram. Mick dró sig í hlé. Honum var ljóst, hvað maðurinn hafði i hyggju. Crossley ætlaði að nota sér að hann var þyngri, komast nærri Mick og slá hann niður með þessum ógurlegu hnefum sínum. Hann hafði ekki stórt svæði til þess að draga sig í hlé á. Clare Furness hafði tekið hendurnar frá andlitinu og starði nú á leikinn með opinn munn. Mick sá, að Crossley var að búa sig undir nýja árás. Hann vék til hliðar, þegar Crossley kom þjótandi, sló með vinstri hendi, til þess að koma honum út úr jafnvægi og lagði síðan allan þunga sinn í högg undir hökuna. Hann hitti ekki hök- una, heldur rétt undir nef Crossleys, og blóðið sprautaðist yfir grófgert andlit mannsins. 1 stað þess að stanza, kom Ameríkumaðurinn nú með miklum hraða og sveiflaði handleggjunum eins og bareflum. Mick saup hveljur, er hann fékk högg á rifbeinin og blóðið spýttist út um munn- inn á honum, þegar þungt högg lenti á munni hans. Nú fannst Crossley rétti tíminn vera kom- inn. Hann dró axlirnar aftur, til þess að slá Mick ógurlegt hægrihandarhögg. Mick beygði sig, sló með hægri hendi. Hann skalf frá hvirfli til ilja, þegar hann fann hendina sökkva í auga Crossleys. Mick brosti, þegar hann færði sig aftur á bak. Ef hann gæti hitt Crossley svona í augun nokkr- um sinnum, þá var ómögulegt að segja, hver end- irinn yrði. En aðstaðan breyttist fljótt. Crossley sveiflaði vinstri hendinni og rak Mick síðan rokna högg með hægri hendi, sem lenti í síðunni á honum. Mick lét augnablik undan af kvölum og honum sortnaði fyrir augum. Hann jafnaði sig rétt i tæka tíð, til þess að koma sér undan nýrri árás. Crossley hentist áfram. Næsta höggi sínu beindi hann að kviðarholi Micks, sem barði frá sér með hægri hendi og slengdi höfði hnefaleik- arans aftur með stífri vinstri hendinni. Honum var Ijóst, að högg hans fékk ekki mikið á Crossley, og að hann varð að beita alvarlegri brögðum. Crossley tók við högginu, rétt eins og hann væri úr tré, og hamaðist eins og naut í flagi. Hann notaði báðar hendur jafnt. Mick færði sig nær arninum og beið eftir næstu árás. Hann var mjög fölur yfirlitum, þar sem hann stóð álút- ur með hendurnar fyrir framan andlitið. Árásin kom, Mick stökk til hliðar, og sló Crossley hægri- handarhögg af öllum kröftum, um leið og hann þaut fram hjá. Hnefi hans kom á háls Crossleys xétt fyrir neðan eyrað. Crossley hnaut fram yfir sig og slengdi höfðinu í arininn. Nú tautuðu menn- imir í herberginu ákaft. Mick fannst ekki, að nein vorkunnsemi ætti hér við. Á meðan Crossley var enn reikandi á fótunum og fálmaði eftir arninum, sló Mick hann aftur af geysilegu afli með hægri hendi og hitti á hálsinn á honum. Hann heyrði korrandi hósta, og um leið og Crossley snér sér við, kreppti Mick hægri hendina og miðaði á auga Crossleys, sem hann hafði hitt áður. Höggið var svo mikið, Það, sem skeð hefir hingað til í sögunni: Ámerískur stórglæpamaður, Lefty Vincent, rænir banka þar vestra og drepur gjald- kerann. Dóttir gjaldkerans, Clare Fumess, reynir að koma Vincent í hendur lögregl- unni. Það mistekst. Clare flýr til Englands. Vincent eltir hana og fær enska glæpafé- laga í lið með sér. Mick Cardby rekur leyni- lögreglustöð í félagi við föður sinn. Þeir eru fengnir til að vernda Clare í Englandi, og tekur Mick á móti henni og ekur með hana um þvert og endilangt landið og bófamir á hælum þeim. Þau komast alltaf undan, en nú er Vincent sjálfur kominn til landsins, óánægður yfir árangursleysi eftirfararinn- ar. Sögunni víkur aftur að Clare og Mick. Þau eru á flótta í bílnum, þegar springur hjá þeim og bíllinn veltur út af veginum. Þegar þau eru að komast undan bílnum, standa vopnaðir bófar yfir þeim og skipa þeim upp í brauðbíl og aka burt. Eftir nokkum akstur kemur Mick öllu á ringul- reið í bílnum. Sumir bófanna særast, einn drepst og einn sleppur. Mick og Clare yfir- gefa bilinn, hitta lögregluþjón og senda hann til að síma. Pete hefir legið særður á veginum og Mick spyr hann um, hvað þeir áttu að gera við þau. Bófanum berst hjálp, áður en lögregluþjónninn kemur og Mick og Clare flýja, en bófamir elta þau. Á flóttanum falla þau í gryfju fulla af vatni, og þar ná bófarnir þeim, fara með þau upp i bíl og aka af stað. 1 hrörlegu húsi bíða þau síðan öll eftir Vincent. Hann kemur, en fer sér að engu óðslega og ætlar bersýnilega að kvelja sem mest fórnardýr sín með þvi að draga á langinn það, sem koma skal. Hann fer upp og leggur sig, til þess að gera tímann enn lengri, en setur menn til að gæta hússins og fanganna. Þegar hann hefir sofið, kallar hann Mick og Clare til sin. Hann gefur Mick tækifæri til að bjarga sér, með því að fara i hnefa- leik við Crossley. að allur handleggurinn