Vikan - 10.07.1941, Blaðsíða 9
\IKAN, nr. 28, 1941
9
María Teresa Hopfinger er
tveggja mánaða gömul. Hún held-
ur á Bandaríkjafánanum i hend-
ínni til þess að láta i ljós ósk sina
um að verða þegn Bandaríkjanna.
Hún kom til Bandarikjanna með
foreldrum sínum, sem ekki gátu
farið frá Evrópu, áður en barnið
fæddist, vegna stríösins. Móðir
Mariu litlu er Assunta Habsburg-
Bourbon stórhertogadóttir frá
Spáni og er frænka Alfonso, sem
var konungur á Spáni.
Thomas Parran yfirlæknir í
hernum kemur aftur til Banda-
ríkjanna með skipinu „Éxcali-
bur". Myndin er tekin, þegar
hann var að koma til Nevr
York frá Lissabon. Parran var
að rannsaka heilbrigðisástand-
ið í Englandi. Hann sagði, að
nauðsyn væri að senda þangað
hjúkrunarkonur, lækna og
hjúkrunargögn frá Ameríku.
Kona Franklin D. Roosevelt
forseta er í sumarleyfi í Golden
Beaeh á Florida. Hún nýtur
þess að vera úti í garðinum við
húsið, sem hún hefir tekiö á
leigu. Hún sagði við blaða-
mennina: ,,Ég ætla ekki að
gera eitt einasta handtak."
Frétt'amyndir.
1 mnrásinni, sem Bretar gerðu á Lofoten i Noregi voru teknir 225
fangar bæði þýzkir og norskir nazistar. Á myndinni sjást þeir vera
að fara um borð í fangaskipið og eru allir með bundið 'fyrir aug-
un, til þess að þeir sjái ekkert, sem gæti komið sér vel fyrir óvinina
að vita. Bretar höfðu einnig á brott með sér 300 Norðmenn, sem
vildu fara í striðið gegn nazismanum.
Henry A. Wallace varaforseti Bandarikjanna (til vinstri) færir
Robért Doughton (í miðjunni) frá North Karolina og Pat Harrison
frá Mississippi heillaóskir, þegar þeir halda hátíðlegt 30 ára þing-
sufmæli sitt.
Claire Shepafd dansar niður með miðstúkunni á hermannaskemmt-
un. sem haldin var i Camp Edward fyrir hermenn, sem voru á
heræfingum. Mennimir em úr 182. hersveitinni og flestir frá Boston.
Petta var fyrsta skemmtunin þeirra og hún virðist hafa tekizt
vel. Nína systir Clarie er bak við hana.