Vikan - 10.07.1941, Blaðsíða 1
Vi
er
Nr. 28,
10. júlí 1941
Ogleymanlegur maður. Eftir Manuel Komroff.
Manuel Komroff hefir haft mik-
inn áhuga á kínverskri menningu
og heimspeki síðan hann var ungur
og vann við „China Press“, sem er
amerískt blað í Shanghai. Þegar
hann kom aftur til New York, gaf
hann út bók um ferðir Marco Polos
í Kína og ferðasögur ýmsra
Evrópumanna, sem höfðu komið til
Kína á undan Polo. Honum var
ljóst, að hann gat ekki gert neitt
meira á þessum vettvangi, án þess
að læra kínversku, og varð það
orsökin að kunningsskap þeirra Li
Yung Ku. Komroff hefir einnig
skrifað nokkur söguleg skáldrit,
sem fengið hafa óhemju mikla út-
breiðslu. Hann ritar einnig að jafn-
aði í tímarit.
Enginn maður hefir haft eins mikil
áhrif á hugsanaferil minn eins og
ungur Tíbetbúi, sem einu sinni var
kennari minn. Ég lærði af honum, að dýr-
mætasta kunnáttan er listin að lifa.
Á þessum skuggatímum þarf ég ekki
annað en minnast Li Yung Ku og rifja
upp fyrir mér einn af eftirlætis málshátt-
um hans: „Þetta er aðeins um stundar-
sakir“, og þá verð ég strax léttur í skapi.
Þetta var með því fyrsta, sem hann
kenndi mér, þegar ég var að byrja að læra
að skrifa kínversku hjá honum. Ég fór í
þessa tíma, af því að ég hélt, að mér myndi
ganga betur að skilja sögu og líf Kínverja,
þó að ég kynni ekki nema fáein leturtákn
þeirra. En Li Yung Ku opnaði fyrir mér
víða heima, sem mig hafði aldrei grunað
að væru til.
Hann sýndi mér stafrófskverið, sem
hann hafði komið með að heiman og hló:
Fraxnh. á bls. 3.
(.’j-'b
M X m ****** ' í:
Dauöi og bálför Búddha. Kínversk málverkasamfella á silki, sem sýnir æfi Búddha. Myndin er úr
keisarahöilinni í Jehol. (Marco Poio. Ferðasaga hans, endursögð af Aage Krarup Nielsen. TJt-
gefandi Isafoldarprentsmiðja h.f.).