hristist. Hann vissi, hvernig manni myndi liða af að fá svona högg í augað. Crossley þaut bölvandi og ragnandi á eftir Mick, rétt eins og hann hefði fengið berserksgang. Mick vék til hliðar, áður en hann kom og hélt áfram að víkja undan og til hliðar, þangað til Crossley sá, að hann eyddi bæði tíma og kröftum i að elta Mick. ,,Nú era liðnar sex mínútur," hrópaði Lefty Vincent. Hann hafði fylgt hverri hreyfingu með eftirtekt. Leikurinn fór ekki alveg eins og hann hafði gert ráð fyrir. Crossley gat nú ekki opnað annað augað, og Mick reyndi að vera sem mést þeim megin við hann, sem hann gat ekki séð. En Ameríkumað- urinn var eldri en tvævetur. Hann þekkti þetta bragð og hafði meira að segja notað það sjálfur. Hann snéri við, svo að hann gæti haft gætur á Mick. En á sama augnabliki fékk hann högg rétt fyrir neðan hjartað og rétt á eftir enn eitt högg á augað. Crossley dró sig nú í fyrsta sinni i hlé. Þegar hann byrjaði að slást, var manndráp í huga hans, og hann sá sjálfan sig sem böðulinn. Sjálfstraustið var ekki búið að yfirgefa hann. En hann var ekki lengur eins bjartsýnn og hann hafði verið. Mick reyndi nú að gera árás, en fékk högg i rifbeinin og annað i hálsinn. Um leið og hann rann aftur á bak, fékk hann högg í lærlegginn og hann saup hveljur af sársauka. Siðan fékk hann vinstrihandarhögg og þá varð honum ljóst, að nú þýddi ekki lengur að berjast eftir venju- legum reglum. Hann sló út með báðum höndum og Crossley bölvaði um leið og úlnliður Micks lenti á handlegg hans með svo miklu afli, að minnstu munaði, að hann brotnaði. Hann lét handlegginn detta niður augnablik, og Mick sló hann upp undir hökuna. En Mick sá, að það mátti hann ekki gera aftur. Hnúgar hans voru ekki nógu hertir, þegar hann hafði ekki hnefa- leikahanzka, og haka Crossleys virtist vera úr steini. Það myndi ekki vera langt að bíða eftir úrslitum leiksins, ef Mick eyðilegfði hendina á sér. Crossley gerði nýja árás. Hann vissi nú, að Mick var skjótari i snúningum en hann. Hann ætlaði að ná i Mick og króa hann inni. Þá myndi leiknum brátt vera lokið. Mick færðist undan árásinni, snéri við og beindi enn einu höggi að hálsi Crossleys. Crossley missti jafnvægið, þegar hnefi Micks fór á kaf aftan í háls hans, og datt á jpnífu á gólfið. Mick stóð nálægt honum, en gætti þess þó að koma ekki svo nærri að Cross- ley gæti tekið i fætur hans og fellt hann. Ameríkumaðurinn reyndi að skríða í burtu á fjórum fótum. Mick elti hann, augu hans skutu neistum og blóðið lagaði úr samanbitnum vörun- um. Þá stökk Crossley allt í einu upp. En áður en hann hafði rétt úr sér, skipti Mick um fót, hallaði sér til hliðar og sló Crossley hægrihandar- högg, sem lenti í kviðarholi hans með dynk, sem heyrðist um allt herbergið. Crossley hné niður. Mick ætlaði að slá hann lokahöggið undir hökuna um leið og höfuð hans skylli niður, en hætti við það og sló með geysilegu afli vinstri- handarhögg í maga hans. Hendur Crossleys héngu máttlausar niður með hliðunum, en áður en hann datt, lagði Mick allan þunga sinn í högg undir hökuna, sem kastaði honum aftur á bak. Þegar Crossley snérist við, beið Mick þangað til hann rauk að honum. Þá sló hann hægri hnefanum á kaf í maga hnefaleikarans. Anna auga Crossleys, sem enn var óskemmt varð eins og gler og hann virtist ekki sjá neitt. Maðurinn var aðframkom- inn, en Mick var ekki miskunnsamur. Hann hafði ákveðið, að áður en Crossley ylti um, þá skyldi hann fá allt það, sem hann hefði ætlað að láta sér í té, svo að hnefi hans var enn einu sinni kominn á loft. Crossley var hálf dottinn, þegar höggið lenti undir eyra hans. Við höggið hentist hann marga metra eftir gólfinu og datt á rúm eins og flak, sem hendist til við sprenginu. Enn elti Mick hann og stóð með hendur á mjöðmum og horfði á Crossley, sem nú'sást ekkert lífsmark með. Ef til vill var hann aðeins að leika á hann. En Mick gat samt ekki imyndað sér það. Hann vissi betur en allir aðrir, hvers konar högg það voru, sem Crossley hafði fengið, og sá maður yrði að vera gerður úr stáli, sem stæði upp fyrstu fimm minúturnar eftir slíka meðferð. Mick hélt aumum hnúunum upp að munnin- um, sem enn blæddi úr, og sleikti þá. Hann gaf Lefty Vincent hornauga. Foringinn starði á Crossley, sem lá eins og lík á gólfinu, og vildi ekki trúa sinum eigin augum. Mennirnir, sem sátu bak við hvísluðust á og yar mikið niðri fyrir. Það, sem þeir höfðu haldið að væri útilokað, hafði nú verið framkvæmt fyrir framan augun á þeim. Mick .þerraði blóðið af vörum sínum á skyrtuerminni og gekk þvert yfir herbergið til að sækja vestið sitt og jakkann. Þegar hann var

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.